Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Síða 10
íó DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍI, 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Óvissa í sambúð stórveldanna eftir loftárásina á Líbýu Dimm ský óvissunnar grúfa nú yfir sambúð risaveldanna eftir loft- árás Bandaríkjamanna á Líbýu fyrr í vikunni. Þykir nú miklum vafa undirorpið hvort nokkuð verður af öðrum leiðtogafúndi þeirra Mikhails Gorbatsjov og Ronalds Reagan. Hörð viðbrögð Sovétstjómin tók tíðindin af loft- árásinni óstinnt upp, eins og árás- inni hefði verið beint gegn Sovétmönnum sjálfum, og lét marg- ur það koma flatt upp á sig hve hart hún brá við. - Til viðbótar því að lýsa yfir fordæmingu á árásinni, lét Kremlstjómin þegar aflýsa fyrir- huguðum fundi utanríkisráðherr- anna, Eduard Shevardnadze og George Shultz, en hann hafði verið ákveðinn í næsta mánuði. Utanrík- isráðherramir áttu að undirbúa viðræður Reagans og Gorbatsjovs, sem ætluðu að hittast síðar á þessu ári, eins og þeir höfðu látið í veðri vaka þegar þeir stóðu upp frá fúndi sínum í Genf síðast. Eftir þessa aflýsingu á utanríkis- ráðherrafundinum þykir flestum útilokað að leiðtogamir geti hist i júlí í sumar, eins og Bandaríkjamenn höfðu þó sótt svo fast. Naumast eru möguleikar á því að Reagan sé auð- ið að fara úr landi fyrr en í nóvember í fyrsta lagi vegna þingkosninganna sem verða í byijun þess mánaðar. Leiðtogafundurinn gæti orðið samt Þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar og beiskyrtar persónulegar árásir á Reagan forseta, hefur Kreml á hinn bóginn þó ekki lýst þvi gagngert yfir að ekki geti orðið af leiðtoga- fundinum, að mati fréttaskýrenda eða diplómata sem mest hafa gruflað í yfirlýsingum Rússanna. í yfirlýs- ingu Kremlstjómarinnar, sem lesin var upp í kvöldfréttum Moskvusjón- varpsins, var komist svo að orði að af utanríkisráðherrafundinum gæti ómögulega orðið eins og nú væri ástatt. Ur því mátti auðvitað lesa að af honum gæti orðið síðar. I heimsókn sænska forsætisráð- herrans, Ingvars Carlssonar, til Moskvu á þriðjudaginn ræddi Gor- batsjov við hann um lof'tárásina og beindi meðal annars talinu að Genf- arfundinum í nóvember sl., sem bræddi verstu klakaböndin er drepið höfðu sambúð risanna i dróma. Sam- kvæmt Tass-fréttastofúnni lögðu þeir báðir áherslu á að reynt skyldi að hindra að eyðilagt yrði hið já- kvæða i alþjóðasamskiptum sem unnist hafði með Genfarfúndinum. Annt um að missa ekki niður þráðinn Moskva hefúr litið á Genfarfund- inn sem skref fram á við og að reyna eigi að halda í þann árangur sem þar fékkst (t.d. eins og yfirlýsingar um að stefna að samdrætti í kjama- Gorbatsjov brá við fljótt og fordæmdi loftárásina, sem hann kallaði enn einn glæp Bandaríkjanna. Aflýsti hann þegar í stað utanríkisráðherrafúndinum sem fyrírhugaður var til undirbúnings öðrum leiðtogafundi hans og Reagans, eins og þeir höfðu gert ráð fyrir i viðræðum sínum í Genf í nóvember í vetur. vopnum). Vitna rússneskir frétta- skýrendur tíðum í Genfar-andann. Menn eru á því að Kreml vilji endi- lega að af leiðtogafundinum verði, en hann átti að halda í Bandaríkjun- um, en að Kremlverjar vilji að hann skili áþreifanlegum árangri, einkan- lega á sviði afvopnunarmála. Þykir ýmsum sem Rússamir hafi verið fyr- ir árásina búnir að gefa júlífúnd upp á bátinn, þar sem ólíklega væri ár- angurs að vænta af honum, svo mjög sem aðila greinir á ennþá. Þeir sem halda því fram að Wash- ingtonstjómin hafi gert Moskvu- stjóminni fyrirfram viðvart um loftárásina á Líbýu em auðvitað þeirrar skoðunar að vel geti orðið af leiðtogafúndinum, jafnvel á þessu ári. Viðbúið er samt að Sovétstjómin færi.sér í nyt þá óánægju sem loft- árásin hefúr vakið í Vestur-Evrópu og þá einnig á meðal náinna banda- manna Washingtonstjómarinnar innan NATO. Sú óánægja veitir Gorbatsjov tækifæri til að halda enn fastar fram röksemdum sínum um kjamorkuvopn. Rústir fjölbýlishúss í Trípólí eftir loftárás Bandarikjamanna. Það hefur mælst verst fyrir að sumar sprengjumar hæfðu íbúðahverfi og bitnuðu á saklausum og vopnlausum borgurum. Byssuglaðir danskir lögregluþjónar Gissur Pálsson, fréttaritari DV í Ála- borg: „Skotvopnum lögreglunnar líður ávallt best í hulstrum sínum,“ er haft eftir stjómanda danska lög- regluskólans. Þetta er hans slagorð þegar hann er við fyrirlestrahald hjá nýliðum skólans og er sérsvið hans vopna- burður og meðferð skotvopna. Hann segir það skyldu lögregluskólans að kenna nemendum sínum hversu langt sé á milli raunvemleikans og daglegra byssubardaga í lögreglu- þáttum sjónvarpsins. Notkunin eykst Tölur frá síðasta ári sýna að auk- inn fjöldi danskra lögreglumanna notar skammbyssur sínar í æ ríkari mæli en áður. Það sem af er þessu ári hefur í tveimur tilvikum komið upp sú staða að lögreglumenn hér í Danmörku hafa hafið skothríð á eftir mönnum og sært þá. Þann 29. janúar síðastliðinn skaut lögregluþjónn á tvo innbrotsþjófa á bíl og særði annan þeirra alvarlega í höfði. Og þann 4. mars síðastliðinn skaut lögregluþjónn líbanskan flóttamann til bana í flóttamannabúðum í Hill- eröd á Norður-Sjálandi. Báðir þessir lögreglumenn hafa nú verið leystir frá störfúm á meðan málsatvik em rannsökuð og þar til dómur fellur um sekt. Aukningin er rúmlega tvöföld ef litið er á tölur frá árinu 1971, það ár skaut lögreglan 105 sinnum á af- brotamenn, en á síðasta ári vom slík tilvik orðin 260. „Ekki til daglegra nota“ „Menn mega ekki bregða byssunni nema um brýna nauðsyn sé að ræða,“ er haft eftir stjómanda lög- regluskólans, „né heldur er byssan ætluð til daglegra nota.“ Nú standa yfir tilraunir með nýja gerð byssukúlna; þær em keilulag- aðar sem gerir það að verkum að kúlan hefúr ekki eins mikið afl er hún lendir í fómarlambi. Gera menn óvíga Markmiðið með þessum nýju kúl- um er að gera menn óvirka án þess að valda eins miklum skaða og byssukúlur gera venjulega er þær Þess ber að geta að í hvert skipti vopni er það talið með, óháð því hitta mannslíkama. sem lögreglumaður bregður skot- hvort hleypt er af eða ekki. rúmum tveim áratugum hefúr notkun skotvopna á meðal danskra lögreglumanna tvöfaldast. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.