Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 13 500 þúsund túlípanar í ár: Lítið vatn í vasann lengir lífdagana Kjúklingaútsalan stendur enn Blómaframleiðendur hafa í vetur ræktað upp undir eina milljón blóm- lauka, þar af eru um 520-530 þúsund túlípanar, um 200 þúsund páskaliljur en afgangurinn er hyacintur, iris, amarylles og fresíur. Túlípanarnir eru upp á sitt allra besta núna og kosta um 69 kr. stk. en einnig eru þeir boðnir til sölu 5 í búnti og kosta þá 260 kr. Túlípanalaukarnir eru fluttir inn frá Hollandi og er 40% tollur af þeim. Af blómasölunni er síðan greiddur söluskattur. Mörgum þykja blómin nokkuð dýr og lífdagar þeirra stuttir eftir að komið er heim í stofu. „Já, það er satt, það kemur stund- um fyrir að blóm standa stutt. Þá kemur ýmislegt til, e.t.v. of mikill stofuhiti á vetrum. En laukblóm þola ekki að vera í of miklu vatni, þá hreinlega drukkna þau,“ sagði Óli Valur Hansson garðyrkjumaður í samtali við DV. Blómaverslanir í Reykjavík eru nú milli20og30talsins. -A.Bj. Nú eru túlípanar til í mörgum og mismunandi gerðum, bæði fylltir og hálffylltir, páfagaukatúlípanar, rön- dóttir og einlitir, háir og lágir. Salan fyrstu vikur janúar var frekar rýr en hefur nú tekið góðan kipp. MyndGVA Kjúklingaútsalan, sem við sögðum nýverið frá, stendur enn og nemur lækkuniri 20% af heildsöluverði. Utsalan hófst 28. janúar og átti ekki að standa nema til mánaðamóta janúar— febrúar. Alfreð Jóhannsson hjá ísfugli sagði í viðtali við DV að nú væri búið að ákveða að fram- lengja útsöluna og vonir stæðu til að hún yrði fram að mánaða- mótum. Aðspurður sagði Alfreð að ekki væri nein óeðlileg birgða- söfnun á kjúklingum og síðast- liðiðár hefði verið algjört metár hjá ísfugli. „Útsalan kemur til af því að salan fyrstu vikurnar í janúar var frekar rýr og við vildum snúa því við, enda er útungun í toppi hjá okkur núna og framleiðslan í hámarki. Það er eðlilegt að fólk njóti góðs af því.“ Neysla á kjúklingum virðist fara sívaxandi, en neysla á hvítu fitusnauðu kjöti er ein- mitt einn þáttur þeirrar neyslu- byltingar sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Alfreð Jóhannson sagði að áður fyrr hefði salan dottið niður í slátur- tíðinni og á þorranum, en nú væri engin merkjanlegur sam- dráttur á þeim tíma. DV kannaði verð á kjúkling- um lijá nokkrum verslunum en eftir lækkunina er heildsölu- verðið 208 kr. kílóið. í tveim verslunum, sem við athuguðum, var kílóið selt á heildsöluverði, í Hagkaupi, Skeifunni, og Mik- lagarði. Vörumarkaðurinn, Ármúla, selur kílóið á 249 krónur og SS, Austurveri, á 280 krónur. -S.Konn. Neytendur Neytendur Neytendur i HVERFl Lausafjáruppboð Grjótmulningsvé! eign Súlna hf„ verður seld þar sem hún er staðsett við Stapafell í Hafnarhreppi, Gullbringusýslu, föstudaginn 28. febrúar nk. kl. 14.00 að kröfu Jóns Þóroddssonar hdl. og fleiri. Uppboðshaldarinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Flókagötu 6, bingl. eign Halldórs Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Steingrims Eirikssonar hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Bræðraborgarstíg - Holtsgötu Skipasund Hæðargarð Frjalst.ohaÖ dagblaö AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Simi 27022 Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Skúlatúni 4, bingl. eign Óss hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl.16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Laugavegi 80, bingl. eign Radióstofu Vilbergs og Þorsteins sf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Síðumúla 11, bing! eign Arnar og Örlygs hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 k! 10.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Drápuhlið 33, bing! eign Guðmundar Axelsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Ölafs Gústafssonar hrl. og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 k! 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 116. og 121. tb! Lögbirtingablaðs 1985 á Baróns- stig 20, ta! eign Hauks Árnasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 k! 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Skipholti 10, ta! eign Braga R. Ingvarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúarl 986 k! 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðara sem auglýst var í 69„ 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Grænatúni 6 - hluta - ta! eign Arnar Ingólfssonar og Ásu Þ. Matthias- dóttur, fer fram að kröfu Sigurmars K. Albertssonar hdl„ Ævars Guðmunds- sonar hd!, Jóns Kr. Sólnes hrl„ Jóns Eirikssonar hdl„ Bæjarsjóðs Kópavogs, Guðna Á. Haraldssonar hd!, Jóns Ingólfssonar hd!, Haraldar Blöndal hr!, Ásgeirs Thoroddsen hd!, Ólafs Axelssonar hrl„ Bjöms Ó! Hallgrímssonar hdl„ Brunabótafélags íslands, Jóns Ólafssonar hri., Gunnars Guðmundssonar hd!, Róberts Áma Hreiðarssonar hdl„ skattheimtu rikissjóðs i Kópavogi, Búnaðarbanka íslands og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúarl 986 k! 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.