Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
11
Okrarar
meira metnir
Margrét Örnólfsdóttir, Kópavogi:
- Hvernig líður þér í ríkisstjórn
sem metur meira okrara heldur en
venjulegar fjölskyldur?
,,Ja, ég held að ég sé ekki tilbúinn
til að viðurkenna að þ'essi ríkisstjórn
geri það. Auðvitað má heimfæra
ýmislegt upp á eina ríkisstjórn en
við vinnum ekki svona.“
- En ummæli Steingríms Her-
mannssonar um að ekki sé hægt að
lækka vexti af lánum vegna skuld-
bindinga við fjármagnseigendur?
l„Ég geri ráð fyrir að forsætisráð-
h'erra hafi átt við skuldbindingar sem
löglega er til stofnað og við vitum
að íslensk lög gera ráð fyrir að ekki
sé hægt að rifta slíkum samníngum."
-GK
Geimegld
afgreiðsla
Jón Vigfússon í Reykjavík spurði
hvers vegna hann ætti ekki rétt á
neyðarhjálp í ráðgjafarstofnuninni
vegna þess eins að hann ætti eftir
að fá greidd önnur lán vegna kaupa
á einingahúsi.
„Þetta er líklega rétt. Það var
skipuð sérstök nefnd ú síðasta ári
þar sem f eiga sæti framleiðendur
einingahúsa og iðnaðarmenn og sú
nefnd er að ganga frá nýjum reglum
varðandi einingahús. Það er gert ráð
fyrir að nefndin skili áliti sínu um
hvernig skuli haga þessu til fram-
búðar varðandi lánamálin núna
fyrstu vikuna í mars. Það er það eina
sem ég get sagt þér núna.“
Lítið gert úr
sveitar-
stjórnum
Magnús Kristinsson, Akureyri:
- Finnst þér ekki eftirfarandi orða-
lag í frumvarpi til sveitarstjórnar-
laga gera lítið úr sveitarstjórnum?
Þrjú dæmi: „Sveitarstjórn getur
ályktað um hvert það málefni sem
hún telur að varði sveitarfélagið."
Ég vissi ekki betur en að hér væri
ályktunarfrelsi og þyrfti ekki að taka
þetta fram. Annað dæmi: „Heimilt
er sveitarfélögum að stofna til stað-
bundinna landshlutasamtaka." Ég
hélt að hér væri líka félagafrelsi og
þyrfti ekki að taka þetta fram. Þriðja
dæmið: „Ráðuneytið skal óska eftir
umsögn viðkomandi sveitarstjórna
um sameiningarmálið en síðan
ákveður ráðuneytið hvernig að sam-
einingu sveitarfélaga skuli staðið."
Ég sé ekki til hvers ráðuneytið þarf
að leita eftir umsögn þegar það virð-
ist ekki þurfa að taka neitt tillit til
hennar.
„Magnús. Ég get fullvissað þig um
það að í meðferð félagsmálanefndar
neðri deildar er búið að laga þetta
orðalag, ég fulíyrði í öllum þessum
atriðum sem þú nefndir. Þetta frum-
varp var samið af mjög hæfum mönn-
um og meðal annars prófessor i lög-
um. Það éru náttúrlega alltaf í svona
stórum lagabálki einhver orðatiltæki
sem þarf að laga og það er yfirleitt
gert í núkvæmri skoðun, eins og
þetta mál er búið að fá.“
Ráðgjöf
ogframtíö
Sturla Þengilsson í Reykjavík vildi
fá að vita hvort ráðgjafarþjónusta
Húsnæðisstofnunar væri sú framtíð-
arlausn sem blasti við því fólki sem
vildi koma sér þaki yfir höfuðið.
„Ekki vil ég segja að þetta verði
framtíðin og við skulum vona að svo
verði ekki. Hins vegar er alveg ljóst,
eins og ústandið hefur verið og er,
að þessi ráðgjafarþjónusta er alveg
lífsnauðsynleg í stööunni. Það sýndi
•sig á síðasta ári þegar 2400 aðilar
fengu lán; og meira en það, fyrir-
greiðslu í bönkum fyrir tilstuðlan
ráðgjafarþjónustunnar og var í
mörgum tilvikum forðað frá uppboði.
Núna er þessi þjónusta komin þannig
af stað að þegar er búið að ganga frá
um hundrað lánaumsóknum sem
verða tilbúnar til afgreiðslu næstu
daga og það er alveg ljöst, miðað við
það hvernig bankakerfið hefur tekið
í þetta, að allt er þetta til stórbóta
þó það leysi engan framtíðarvanda.
Ef við náum því markmiði, sem
allir eru sammála um, að ná niður
verðbólgunni og komast niður á
eðlilegt ástand þá er enginn vafi á
því að viðhorfin þreytast.“
Búseti
íbiðstöðu
Helgi Jónsson, Reykjavík:
- Hvernig er staðan í Búsetamálinu
innan stjórnarflokkanna?
„Það mál er í biðstöðu. Það er ekki
samstaða innan stjórnarflokkanna
um þetta mál. Og ég tel ekki ástæðu
til að ýta þessu máli hraðar fram en
það er verið að skoða ýmsar hliðar
á því þessa stundina. Ég er sammúla
því að við eigum að hafa fleiri val-
kosti á þessu sviði. Hvort þetta er
rétta leiðin er ég hins vegar ekki
alveg sannfærður um.“
Félagsleg
aðstoð
Anna Kristjánsdóttir, Reykjavik:
- Er félagsmálaráðherra reiðubú-
inn að setja á stofn félagslega þjón-
ustu fyrir þá sem eiga eignir á upp-
boði?
„Það er einn þátturinn í ráðgjaf-
arþjónustunni. Þessi aðstoð er þeg-
ar hafin og við vitum að á síðasta
ári greip ráðgjafarþjónustan inn í
mál fjölda fólks og stöðvaði uppboð.
Ráðgjafarþjónustan hefur þetta
hlutverk.
Það má vel vera að þetta dugi ekki
alltaf. En þegar svo er komið er það
mál viðkomandi bæjar- eða sveitarfé-
lags. I Keflavík var sett á stofn ráð-
gjafarþjónusta í fyrra í samvinnu við
okkur í félagsmálaráðuneytinu og
ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofn-
unar. Það hefur gengið mjög vel. Ef
ástandið er orðið mjög slæmt, sem
það er víða, þá er þetta rétta lausnin
fyrir það fólk sem hefur ekki neina
möguleika í gegnum aðra þjónustu
sem þó er hægt að veita.“
Að borga
með eignum
Ólafía Guðmundsdóttir á Selfossi
spurði hvort búast mætti við þvi að
félagsmúlarúðuneytið beitti sér fyrir
því að fólk, sem byggi úti á lands-
byggðinni, þyrfti ekki að gefa með
eignum sínum þegar það seldi þær.
„Því miður er lægra verð á fast-
eignum úti á landi en á höfuðborgar-
svæðinu og það er hluti af þeim
efnahagsráðstöfunum sem við erum
að gera að lagfæra þetta. Ég held að
ráðamenn geri sér grein fyrir þessu
og við verðum bara að vona að at-
vinnuástand í landinu verði þannig
að ekki verði tjón af þessu til lang-
frama, sérstaklega ekki á Selfossi
sem er í hjarta umferðarinnar og
framleiðslunnar.“
Nýhús
eða notuð
Viðar Friðgeirsson, Þorlákshöfn:
- Hefur komið til tals að kaupa
gömul hús, sem erfitt er að selja úti
á landi, í stað þess að byggja ný á
félagslegum grundvelli?
„Já, það hefur komið til tals og
meira að segja er í nýju lögunum,
sem tóku gildi árið 1984, kveðið á
um að byggingasjóður verkamanna
geti keypt notuð hús á stöðum þar
sem framboð er á slíkum húsum.
Byggingasjóður verkamanna hefur
fengið fyrirmæli um að beita þessu
úkvæði í meira mæli en nokkurn
tíma hefur verið gert áður. En það
er eitt sem hefur komið þarna á
móti, sem ekki er nógu gott, að aðilar
á viðkomandi stöðum, annaðhvort
stjórnir verkamannabústaða eða
sveitarstjórnir, vilja heldur fá að
byggjanýtt.
Þá kemur það til að nýtt fjármagn
kemur inn í byggðarlagið. Lánin
koma þar auðvitað við sögu. En þetta
er mál sem þarf að ná tökum á. Það
er ekkert vit í að reisa nýjar, dýrar
byggingar þegar vitað er að' aðrar
fullnsfegjandi eru fyrir á staðnum."
Strætómiðar
Þórarinn Björnsson í Reykjavík
spurði hvers unglingar á aldrinum
12-16 ára ættu að gjalda að borga
fullt fargjald með strætisvögnum.
„Þetta er að sjúlfsögðu ekki gott
ástand. En ég held að það hljóti að
vera hægt að ná samkomulagi um
þetta ef því verður hreyft í borgar-
stjórn. Mér finnst það sjálfum órétt-
læti að tekjulaus börn og unglingar
séu látin greiða fullt fargjald eins
og fullorðnir.11
Sameining
sveitarfélaga
hreppa-
flutningar?
Sigurður Jónsson, Akurey ri:
- I frumvarpi til sveitarstjórnar-
laga segir að ef íbúaíjöldi sveitarfé-
lags hafi verið lægri en 50 í þrjú úr
samfleytt skuli ráðuneytið eiga
frumkvæði að því að sameina það
nágrannasveitarfélagi. Einnig megi
skipta hinu fámenna sveitarfélagi
milli nágrannasveitarfélaga. Er hér
ekki um hreppaflutning að ræða?
„Nei. Ég held að það sé ekki hægt
að líta þannig á það. En hitt er annað
mál að sveitarstjórnarmenn sjálfir
hafa á undanförnum árum verið með
ýmsar bollaleggingar um það hvað
væri hæfileg stærð sveitarfélags og
auðvitað er 50 engin raunhæf tala i
þessu máli. En ég geri nú ráð fyrir
því að ég leggi aðalúhersluna á það,
ef þetta frumvarp verður að lögum,
að ræða við sveitarstjórnarmenn og
fólkið á þessum svæðum um það að
taka skynsamlega ákvörðun um að
gera stærri heildir, annaðhvort með
samruna eða með beinum samning-
um til samvinnu."
Sárt að skulda
Þröstur Erlendsson í Reykjavík
spurði hvort ekki væri tímabært að
lækka vexti vegna þess að á 14
mánuðum hafði húsnæðisstjórnar-
lánið hans farið úr 830 þúsundum í
1221 þúsund:
„Nú er það þannig varðandi lúnin
frá Húsnæðisstofnun að þar eru
vextir stórlega niðurgreiddir, eða 3
1/2 prósent og hjá Verkamannabú-
stöðum aðeins 1 prósent, þannig að
þetta eru lægstu vextir sem hægt er
að fá í þjóðfélaginu því að lífeyris-
sjóðavextirnir eru 5 prósent. Hins-
vegar er það alveg Ijóst að vextir af
lánum, sem fólk verður að taka
annars staðar, eru allt of háir, miklu
hærri en eðlilegt er. Þetta ástand,
sem við búum við, er ekki eðlilegt.
Fólk verður að gera sér grein fyrir
að það bitnar náttúrlega á þeim sem
skulda þegar full verðtrygging er í
gildi og verðbólga yfir 30 prósentum.
Slíkt gengur ekki til lengdar.“
Greiðslugeta
Kristín Jakobsdóttir í Reykjavík
spurði hvort ráðherrann teldi að
greiðslugetu fólks væri ofboðið með
þeim lánakjörum sem giltu í dag
varðandi húsakaup.
„Það fer eftir því hVernig á það er
litið. Ef við miðum aðeins við hús-
næðislánin, sem eru til 31 árs með
niðurgreiddum vöxtum, ættu meðal-
laun að geta staðið undir þeim í
meðalástandi. Ef menn verða hins
vegar að taka mikið af skammtíma-
lánum þá snýst dæmið við.“
Einingahús
Jón Vigfússon í Reykjavík spurði
hvers vegna hann ætti ekki rétt á
neyðarhjálp í ráðgjafarstofnuninni
vegna þess eins að hann ætti eftir
að fá greidd önnur lán vegna kaupa
á einingahúsi.
„Þetta er líklega rétt. Það var
skipuð sérstök nefnd á síðasta ári
þar sem í eiga sæti framleiðendur
einingahúsa og iðnaðarmenn og sú
nefnd'er að ganga frá nýjum reglum
varðandi einingahús. Það er gert ráð
fyrir að nefndin skili áliti sinu um
hvernig skuli haga þessu til fram-
búðar varðandi lánamálin núna
fyrstu vikuna í mars. Það er það eina
sem ég get sagt þér núna.“
Fundarsókn
Svala Haraldsdóttir í Reykjavík
spurði hvers vegna enginn af ráða-
mönnum þjóðarinnar hefði séð
ástæðu til að mæta á fundinn sem
haldinn var í Húskólabíói um síðustu
helgi.
„Eg svara bara fyrir mig. Ég kom
því ekki við að mæta, því miður, en
ég sendi fulltrúa minn á fundinn og
hann færði mér fréttir af öllu því sem
þar fór fram. Þannig að ég veit allt
um það.“
Brunavarnir:
Hve miklar
fórnir?
Helgi Magnússon Kópavogi:
- Hvað þarf að fórna mörgum í
eldsvoðum til þess að brunamál verði
tekin alvarlegum tökum hér á landi?
„Ég vil ekki k innast við það að
brunamál séu ekki tekin nógu alvar-
legum tökum. Hitt er annað mál
hvort þau tök eru nógu áhrifamikil.
Þessi mál eru mjög til athugunaf
hjá okkur. Það er verið að ger(a
ýmsar ráðstafanir til þess að herða
þar á og meðal annars að fjölga eftir-
litsmönnum. Núna er verið að aug-
lýsa eftir slíkum mönnum.
Það er heimild til að fjölga í eftirlit-
inu og við reynym að láta taka mark
á úttektum þeirra manna sem um
þetta eiga að sjú.“
- Er þá nóg að hafa fimm starfs-
menn á Brunamálastofnun?
t,Alls ekki. Það hefur verið beðið
um á fjárlögum undánfarin ár að fá
heimild til að fjölga starfsmönnum.
Það hefur ekki tekist fyrr en nu. Það
hefur verið bætt við tveim mönnum."
Vitum um
vandann
Guðlaug María Bjarnadóttir,
Reykjavík:
- Gera ráðamenn sér grein fyrir
vandanum sem ríkir á húsnæðis-
markaðnum?
„Já, við gerum okkur grein fyrir
því að það eru mjög miklir erfiðleik-
ar. Þess vegna erum við að reyna að
tvinna í þessu. Helsta leiðin til að
komast að þessum málum er í gegn-
um ráðgjafarþjónustuna.
Það er verið að flýta fyrir þessum
málum núna. Það er verið að bæta
við fólki hjá ráðgjafarþjónustunni
og svo er byggingaþjónustan komin
inn í þetta líka til liðs við okkur.
Það verður miklu meiri breidd í
þessu núna næstu daga.“
- Samt talar fólk um að það sé
hætt að herða sultarólarnar og farið
áð þrengja hengingarólina. Mér
finnst þá langt gengið.
„Já, það fer eftir því hvernig á það
erlitið."
Hafskip
Benedikt Guðbjartsson í Reykjavík
spurði hvort nokkur hefði talað við
ráðherrann í kvöld varðandi vanda
þeirra manna er unnið hafa hjá
Hafskipi, sérstaklega til sjós.
„Ekki hefur neinn rætt við mig í
kvöld varðandi þetta mál. Hins vegar
tók ég þetta upp í ríkisstjórninni
fyrir hálfum mánuði og þar var
samþykkt að ég skrifaði öllum skipa-
félögum og óskaði eftir því að þegar
þau gerðu samninga um erlend leigu-
skip þá létu þau íslenska sjómenn
og farmenn ganga fyrir. Ég fékk
jákvætt svar frú öllum skipafélögun-
um en það á náttúrlega eftir að fylgja
þessu eftir.“