Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR21. FEBRÚAR1986 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar. JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKURHF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ánauðugurhópur Fyrirheit ráðamanna um húsnæðismál hafa síðustu ír að miklu verið sem marklaust bull. Ekki verður séð, tð stærstu loforðin hafí nokkru sinni verið hugsuð til nda. Formenn stjórnarflokkanna hétu miklum úr- ótum í septemberyfirlýsingu sinni 1984. Enn hefur það ekki komið til framkvæmda. Sama máli gegnir um fyrir- heitin á síðastliðnu ári. Stjórnarherrarnir hafa fyrir löngu gefið vilyrði um, að skammtímalánum húsbyggjenda verði breytt í löng lán og vísitölutrygging afnumin. Núverandi fjármála- ráðherra lofaði slíku snemma vetrar. Ekkert hefur orðið úr framkvæmd. Bankastjórar hafa maldað í móinn. Við það hefur setið. Nú eru úrbætur í húsnæðismálum ofar- lega á baugi í samningaviðræðunum. Margir óttast, að niðurstaðan þar verði einnig núll og fulltrúar launþega muni bregðast sínu fólki í því efni. Vonir hafa verið vaktar síðustu vikur, talað um mjög mikla aukningu lána til húsbygginga og íbúðarkaupa. Ekki er víst, að af slíku verði. Svo gæti farið, að þetta hafi verið falsvon- ir. Hrjáðir húsbyggjendur fjölmenntu á fund í Háskóla- bíói um síðustu helgi. Þúsundir eiga um sárt að binda. Margir verða undir. Aðrir reyna að þrauka í lengstu lög, verða ánauðugur hópur, sem vinnur myrkranna í milli og eltist við bankastjóra, þrælbundinn á klafa vandamálanna. Nú skal ekki fjölyrt um þá, sem reistu sér hurðarás um öxl og hefðu mátt vita betur. En það er aðeins lítið brot af þessum fjölda. Langflestir hafa ekki rasað um ráð fram, miðað við aðstæður og fyrirheit stjórnvalda hverju sinni. Það gildir ekki sízt um þáj sem stóðu í húsbyggingum, þegar laununum var haldið( nær óbreyttum,,meðan lánskjaravísitala og vextir ruku upp. Ráðherrar hafa lýst þessu sem mistökum og slysi, jajfnvel forsætisráðherra. Þetta fólk verður ekki sakað um að hafa ekki farið að meq fullu viti. Vandinn hefur verið sú stefna, sem ríkti. Stjórnvöld hafa margsinnis gqfið í skyn, að úr vanda þessa fólks verði greitt. Enginn efast um réttmæti krafna þess. Menn finna aðeins einhvdrjar smugur til að komast hjá að gera vel við þennan ánauð- uga hóp. Á meðan fara eignir hans undir hamarinn eða eru seldar við mikil vandræði. Það er hárrétt hjá húsnæðishópnum, að helzt þarf að leysa vanda þess fplks, sem byggt hefur síðustu ár, til dæmis frá 1980. Misjgengi vísitalna launa og lánskjara var mest 1982-84. Miklu skiptir, að lán húsnæðiskerfis- ins eru enn alltof lítill hluti kostnaðar við byggingar eða íbúðarkaup. Einnig það virðist vera viðurkennt á æðstu sföðum, ef maíka má fullyrðingar síðustu vikna. Vegna jiessa hefur fjoldinn hrakizt til að taka skamm- tímalán í bönkum, með háum vöxfcum. Þessum lánum þarf að breyta í lán til 10-15 ára, enda hefur fólkið byggt eða keypt mjög varanleg verðmæti, sem ekki á að þurfa að greiða á 2-3 árum. Taka verður sérstaklega undir þá kröfu húsnæðis- hópsins, að verði breytingar gerðar til bóta, þá verður að tryggja það, að þeir, sem festu kaup á húsnæði á undanförnum árum, geti gengið inn í hið nýja kerfi. Auðvitað verður að tryggja varanlegar úrbætur í hús- næðismálum, sem eru eitt versta vandamál allrar al- þýðu. En það verður enn fremur að sjá til þess að bjarga þeim þúsundum manna, sem eiga við nær óleysanlegan vanda að stríða vegna aðstæðna síðustu ára. Haukur Helgason. ,Menn eru farnir að halda að það sé eðlilegt að vinna tvöfaldan vinnudag til að draga fram lífið, 1. Pj §Bj i yjy WM , L ‘i-,- ■ si IÍÍ>iw Öll laun eru lág Fyrir nokkrum dögum sátu fjórir glæsilegir menn í sjónvarpssal og ræddu kjarasamningana. Formað- ur BSRB, forseti ASÍ, fjármálaráð- herra og framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins ræddu lífs- kjör landsmanna við Pál Magnús- son. Þessir fjórir menn hafa um þessar mundir afkomu íslenskra launþega í hendi sér, og þess vegna vakti það athygli að enginn þeirra nefndi launatölur, aðeins prósent- ur, loforð um stöðugt gengi, „fyrir- greiðslu" i húsnæðismálum, breyttar reglur um veikindaleyfi, sem raunar eru afturför frá þeim reglum sem gilt hafa, og svo fram- vegis. Annað var einnig sérkenni- legt: Svo var að heyra sem Vinnu- veitendasambandið og verkalýðs- samtökin væru sameiginlega að semja við Þorstein Pálsson en ekki samtök launþega við Vinnuveit- endasambandið. Ölmusumenn Mér vitanlega hefur Þorsteinn Pálsson engin umráð yfir öðrum sjóðum en ríkissjóði, þ.e.a.s. þeim sjóði sem við launþegar eigum sjálfir. Og það er ekki þangað sem við viljum sækja launahækkanir sem atvinnurekendur eiga að greiða. Við viljum sækja þær til þeirra sjálfra. Og við viljum tala við þessa menn í tölum. Við viljum útskýra fyrir þeim hvaða laun menn verða að hafa til að geta framfleytt sér og sínum í þessu landi, þar sem svo er nu komið að þúsundir launþega eru orðnir ölm- usumenn þó að þeir vinni daglangt. Hagstofa íslands hefur þegar upplýst landsmenn um fjárþörf vísitölufjölskyldunnar, fjögurra manna fjölskyldu. Sú upphæð er nú 70-80.000 kr. Ég hef leyft mér að benda á það á Alþingi að ekki einu sinni alþingismenn hafa þessi laun, fiskvinnslufólk ekki helming- inn af þessari upphæð þó að það vinni í bónus, Sóknarfólk varla þriðjung þessarar upphæðar. Og hver eru viðbrögðin? Afturhaldið þolir ekki tölur og kýs að snúa út úr með háði ög spotti um kvartanir alþingismannsins um eigin laun. Ofangreindir fjórir fulltrúar vinnu- Kjallarinn GUÐRÚN HELGADÓTTIR ALÞINGISMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS markaðarins eru ekki yfir sig hrifn- ir heldur þegar alþingismenn fara að vola um lág laun. Enginn þeirra fjögurra hefur heldur undir 120.000 kr. á mánuði og þeir kæra sig ekkert um að um það sé rætt opin- berlega. Tölum saman í prósentum, landsmenn góðir. Prósentuþvæla Eitt dæmi um prósentur: Reykja- víkurborg lofar nú að lækka dag- vistargjöld fyrir börn á dagheimil- um borgarinnar um 5% eftir að þau voru hækkuð um 20% um áramót. Einstætt foreldri greiðir nú 3300 kr. á mánuði, hjón 5000 kr. „Kjara- bótin“, sem borgin býður nú ein- stæða foreldrjnu, er kr. 165 á mánuði, hjónunum kr. 250! Það er ekki aldeilis ónýtt fyrir einstæða móður, sem hefur e.t.v. 20.000 kr. á mánuði, að fá þarna 165 kr. í vas- ann á mánuði hverjum. Og fái hún þess utan 3% launahækkun, sem eru 600 kr. á mánuði, verður hún kr. 765 ríkari. Sú getur slegið um sig. Svona er innihald prósentuþvæl- unnar sem launþegum er boðið upp á þegar verið er að semja um kaup og kjör. Um peninga má ekki tala. Við sem höfum fyrir heimili að sjá verðum hins vegar að eiga ein- hverja peninga til að brauðfæða börnin okkar og reka heimilin okkar. Ég geri ráð fyrir að matur- inn í mín börn sé á sama verði og maturinn á heimilum fiskvinnslu- fólksins og það vill svo til að ég veit hvað hann kostar. Þess vegna er það ekkert feimnismál fyrir mér að fjögurra manna heimili þarf a.m.k. 60.000 kr. á mánuði. Örfáir launþegar afla þeirra tekna með dagvinnu sinni og fæstir þó að tveir vinni fyrir heimili. Umræða um laun er þess vegna úr öllu sam- hengi við fjárþörf heimilanna og sú staðreynd er falin í þvælukennd- um ræðum um prósentur. Enda eru launþegar hættir að hlusta og sumir að hugsa. Menn eru farnir að halda að það sé eðlilegt að vinna tvöfaldan vinnudag til að draga fram lífið. Þeir eru farnir að sætta sig við að tvenn laun þurfi til að framfleyta einum einstaklingi. Það er löngu orðið fáránlegt og ósæmi- legt að aðilar vinnumarkaðarins sitji og rausi við fjármálaráðherra um leiðir til að komast hjá því að atvinnurekendur greiði launþegum laun sem þeir geta lifað af. Hverjir græða? Enda er engin ástæða til þess. Þjóðartekjur Islendinga hafa auk- ist um 9,6% frá árinu 1983. Aldrei hefur betur aflast en á árinu 1985 og markaðshorfur eru með bestá móti. Aldrei hafa landsmenn unnið meira og verður að leita til van- þróaðra þjóða til að íinna svo lang- an vinnudag sem hér á landi. Hvar er svo allt þetta fé sem aflað er? Það hefur verið flutt til 20% þjóð- arinnar sem hefur falið það okur- körlum og bröskurum til ávöxtun- ar. Það er hjá stórkaupmönnum sem græða á tá og fingri, ekki síst eftir að þjóðinni voru afhent greiðslukort til að viðhalda eyðsl- unni þegar launin höfðu rýrnað um 45%. Þetta fólk kemst hjá því að greiða gjöld sín til samfélagsins, en fær ókeypis menntun barna sinna, heilsugæsluþjónustu, vegi undir glæsibifreiðar sínar og brýr yfir laxárnar sínar hjá okkur hin- um. Þetta fé viljum við ná í aftur, og það er heilög skylda forustu- manna launþegasambandanna að einbeita sér að því. Vaxtastefnu Þorsteins Pálssonar ræðum við alþingismenn við hann á Alþingi og þar liggja nú fyrir tillögur okkar alþýðubandalagsmanna um lausn húsnæðisvandans. Stuðningur launþegasamtakanna við þær til- lögur er sjálfsagður, en launþegar eiga kröfu á að fá aftur það fé sem af þeim hefur verið tekið. Guðrún Helgadóttir a „Enginn þeirra fjögurra hefur heldur ^ undir 120.000 kr. á rqánuði og þeir kæra sig ekkert um að um það sé rætt opinberlega. Tölum saman í prósentum, landsmenn góðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.