Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Síða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986.
Spurningin
Tekur þú lýsi?
Kolfinna Knútsdóttir farðari: Nei,
alls ekki, ég gerði það í gamla daga,
en það er vont, agalega vont.
Bárður Bárðarson, starfsmaður
Reykjavíkurborgar: Já, ég tek það
reglulega og hef gert það í lengri
tíma. Mér fínnst það gott.
Þór Sæbjörnsson nemi: Nei, ég hef
ekki gert það nýlega. Mér fannst það
vont en finnst það ekki lengur.
Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifstofu-
stúlka: Já, eða það er að segja
lýsispillur. Lýsi finnst mér sko ekki
gott.
Einar Magnússon kennari: Nei. Ég
gerði það fram eftir aldri, en það er
komið upp í vana að drekka það ekki.
Anna Ingólfsdóttir tónlistarmaður:
Já, ég tek lýsispillur, en lýsi er
hræðilegt, ég gæti eins reynt að taka
olíu.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Jón og séra Jón okrari
Kona í austurbænum skrifar:
Mikið er rætt um vaxtaokur og
fjársvik í okkar landi og er þar víst
ekki ofsögum sagt, en af hveijju
þetta óréttlæti í sambandi við þessa
glæpastarfsemi, t.d. nafnleyndina?
Má fólk ekki vara sig á hættunum
þar sem okkur er sagt í fjölmiðlurn
14. þ.m. að þetta séu mikils metnir
menn í háum stöðum, jafnvel opin-
berir starfsmenn? Það eru ættingj-
amir og stóri vinahópurinn sem alls
ekki má særa með því að nafngreina
glæpamennina. En öðrum hópi fólks
er ekki hlíft við nafhgreiningu: for-
eldrum, systkinum, vinum sem sjá
dag eftir dag staglast á því að krakk-
amir þeirra lendi í klandri, brjótist
inn og steli lítilræði. Þeir hafa líka
tilfinningar og svona er ekki meiri
glæpur en stór fjárdráttur gegnum
lánastarfsemi. Þangað leitar fólk út
af neyð í sökkvandi skuldum, er að
reyna að klóra sig út úr vandræðum,
missir sitt í verðbólgunni og á ekk-
ert eftir nema skrokkinn á sjálfu
sér, sært á sál og líkama.
Hugsið ykkur þetta þjóðfélag okk-
ar, rotnunin grefur enn betur um
sig, okraramir hafa úr nógu að moða
og halda áfram að reyna að ná síð-
ustu krónu smælingjanna. En passið
ykkur á nafiileyndinni, það er ekki
sama að heita Jón og séra Jón.
Bréfritari ræðir um okurlánara og
m.a. hvemig þeir hagnast á vanda
annarra, svo sem húsbyggjenda.
Brjálaðir Grænlendingar
„Þess vegna gerum við það að kröfu okkar að Grænlendingunum verði ekki
leyft að vera hér í landi þegar dansleikir eru. Eða þá að fjölgað verði verulega
í lögregluliðinu á meðan á veru þeirra stendur.“
Arnar Þ. Stefánsson, Oddur Ámason,
Pálmar S. Gunnarsson og Guðmundur
Fylkisson lögreglumenn skrifa:
Laugardaginn 15.03 klukkan 03.30
var hringt firá Uppsölum og tilkynnt
um að mikil slagsmál væm við pylsu-
vagninn við Austurveg. Ofanritaðir
fóm á staðinn og vom þá fjórir til fimm
hópar í slagsmálum, vom það Græn-
lendingar annars vegar og íslendingar
hins vegar. Var mannskapurinn mjög
æstur og áttum við í erfiðleikum með
að hemja hópinn. Ef við tókum ein-
hvem Grænlendinginn til hliðar og
ætluðum að reyna að ræða við hann
og jafnvel að reyna að koma honum
til skips þá urðu hinir Grænlending-
amir brjálaðir og ef við hefðum ekki
sleppt viðkomandi þá hefðum við lík-
lega fengið heila áhöfn í átök við
okkur. Þama vom einir 6-8 menn úr
hvorum hópi orðnir blóðugir og sumir
ansi illa famir.
Fjórir menn geta ákaflega lítið gert
í svona málum og virðist okkur sem
Grænlendingamir séu famir að átta
sig á því að þeir geta vaðið uppi hér
með alls konar skrílslátum því að við
getum ekki og reynum ekki að taka
þá föstum tökum, eins fámennir og við
erum.
Þess vegna gerum við það að kröfu
okkar að Grænlendingunum verði
ekki leyft að vera hér í landi þegar
dansleikir em. Eða þá að fjölgað verði
vemlega í lögregluliðinu á meðan á
vem þeirra stendur. Islendingamir sjá
það að Grænlendingamir fá næstum
því að vaða hér uppi með alls konar
látum án þess að við gerum neitt í
málinu og gerir það okkar vinnu mjög
erfiða.
Flóttamenn
Jónina Sveinsdóttir skrifar:
Eins og kunnugt er náðu nasistar
einhverjum áhrifum hér á landi á
fjórða áratugnum. Ekki urðu áhrif
þeirra mikil þótt ýmsir dugmiklir ein-
staklingar væm í þeim hópi. Enda
munu flestir þessara manna fljótt hafa
séð að þama vom þeir á rangri leið.
Hafa og margir þeirra viðurkennt sína
villu og afneitað Hitler & co.
Öðm máli gegnir um kommana.
Þrátt fyrir margsannaða glæpi Stalíns
& Samlede Venner hafa fæstir þeirra
játað villu síns vegar. (Aftur á móti
urðu margir kommanna að játa á sig
villur, innan flokks, á meðan flokks-
aginn var þar harðastur, eins og þegar
einn flokksfélaginn játaði villur „fé-
laga Steinþóm" - en það var raunar
eiginkona hans). En aðra leið hafa
kommar reynt mjög ákaft. Hún er sú
að reyna að flýja upprunann og fortíð-
ina. T.a.m. láta mjög margir komma-
leiðtoganna í það skína - og segja
jafhvel berum orðum - að þeir hafi
alist upp á hógvæmm íhalds-, jafnað-
ar- og framsóknarheimilum, en síðar
hafi þeir bara hrifist af vinstri kenn-
ingunni og því lent hjá Alþýðubanda-
laginu? Oft koma þessar söguskýring-
ar bamalega og broslega út, eins og
t.d. hjá ritstj. Þjóðviljans og formanni
Alþýðubandalagsins (sem kjörinn var
„leiðinlegast þingmaðurinn" af starfs-
hópi á Alþingi). Þessir menn láta
óspart í það skína að þeir séu nú eigin-
lega að hugsun og lífsskoðun eins og
danskir og sænskir kratar, ellegar
svipaðir jafhaðarmönnum sunnar í
Evrópu, t.d. í Frakklandi eða Grikkl-
andi, sbr. hinar kostulegu skeytasend-
ingar Svavars Gestssonar tif
Mitterrands og Papandreou.
Allar líta þessar flóttatilraunir
næsta kynlega og kjánalega út, ekki
síst hjá þeim mönnum sem kunnir em
alþjóð af málflutningi um innanlands-
mál, sem oft einkennist af glórulausu
ofetæki.
„T.a.m. láta mjög margir kommaleiðtoganna í það skína - og segja jafnvel ber-
um orðum - að þeir hafi alist upp á hógvæmm íhalds-, jafnaðar- og framsóknar-
heimilum, en síðar hafi þeir bara hrifist af vinstri kenningunni og því lent hjá
Alþýðubandalaginu?“