Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Síða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ARVAKUR HF.-Askriftarverðá mánuði450kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblaö 50 kr.
Samkeppni er brýn
Ekkert er við það að athuga, að Flugleiðir hafa selt
hæstbjóðanda hlutabréf sín í Arnarflugi. Öllum sjálf-
stæðum einkafyrirtækjum ber að haga rekstri sínum
með sem mestum eigin fjárhagslegum árangri, þótt óskir
stjórnvalda kunni að hníga í aðra átt.
Um leið eru Flugleiðir raunar að lýsa yfir, að þær
séu sjálfstætt einkafyrirtæki, sem muni framvegis ekki
leita á náðir stjórnvalda með beiðnir um ýmsa fyrir-
greiðslu, svo sem ríkisábyrgð, afskrift lendingargjalda
og beina styrki. Er það afar ánægjuleg yfirlýsing.
Ekkert er heldur við að athuga óánægju samgöngu-
ráðherra með þessa niðurstöðu Flugleiða. Hann telur
sig réttilega þurfa að gæta hagsmuna flugfarþega, sem
eðli málsins vegna eiga að hagnast á, að samkeppni sé
milli tveggja flugfélaga í flugi til annarra landa.
Samgönguráðherra var réttilega ánægður með, að
hópur athafnamanna var reiðubúinn að spýta 60 milljón
króna nýju fé í Arnarflug, að vissum skilyrðum full-
nægðum. Hann sá þá fram á, að slík blóðgjöf væri líkleg
til að tryggja framhald á heilbrigðri samkeppni.
Nú er það mál úr sögunni, að sinni að minnsta kosti.
En kominn er til skjalanna nýr bjargvættur Arnar-
flugs. Samkeppnissinnar mæna nú á Helga Þór Jónsson,
eiganda heilsuhótels, sem er í smíðum í Hveragerði.
Nú kemur í hans hlut að útvega Arnarflugi nýtt fé.
Vafalaust er hinn nýi hlutafjáreigandi stöndugur
vel, þar sem hann hafði ekki mikið fyrir að reiða fyrir-
varalaust fram þrjár milljónir til handa Flugleiðum fyrir
hlutaféð í Arnarflugi. Það lofar góðu um, að hann geti
spýtt að minnsta kosti 60 milljónum í Arnarflug.
Þjóðina skiptir engu máli, hver eða hverjir koma
Arnarflugi til bjargar. Hver, sem það gerir, mun hafa
af því mikinn sóma. Útilokað er fyrir eyþjóð úti í miðju
Atlantshafí að hafa eingöngu eitt flugfélag í ferðum
milli landa, jafnvel þótt það sé hið bezta félag.
Engin gagnrýni á Flugleiðir eða óvild í þeirra garð
felst í að halda fram þeim sannindum, að neytendum
kemur samkeppni betur en einokun. Það er lögmál, sem
gildir á öllum sviðum og löng reynsla er af hvarvetna
í heiminum. Þetta má kalla hreint náttúrulögmál.
Að vísu getur samkeppni, en afar sjaldan, gengið út
í öfgar. Hún gerði það, þegar Flugleiðir og Arnarflug
bitust um flug í Alsír á dögunum, í stað þess að snúa
bökum saman í samkeppni við erlend flugfélög. Hvor-
ugt félagið hafði sóma af þeim bræðravígum.
Samkeppnisaðilar eiga að geta snúið bökum saman,
þegar það er báðum til heilla og þjóðfélaginu um leið.
Dagblöðin, sem eru í harðvítugri samkeppni, hafa samt
vit á margvíslegu samstarfi, einkum í tæknilegum efn-
um. Flugfélögin eiga að læra af mörgum slíkum aðilum.
Flugleiðir hafa nú réttilega selt hlut sinn í Arnar-
flugi, svo að greinileg skil eru nú komin milli þessara
tveggja ágætu samkeppnisfélaga. Nú reynir á Helga
Þór Jónsson að fullnægja skyldunni, sem hann hefur
tekizt á hendur, - að sjá um, að samkeppnin blífi.
Með sæmilegri bjartsýni má ætla, að neytendur muni
hér eftir sem hingað til njóta hagsbótanna af sam-
keppni í millilandaflugi. Raunar er einnig ástæða til
að vona, að unnt verði að auka þessa samkeppni á fleiri
flugleiðum en nú er. Þá fengi mál þetta farsælan endi.
Ríkisstjórnin mun nú, með samgönguráðherra í
broddi fylkingar, leggja áherzlu á að stuðla að þessu
mjög svo brýna hagsmunamáli þjóðarinnar.
Jónas Kristjánsson
Er ekki ótrúlegt að á því herrans
ári 1986 er enn verið að þjarka um
hvort leyfa eigi íslendingum að
drekka áfengan bjór eða ekki!
Nei, verra en það: deilan snýst um
hvort þjóðin fái leyfi til að ákveða
það sjálf hvort hún vill áfengan bjór
eða ekki... veikasta form áfengis.
Er stundum engu líkara en maður
sé staddur í því íslamska alþýðlýð-
veldi sem mjög setur nú svip á
heimsíréttimar... en ekki lýðfrjálsu
landi.
Vonandi átta alþingismenn sig á
því að bann við áfengum bjór er
aðför að mannréttindum sem hvergi
viðgengst lengur nema hér úti „á
hjara veraldar“.
Stjórnlyndi í framkvæmd
Það heíúr löngum verið skynsömu
fólki undrunarefhi hversu fámennur
hópur öfgasinna hefur átt greiðan
aðgang að Alþingi íslendinga í bjór-
málinu.
Virðist það helsta skýringin á því
hvers vegna þingmenn hafa í þessu
máli æ ofan í æ komist að annarri
niðurstöðu en allur þorri fólks í
þessu umdeilda máli.
Hefur fátt verið frjálslyndu fólki
þarfari áminning um það kverkatak
sem forsjárhyggjan hefúr enn i
stjómmálalífi Islendinga þegar á
hólminn er komið.
Sem betur fer verður maður æ oft-
ar var við að fijálslynt fólk er að fá
sig fúllsatt af að láta fámennar of-
stækisklíkur stjóma lífi sínu.
Fyrir bragðið em þau fámennu
samtök nokkurra geðlækna, stúku-
karla og klerka, sem ráðið hafa
ferðinni i áfengismálum, nú smám
saman að missa tökin.
Það er góðs viti að meirihluti alls-
herjamefúdar hefur samþykkt að
leyfa þjóðinni að skera úr um mál
sem Alþingi treystist ekki til að taka
afstöðu til.
Enn er þó langt í land. Þegar þetta
er ritað (þegar fáeinir dagar em í
þinglok) á bjórmálið enn eftir að
fara í gegnum báðar deildir þingsins.
Ár heilbrigði
Um allan heim hafa menn þungar
og vaxandi áhyggjur af neyslu
sterkra eiturlyfja, ekki síst sterkra
vína, en einnig enn hættulegri vímu-
gjafa.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
FRJÁLSLYNDI
í FRAMKVÆMD
versta úr neysluvenjum eldri kyn-
slóðarinnar.
Meginorsökin liggur hjá Afengis-
vamaráði sem með fúski sínu (lesið
pistlana þessa dagana!) reyndist
dyggasti varðhundur svartadauðans
þegar á reyndi.
Breyttir tímar
En bjórlíkið gerði sitt gagn! Það
afsannaði þá kenningu Afengis-
vamaráðs að nýjar áfengisgerðir
bætist aðeins við heildameysluna.
Þar með var hmninn botninn úr
öllu þeim tugum (ef ekki hundmð-
um) greinargerða sem þetta einstaka
ráð hefúr sent fjölmiðlum undan-
farin ár.
Áfengisvamaráð bendir nú á Tóm-
as Helgason yfirlækni sem sinn
helsta heimildarmann. Hefúr hann
nú ritað sína vamarræðu í miðopnu
Moggans.
Og viti menn, Tómas er enn að
þráast við að halda því fram að bjór-
inn mundi aðeins auka heildameysl-
a „Það er góðs viti að meirihluti alls-
™ herjamefndar hefur samþykkt að leyfa
þjóðinni að skera úr um mál sem Alþingi
treystist ekki til að taka afstöðu til.“
Viðbrögðin em alls staðar þau
sömu: Ungt fólk hafnar sterkum eit-
urlyfjum og neytir þess í stað
svaladrykkja og veikustu gerða
áfengis.
Hér er það hins vegar látið við-
gangast að helsti andstæðingur
þessarar heilbrigðisbyltingar er ráð
sem kennt er við „áfengisvamir".
Með opnum bjórkránna fengu Is-
lendingar kærkomið tækifæri til
þess að gerast aðilar að þessari al-
þjóðlegu hollustubyltingu með
skjótum hætti.
En allt kom fyrir ekki: Vegna
skammsýni Áfengisvamaráðs tókst
að kyrkja þessa byltingu í fæðingu
með einni opinberri reglugerð.
Afleiðingin er sú að „pöbbamir"
em óðum að verða að búlum þar sem
ungt fólk lærir að tileinka sér það
una. Þar með er fokið í síðasta skjól
bannistanna.
Lokaorð
Bjórinn kemur auðvitað fyrr eða
síðar. Mun undirritaður fylgjast ná-
ið með framvindu mála þegar úrslit-
in verða kunn frá Alþingi Islendinga.
Hitt skyldum við öll hafa í huga
að vera kann að gera þurfi þær
breytingar á Alþingi í næstu kosn-
ingum sem tryggja frjálslyndum
öflum sterkari ítök en nú er.
En dæmum ekki of fljótt. Ljóst er
að Björn Dagbjartsson og Stefán
Benediktsson og fjölmargir aðrir
frjálslyndir þingmenn munu gera sitt
besta.
Hvort þeim tekst að losa þingið
úr þeirri spennitreyju, sem ofetækis-
öflin em búin að hneppa það í,
kemur í ljós... strax í næstu viku.
Jón Óttar Ragnarsson