Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Síða 7
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Segja Flug-
leiðamenn
ganga
á bak
orða sinna
Tveir ráðherrar, Matthías
Bjamason og Steingrímur Her-
mannsson. lýstu því opinberlega
yfir í fyrradag að forráðamenn
Flugleiða hefðu gengið á bak orða
sinna með því að selja 44 prósent
hlut sinn í Amarflugi ekki til
þeirra níu aðila sem boðist höfðu
til að leggja fram 60 milljónir
króna í nýtt hlutafé til að reisa
við félagið.
Matthías samgönguráðherra var
harðorður í garð Flugleiðamanna,
sagði framkomu þeirra ómerki-
lega. Hyggst hann taka orðum
þeirra framvegis með fyrirvara.
Flugleiðamenn segjast ekki líta
svo á að þeir hafi gengið á bak
orða sinna. Eðlilegt hafi verið að
taka hæsta tilboði. -KMU
Sauðárkrókur:
Skipakomum
fer fjöigandi
Frá Gunnari Guðjónssyni,
fréttaritara DV á Sauðárkróki:
Skipakomum til Sauðárkróks
hefur farið íjölgandi á síðustu
árum ef marka má 9amantekt sem
gerð hefur verið þar að lútandi.
Tekur hún til fjölda flutningaskipa
sem komið hafa til staðarins en
togarar em ekki taldir með.
A árinu 1984 vom skipakomur
samtals 135 en 151 árið 1985. Það
sem af er árinu 1986 em skipakom-
ur orðnar 60 talsins.
Tæki Nýs lífs til kvikmyndagerðar auglýst til sölu:
„Held engu eftir
nema stól og borði“
- segir Þráinn Bertelsson sem þó fékk 2 milljónir í styrk
„Ég held engu eftir nema stól og
skrifborði, allt annað verð ég að
selja,“ sagði Þráinn Bertelsson,
kvikmyndagerðarmaður hjá Nýju
lífi. Nýtt líf auglýsti í gær til sölu
öll tæki til kvikmyndagerðar sem
félagið á. Að sögn Þráins hefur fé-
lagið nú hætt kvikmyndaframleiðslu
fyrst um sinn.
Nýtt líf fékk á dögunum tveggja
milljóna króna styrk úr Kvikmynda-
sjóði til að undirbúa mynd sem á að
heita Góðir fslendingar. Einnig sótti
félagið um styrk til að framleiða
myndina en fékk ekki. Eftir þá nið-
urstöðu var ákveðið að selja eigur
félagsins.
„Vissulega þýða þetta þáttaskil hjá
Nýju lífi og skipbrot fyrir þá stefnu
sem ég hef reynt að fylgja,“ sagði
Þráinn. „Ég hef trúað á nauðsyn
þess að hér væri fyrirtæki með stöð-
uga framleiðslu. Nú erum við
komnir niður á það plan sem sjóður-
inn vill hafa okkur. Stefhan þar er
að kvikmyndagerðarmenn geri útrás
með nokkurra ára millibili og glutri
svo öllu sem upp hefur verið byggt
niður þess á milli. Mikill hluti af
vinnu okkar síðustu árin er farinn
fyrir lítið.“
Þráinn sagði að það væru fyrst og
fremst skuldir vegna myndarinnar
Skammdegis sem hvíldu svo þungt á
félaginu að óhjákvæmilegt væri að
selja eigur þess. Tækin verða til sölu
hér innanlands ef kaupandi fæst.
Þráinn sagðist vona að kaupandi
fyndist hér en að öðrum kosti verða
þau seld úr landi.
„Við sóttum ekki um tapstyrk
vegna Skammdegis enda bað enginn
okkur að gera myndina. En ef fram-
leiðsla fellur niður hjá fyrirtækinu
stöndum við ekki undir þeirri byrði,"
sagði Þráinn.
Þráinn á nú í samningaviðræðum
við þýska sjónvarpsstöð um töku
myndar. Sótt var um styrk til undir-
búnings því verkefni en hann fékkst
ekki. Því er óvíst hvort af því verður
„nema ég gerist launþegi erlendra
aðila eins og flestir hinir sem hafa
verið að gera hér myndir. Ég^lái
þeim ekki en vona að ég eigi eftir
að verða langlífari í kvikmyndagerð-
inni en skrifstofumennimir sem nú
ráða ferðinni," sagði Þráinn Bertels-
son. -GK
KVIKMYNDAFRAMLEIÐENDUR
ATHUGIÐ!!
Kvikmyndafélagið NYTT LÍF býður til sölu
eftirfarin tæki til kvikmyndageröar:
1 ttk Aaton Super 16 kvikmyndatokuvél með 3 magatínum og
1 stk C P -16 Sound Camera með súmlinsu 12-120
1 stk Ronlord þrllótur. 15 • 15
1 stk Stereó-Nagra hl|óðupptokulaeki með .trmecode sem nýtt.
ennfremur hljóðnemar ste(nuhl|óðnemar. radróhl|óðnemar
og tilhevrandi (ylgihlutu
1 stk Sunbury hl|óðy1irlærslutæki 16 mm og 35 mm
2 stk Super 16 mm klipprborð INTERCINE
1 stk pick -sync og vinduborö
4 stk l|ós 2 kw . blondar
8 stk l|ós. 800 w rauðhausar
Emmg kaplar standar og ýmsrr lylgihlutir Chevrolet Custom 4rg
74. með nýupptekmm vél og gvkassa F|allatrukkur með húsi lynr
7 manns 8uk ylirbyggingar úr áli
Oll þessi tæki ery r 1 flokks éstandi og tilbúm trl notkunar
„Endalaust uppeldi á byrjendum"
- segir Þorsteinn Jónsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna
„Það er endalaust verið að ala upp
nýja byrjendur í kvikmyndagerð-
inni. Fyrst svo stendur á að 22
milljónir eru enn i ríkissjóði af því
fjármagni sem Kvikmyndasjóður á
samkvæmt lögum að hafa til ráðstöf-
unar þá teldi ég eðlilegt að styrkja
færri myndir,“ sagði Þorsteinn Jóns-
son, formaður Félags kvikmynda-
gerðarmanna, um síðustu úthlutun
styrkja úr Kvikmyndasjóði.
Ákveðið var að styrkja sex leiknar
myndir og þórar heimildarmyndir.
Þorsteinn sagði að við þessar að-
stæður hefði verið eðlilegt að styrkja
ekki fleiri en tvær leiknar myndir
þannig að eitthvað munaði um
styrkinn. Einnig taldi Þorsteinn það
ranga stefnu að veita styrki til fólks
sem ekki hefði lært kvikmyndagerð.
„Þessi stefna sem nú er uppi leiðir
ekki til annars en að stöðugt er ver-
ið að ala upp nýja og nýja kynslóð
kvikmyndagerðarmanna sem svo
snúa sér að öðru eftir að hafa lent
í kröggum með fyrstu myndina. Fáir
þeirra sem mesta reynslu hafa af
kvikmyndagerð sækja um styrk
núna. Þannig leiða þessir lágu styrk-
ir til þess að samhengið í kvik-
myndagerðinni glatast,“ sagði
Þorsteinn.
>- Nú eru þeir sem mesta reynslu
hafa í kvikmyndagerð ýmist farnir
eða að fara til að vinna að verkefn-
um erlendis. Þýðir þetta endalok
kvikmyndagerðar hér á landi?
„Ég sé ekkert að því að menn leiti
eftir samvinnu við erlenda aðila eða
fái erlent fjármagn til að gera ís-
lenskar myndir. Við verðum aftur á
móti að vara okkur á að erlendir
aðilar gleypi kvikmyndagerð okkar.
íslenskar kvikmyndir verða að hafa
íslenskt sjónarhom,“ sagði Þor-
steinn Jónsson -GK
„Rútustríð" í upp-
siglingu í Eyjum
Framundan er mikil samkeppni um
ferðamenn í Vestmannaeyjum og
„rútustríð" tveggja aðila.
Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja hf.
hefúr sótt um sætaferðaleyfi. Samhliða
hefúr verið stofnað nýtt félag: Kynnis-
ferðir í Vestmannaeyjum sem þeir
Púlmi Lorenzson og Ásmundur Frið-
riksson eru skráðir eigendur að. Þeir
em stjómarmenn í Ferðaskrifstofú
Vestmannaeyja hf.
Það er greinilegt að ferðaskrifstofu-
menn ætla í samkeppni við Pál
Helgason sem hefúr rekið ferðaþjón-
ustu í Eyjum undanfarinn áratug.
Páll hefúr ekið þúsundum ferðamanna
þvers og kmss um Eyjar. Hann hefúr
komið sér upp góðum bílakosti, á bát
og rekur einnig gistiheimili.
Vildu 50% af tekjum
Forleikur „rútustríðsins" hófst með
því að Engilbert Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar,
hafði samband við Pál og fór fram á
að Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja
fengi 50% af öllum þeim tekjum sem
Páll hefði af skoðunarferðum um Eyj-
ar. Púll var ekki tilbúinn að verða við
þessari ósk. í framhaldi af því sendi
Ferðaskrifstofan Páli símskeyti þar
sem drög vom lögð að samskiptum.
„Jú, það er rétt að ég gaf engin svör
við drögunum um samskipti fyrir þann
tíma sem óskað var eftir svari. Ástæð-
an fyrir því var að á sama tíma stóðu
yfir þreifingar á milli mín og Ásmund-
ar Ériðrikssonar um kaup á öllum
mínum rekstri. Ásmundur sagði mér
að að baki sér stæðu Engilbert Gísla-
son, Páll Lorenzson og Ólafur Gránz,
þ.e.a.s. stjóm Ferðaskrifstofú Vest-
mannaeyja hf.
Eftir miklar þreifingar og umræður
gekk ekki saman þar sem hvorki
reyndust vera til peningar né trygging
sem hægt væri að benda á. Og maður-
inn fyrir sunnan, sem Ásmundur og
Engilbert sögðu mér frá, kom ekki
fram. í beinu framhaldi af skeytinu
sendi ég Ferðaskrifstofunni bréf sem
þetta kom m. a. fram í: „Vegna fyrr-
nefndra ástæðna var ekki ástæða fyrir
mig að svara erindi ykkar að svo
stöddu um samskiptasamninginn. Því
að ef af sölu hefði orðið var það ykkar
að semja við sjálfa ykkur.“
Páll sendi Ferðaskrifstofunni bréf
þar sem hann afþakkaði samstarf og
sagði: „ Ferðaskrifstofa Vestmanna-
eyja hf. vill hækka verð á allri
þjónustu til muna. Ég er ekki tilbúinn
að fallast á að hækka verð upp úr öllu
valdi. Mitt kjörorð er: Fleiri ferða-
menn til Eyja. Það er okkar styrkur
að bjóða hagstætt verð þannig að
fleira ferðafólk komi til Eyja.“
„Ég vil gjaman eiga samskipti við
Ferðaskrifstofú Vestmannaeyja hf. En
er ekki tilbúinn til að leggja alla starf-
semi mína niður. Ég er ekki ánægður
með að mér sé hótað. Ég er ekki í
neinu stríði en mun halda mínu striki.
Ég er með margar bókanir frá innlend-
um og erlendum ferðaskrifstofúm sem
ég mun veita sömu þjónustu nú og sl.
tíu ár. Ég stend við gerða samninga,"
sagði Páll Helgason. -SOS
Vorum að taka upp sendingu af hjöruliðum,
dragliðum, kúluliðum og öxulendum, m.a. í
AMC, BRONCO, GMC, DODGE 0G JEEP
VARAHLUTAVERSLUNIN
Eigum einnig:
tímahjól og keðjur, mæla, höggdeyfa,
bremsuklossa, kveikjuhluti, upphækk-
anir, dráttarbeisli, drullutjakka, öryggis-
belti, kúplingar, o.fl.
□ANA
Spicer'
RILMULI
Bf SÍÐUMÚLA3 ~ J
(1S3®37273
Sendum um allt land.
Wm
mm
Húsgagnasýning
um helgina
Laugardag kl. 9-17
Sunuudag kl. 14-17
Síðumúla
30
Sixni 686822
HUSGOGN