Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Fólk vantar í Grundarfjörð Bæði frystihúsin i Grundarfirði vantar fólk tii starfa. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. og Sæfang hf. hafa auglýst eftir fólki í útvarpi og blöðum undanfarna daga. Boðið er upp á fæði og húsnæði á staðnum. Þessar auglýsingar koma á óvart. Ekki eru liðnir nema tíu dagar síðan sendinefnd Grundfirðinga kom suður til Reykjavíkur til að biðja stjórnvöld um nýtt skip og kvóta í stað togarans Sigurfara II sem Fiskveiðasjóður eignaðist á nauðungaruppboði og seldi síðan til Akraness. f íjölmiðlum voru birt mörg og ítarleg viðtöl við frammámenn í Grundarfirði og alþingismenn um alvarlegt ástand í atvinnumálum staðarins. „Það er vonandi að það standi yfir afiahrota. Það er hérna mjög fátt fólk til að taka á móti hrot- um,“ sagði Sigurður Eggeitsson sveitarstjóri er DV bað um skýr- ingu. „Smábátar, með takmarkaðan kvóta, hafa fengið gott í net að undanförnu," sagði Þórður Svein- björnsson, verkstjóri í Hraðfrysti- húsi Grundarijarðar. „Við getum sennilega slarkað út vertíðina en sumarið er alveg glat- að,“ sagði Þórður. Þá hafa nýlega borist fréttir af því að afla eins Grundarfjarðar4- bátsins, Haukabergs SH-20, er daglega ekið úr Grundarfirði til vinnslu í Rifi. -KMU r Islenskur iðn- aður í húsgagna- innflutningi „Stjóm Borgarbókasafnsins tók tilboðin upp að nýju þegar Víg- lundur ætlaði að verða vitlaus," sagði Guðrún Helgadóttir alþing- ismaður í samtali við DV. Guðrún á sæti í stjóm Borgarbókasafnsins og innan tíðar verður opnað nýtt útibú safnsins í Menningamnð- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. „Þetta verður stærsta og fallegasta bókasafn landsins," sagði Guðrún. Stjórn bókasafnsins bauð út inn- anstokksmuni útibúsins eins og venja er og varð danskt tilboð fyrir valinu, sérhönnuð húsgögn frá Bibliotekcentralen í Kaupmanna- höfn. Forsvarsmenn íslensks iðn- aðar brugðust hart við er þeir fréttu af þessu og samkvæmt lýs- ingu Guðrúnar ætlaði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, að verða vit- laus. Tilboðin voru endurskoðuð og nú urðu fyrirtækin Gamla kompaníið og Kristján Siggeirsson hf. hlutskörpust. Þegar húsgögnum og innanstokksmunum hafði verið komið fyrir kom hins vegar á dag- inn að 67 prósent þess sem Kristján Siggeirsson hafði lagt til, var inn- flutt. I „Við vildum aðeins að sá hluti íslenskra húsgagna, sem framleidd- ur er hér á landi, kæmist að í þessu dæmi. Mikið af húsgögnum, sem notuð eru í bókasöfhum, em sér- hæfð smíð. Með mótmælum okkar komst þó innlenda framleiðslan að,“ sagði Víglundur Þorsteinsson. -EIR Breiðdalsvík: Sandfelli breytt í f rystiskip Frá Sigursteini Melsteð, fréttarit- reynsla á tækin. Ýmsar lagfæring- ara DV á Breiðdalsvík: ar hafa verið gerðar síðan og vinna Sandafelli SU hefur verið breytt nú öll tæki eins og ætlast er til. í frvstiskip. I skipið hefur verið Þessi breyting bætir verulega sett rækjuflokkunarvél, frystitæki rekstrarafkomu skipsins vegna og ný Ijósavél. Þá hefur lestin verið þess háa verðs sem Japanir greiða einangruð og henni breytt í frysti- fyrir góða og vel rauða rækju sem lest. fryst er strax úr sjónum. Veiðst hefur 21 tonn af Japansrækju, en Verkið var unnið á Breiðdalsvík, henni er pakkað um borð, og 23 að mestu af heimamönnum, en tonn til endurvinnslu í landi. Verð- fengnir voru frystivélamenn frá mæti aflans er um 4,7 milljónir en Egilsstöðum. Prufutúr var farinn hefði orðið 1,7 milljónir ef ekki fyrir áramót og fékkst þá nokkur hefði verið fryst um borð. ---------j----------------------------------- r mmm Goðveiði Frá Sigursteini Melsteð, fréttarit- sem er 69 lesta, hefur verið á línu ara DV á Breiðdalsvík: og aflað um 53 tonn, að verðmæti Hafnarey hefur riú farið sex umeinmilljónkróna. veiðiferðir frá áramótum til þess Loks hefur Fiskines SU, 9 tonna tíma sem þetta er skrifað. Skipið, dekkbátur, aflað um 18 tonn í 15 sem er 249 lesta togskip, hefur aflað veiðiferðum. Verðmæti aflans eru mjög vel, þrátt fyrir stirt verðurfar, 350 þúsund. eða um 477 tonn. Verðmæti aflans Að sögn Maríu Gunnþórsdóttur eruum 10,8milljónirkróna. útgerðarmanns er nógur fiskur í Þá hefur Þórsnes SU farið fimmt- sjónum en gæftir hafa verið slæm- án veiðiferðir á sama tíma. Skipið, ar. 40- 50 bátar fá aðstöðu við Kársnes: SMÁBÁTAÚTGERD FRÁ KÓPA VOGI Innan skamms mun Kópavogur komast í hóp alvöruútgerðarbæja á landinu. Unnið er að frágangi á aðstöðu fyrir 40-50 smábáta og trill- ur i tengslum við núverandi bryggju á Kársnesi. Hugsanlegt er að bæta síðar við enn fieiri bátum. Nýlega er búið að koma fríholti eða hlífðardekki á mestan hluta viðlegu- kantsins. Fyrirtækið Sjóvélar er að útbúa löndunarkrana sem settur verður upp í vor. Þá er Borgarplast í Borgarnesi að gera flotþryggju. Með því að fjölga flotbryggjum, sem tengja má saman, verður hægt að stækka flotann. Þá er búið að samþykkja svokallað deiliskipulag af því hafnarsvæði sem tengist smábátahöfninni. Þar verða meðal annars verbúðir. Sú útgerð, sem þarna verður stunduð innan tíðar, mun vafalaust hleypa miklu lífi í athafnir á Kárs- nestánni. Fiski hefur verið landað á bryggjuna áratugum saman í mjög smáum stíl og stopult. Hraðfrystihús hefur jafnframt verið rekið langt inni í Kópavogsdalnum, í Fífuhvammi. Önnur smábátahöfn verður svö annars staðar við Kársnesið, raunar miðja vega inn í Fossvog. Hún verð- ur fyrir skemmtibáta. HERB Þetta er gamla Kársnesbryggjan í Kópavogi. Til vinstri er uppfylling. Uppfylling kemur einnig hægra meg;n. Auk þess að bryggjan verður notuð til löndunar og viðlegu, verða notaðar flotbryggjur. Upp af svæðinu verður jafnað og fyllt. Þar verða meðal annars verbúðir. DV-mynd KAE. Hornbjargsviti. Fjórirsækja um Horn- bjargsvita Fjórar fjölskyldur hafa sótt um starf vitavarðar á Hornbjargsvita. Ragnar Halldórsson og eiginkona hans, Álfhildur Benediktsdóttir, sem nú gegna starfinu og búa á Hornbjargi ásamt þremur ættleidd- um bömum sínum frá Sri-Lanka, eru meðal umsækjenda. Aðrir umsækjendur eru: Guðbjartur Rögnvaldsson frá, Galtalæk, þungavinnuvélstjóri, og eiginkona hans, Guðbjörg Haraldsdóttir. Ólafur Þ. Jónsson, gamalkunnur vitavörður, og Ægir Ellertsson, lögregluþjónn í Hafnar- firði, og eiginkona hans, Gréta Eyland Pálsdóttir. Byrjunarlaun vitavarðar á Horn- bjargi eru 21 þúsund krónur og geta hæst orðið 28,581 króna. Við þetta bætist svo staðaruppbót er nemur 65 prósentum af fostum launum. Aðstoðarvitavörður (eig- inkonan) hefur svo 18 þúsund krónur í byrjunarlaun og sömu staðaruppbót. Ráðið verður í stöðu vitavarðar á Hornbjargi um næstu mánaða- mót. -EIR Lokum ekki að ástæðulausu —segir Jaf et Ólaf sson hjá SÍS um Hekluá Ahureyri Frá Jóni G. Haukssyni,blaðamanni seljast vel. Hekla hefur ekki getað DV á Akureyri: boðið jafnlágt verð og því hefur „Ég er mjög ósáttur við ummæli reksturinn verið með tapi. Kúnn- saumakvennanna. Og það að tala inn kaupir föt þar sem hann fær um dauðadeild finnst mér yfirmáta þau á lægsta verði. óviðeigandi. Líka smekklaust, þvi Saumakonumar segja enn frem- í hugum fólks minna dauðadeildir ur að ákvörðun um hvað sé fram- á óhugnanlega atburði úr síðustu leitt sé tekin af mönnum sem sitji heimsstyrjöld," sagði Jafet Ólafs- inni á kontór Sambandsins í son, framkvæmdastjóri fatadeilda Reykjavík og séu því ekki á staðn- Sambandsins, og gerði athugasemd um. Þetta er ekki alls kostar rétt. við ummæli saumakvenna fata- Hönnun og ákvörðun um fatalínur deildar SlS á Akureyri, Heklu, í er tekin fyrir norðan, á staðnum. DV fyrir skömmu. Þannig er þetta líka í öðrum fata- „Við höfum kappkostað að út- deildum, eins og skógerðinni, Act. vega sem flestum hjá Heklu vinnu Yfirmennirnir á staðnum ráða því f öðrum deildum verksmiðja Sam- hvað er framleitt og fylgjast með bandsins á Akureyri. Nú er útlit tískulínum. fyrir að um 25-30 fái vinnu í öðrum Ég játa að ekki hefur tekist sem fatadeildum. Um tíu geta byrjað best með ýmsar nýjar fatalínur hjá strax. Þetta hlýtur að þurfa að Heklu. Hönnunin hefur ekki alltaf virða. Við lokum ekki Hekluverk- verið nægilega góð og fötin því smiðjunni að ástæðulausu. Tapið ekki hitt á markaðinn sem skyldi. undanfarin ár er um 130 milljónir það hefur þó ýmislegt verið reynt á núvirði. Á síðasta ári var 14 í nýjum tískulínum og sumt af því milljóna tap, en salan 40 milljónir. hefur gengið vel. Því miður sjáum við ekki fram á Að lokum varðandi það að þeir að geta rekið verksmiðjuna nema hjá Amaro á Akureyri hafi ekki með tapi. Þess vegna er starfse- fengið föt þegar þeir hafa pantað - minni hætt. Markaðurinn er okkar það stenst ekki. Amaro hefur ekki dómari. Ódýr föt, sem framleidd eru skipt við fataverksmiðju Heklu sl. í Asíu, streyma inn í landið og ár.“ sagði JafetÓlafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.