Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 39 * Menning Menning Menning J5 DIDDULADDERI tí Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar i íþróttahúsi Gagnlræöaskólans á Selfossi 16.febrúar. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einsöngvarar með meiru: Þorhallur Sigurðsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. í fyrra tók íslenska hljómsveitin upp á því að halda sérstaka tón- leika með léttari blæ. Það var ein- mitt á öskudag og nú gerðist sagan aftur jjótt í svolítið öðru formi væri. I fyrra átti sveiflan að ráða, nú skyldu rifjuð upp árin sem Útvarpshljómsveitin, sællar minn- ingar, skemmti landsmönnum. Það er útbreiddur misskilningur að Útvarpshljómsveitin hafi verið fyrsta hljómsveit á íslandi. Fyrstu hljómsveitir á íslandi voru lúðra- sveitir og þær voru svo merkileg fyrirtæki að þar þekktist jafnvel að borga mönnum kaup fyrir að spila. Ekki megum við heldur gleyma því að salonorkester spil- uðu á betri vertshúsum höfuð- borgarinnar áður en útvarpið kom til sögunnar. Ekki er þetta sagt til Tónlist EYJOLFUR MELSTED að kasta rýrð á minningu Útvarps- hljómsveitarinnar, heldur aðeins til að minna á að þótt hún hafi verið mikilvægur hlekkur í keðju, sem nú er orðin alllöng og gild, var hún ekki upphaf alls. Sagan rakin Á tónleikum íslensku hljómsveit- arinnr var sagan rakin á einkar viðkunnanlegan og sannfærandi hátt með nokkrum tilbúnum, skop- legum innskotum. Svo vel vill til að enn má ná í nokkra af þeim sem voru með, þó upphafsmennirnir séu gengnir. Sagan hefur að nokkru leyti verið rakin í Útvarpstíðind- Laddi og Diddú ú æfingu. um, en fengur væri að ef einhver réðist í að skrá hana til hlítar meðan enn má fá ýmsar heimildir frá fyrstu hendi. Undirbúningur þessara tónleika væri þar öðrum þræði gott innlegg. Þarna komu staðgenglar sporgöngumannanna og brilleruðu á gömlum kunningj- um, en svo nefna menn stundum þau lög sem hvað vinsælust voru hjá Útvarpshljómsveitinni. Ástarv- als Lehárs, Cardas Montis, Int- ermezzo og hin og þessi einleiks- stykki þar sem blásaramir fengu að blakta. Þar gat meðal annars að hlýða á flautuvals, klarínettup- olka og glæsilega kornettsóló, að ógleymdum stykkjum sem alltaf ku hafa slegið í gegn eins og Ástrar- trega Elgars og Tritsch Tratsch polka Johanns Strauss. Vandað grín Með fyrri hluta tónleikanna lauk hinni eiginlegu sögu Útvarps- hljómsveitarinnar og við tók al- gjört glens og gaman. Að sönnu var fyrri hlutinn kryddaður gríni sem aukameðlimur hljómsveitarinnar, Þórður húsvörður Skjaldberg, sá að mestu leyti um. Upphófust nú ýmsar ágætar „músíkalskar paród- íur“. Útsetningar þeirra hafði Ólaf- ur G. Þórhallsson annast af stakri smekkvísi. Hann hélt meira að segja stílnum frá Útvarpshljóm- sveitinni og forðaðist að víkja af braut einfaldleikans og, því sem okkur mundi þykja i dag, barnaleg- um útsetningarmáta hennar. Þetta prýðis „músíksjó" var eitt alls- herjar „Diddúladderí". Þarna sýndi Diddú fjölhæfni sína ómælt. Hún hefur engu gleymt af því gamla þó hún hafi lært að syngja, heldur aðeins bætt það. Laddi er svo sem fjölhæfur líka, en án skrípalátanna kæmist hann ekki langt í músíkölskum paródíum. En það sem meginniáli skipti var að hér var vandað til músíkalsks gríns og i heiðri höfð sú gullvæga regla að hætta skuli leik þá hæst fram fer. EM ÞAÐ HAFÐISTI ANNARRITILRAUN Tónleikar Philips Jenkins í Norræna húsinu 14. febrúar. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach/ Busoni: Chaconne; Franz Liszt: Vier kleine Klavierstuecke, Mephistovals nr. 1; Hafliði Haligrimsson: Fjögur islensk þjóðlög; Robert Schumann: Sonata i g-moll op. 22. Það var í haust að tilefni gafst, heldur óvænt þó, að rita grein um tónleika sem ekki voru leiknir. Það var þegar um þverbak keyrði að Philip Jenkins ákvað að láta ekki bjóða sér ástand hljóðfæris Nor- ræna hússins. Eins og alkunna er voru vissar ráðstafanir gerðar, Tónlist EYJÓLFUR MELSTED fyrst kom lánshljóðfæri og fyrr en varði var búið að lappa upp á gamla Steinway útvarpsins og síðan hefur hann verið látinn duga sem slíkur, en yfirlýst að leitað sé leiða til að kaupa húsinu nýtt hljóðfæri. Ekki var það meiningin að hefja á ný ýfingar út af hljóðfæri Norræna hússins, en rétt þykir mér að minna á að eitt af aðaltónleikahúsum höfuðborgarinnar, þar sem sum árin eru teknar útvarpsupptökur í tugavís, þyrfti að geta boðið upp á eitt af bestu hljóðfærum borgarinn- ■ar. Loksgathann spilað En nú var Philip Jenkins sem sé mættur til leiks í annað sinn og loks varð af þessum tónleikum hans með sinni hörkuspennandi efnisskrá. Byrjunin var útsetning Busonis á Chaconnu Bachs dæmigerð viðleitni til að reyna að færa yfir á slaghörpuna nokkuð sem þar á tæpast heima og lætur mann tiltölulega lítt snortinn af öðru en andagift meistara Bachs, sem þrátt fyrir allt skín í gegn. Litlu Liszt-píanóstykkin gáfu Philip Jenkins tækifæri til að mála fallegar rólyndislegar stemmning- ar með djúpum undirtóni og það tækifæri nýtt hann bæði vel og smekklega. í Mephistovalsinn fannst mér hins vegar vanta brodd- inn þótt hann væri að mörgu leyti laglega spilaður. Magnaðar píanóstemmur Svo kom rúsínan í pylsuendan- um, fjögur þjóðlög Hafiiða Hall- grímssonar. Eg verð að játa að ég þekkti ekki í fyrsta lagið strax en það reyndist við eftirgrennslan vera Sofðu unga ástin mín og ættað úr safni Göggu Lund. Síðan komu: Austan kaldinn, Ljósið kemur langt og mjótt og Kindur jarma í kofunum. Eins og fyrr reyndist hér ekki vera um að ræða neinar þjóð- lagaútsetningar hjá Hafliða heldur inventionir yfir íslensk þjóðlög, magnaðar stemmningar. Það er hreint makalaust hversu þjóðlagið getur orðið Hafliða tilefni stórra yrkinga. Samt missir hann aldrei sjónar á kjarnanum, í þessu tilviki þjóðlaginu í öllum sínum einfald- leik. Ég má hundur heita ef þessar frábæru píanóstemmur eiga ekki eftir að slá í gegn. Óhagstæður samanburður Ekki er það oft að maður fái að heyra g-moll sónötu Schumanns með tveggja daga millibili, jafnvel ekki í stórborgum tónlistarlífsins. Ég verð að segja alveg eins og er Philip Jenkins - „áheyrilegur pian- isti“. að sá magnaði flutningur, sem ég hafði hlýtt á tveimur kvöldum áður, hamlaði því að ég fengi notið sem skyldi þeirra mörgu ágætu hluta sem Philip Jenkins gerði í sínum flutningi. Fyrri flutningur sat svo rækilega í mér að ómögu- legt var annað en að bera saman. Þetta var eins og að sitja með meðvitaða fordóma um hvernig leika bæri verkið og geta ómögu- lega af þeirri braut vikið. Samt breytti þessi óþægilega aðstaða engu um það að oft þykir mér Philip Jenkins hinn áheyrilegasti píanisti. EM Glösum lyft í tilefni af formlegri opnun Iðntæknistofnunar. Á myndinni má m.a. sjá Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, Ingjald Hannibalsson, for- stjóra Iðntæknistofnunar, Pál Flygenring, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- neytinu, og Þórð Gröndal, stjórnarmann í Iðntæknistofnun. Skálað fyrir Iðntæknistofnun „Margt fer öðruvísi en ætlað er. Ef þetta stólahringl hefði ekki orðið væri ég að taka við lyklunum úr höndum Ragnhildar Helgadótt- ur. Nú missi ég lyklavöldin í hend- urnar á Albert. En Albert er gamal- gróinn „bisnessmaður'* svo ég hef ekki áhyggjur af lyklunum hjá honum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott,“ sagði núverandi menntamálaráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, er hann afhenti núverandi iðnarðarráð- herra og fyrrverandi íjármálaráð- herra lyklana að nýbyggingu Iðn- tæknistofnunar þegar hún var formlega tekin í notkun fyrir skömmu. Síðan sagði Sverrir: „Menn á mínum aldri, miðaldra menn, muna tímana þegar tækin og tæknin voru ekki til. Nú er sífellt þessi barlómur um að þetta og hitt skorti. Það verður að láta af þessum bölmóðs- söng.“ Og Albert tók við: „Ég hefði heldur viljað fá lyklana úr hendi fallegrar konu, en þetta eru örlög okkar beggja. Og ég vil taka undir það með menntamálaráðherra að við miðaldra menn munum aðra tíð. Eftir að ég hætti að starfa sem sendisveinn fór ég að vinna hjá Eimskip og þá voru vinnutækin hestvagnar." Er gengið hafði verið frá lykla- málum Iðntæknistofnunar var far- ið með gesti í skoðunartúr um stofnunina. Blaðapiaður fann þar í einu herbergi Guðjón Sigurðsson, fyrrverandi formann Iðju, þar sem hann var að sýna tölvutæknina í stofnuninni. Albert bauð síðan öllum upp á kampavín og skáluðu menn hressir í bragði og léttir í lund fyrir Iðn- tæknistofnun og framtíð hennar. MARKMIÐ IÐNTÆKNI STOFNUNAR Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita iðnaðinum sem heild, einstökum greinum hans og iðn- fyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni og stjórnunar og stuðla að hagkvæmari nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. YFIRSTJÓRN Stjóm Iðntæknistofnunar er skipuð til tveggja ára í senn. Iðnað- arráðherra skipar formann, aðrir fulltrúar í stjórn eru tilnefndir af Alþýðusambandi íslands, Félagi íslenskra iðnrekenda, Landssam- bandi iðnaðarmanna og Landssam- bandi iðnverkafólks. Með daglega stjórnun fara: For- stjóri, framkvæmda- og verkefna- stjóri og deildarstjórar. -KB Menn drukku kampavínið óspart, enda nóg til. Hér tekur Albert hlýlega í hönd Unnar Steingrímsdóttur rannsóknarmanns. Guðjón Sigurðsson, fyrrum formaður Iðju, horfir skellihlæjandi á. Guðjón Sigurðsson, fyrrum formaður Iðju, glimir nú við tæknina hjá Iðn- tæknistofnun. Hér skýrir hann Erni Jónssyni, t.v., nýskipuðum framkvæmda- stjóra Iðntæknistofnunar, frá því hvernig tölvutæknin virkar og hikar hvergi. Á myndinni má einnig sjá Kristján J. Guðmundsson hjá Rannsóknastofnun atvinnuvpúanna. DV-myndir PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.