Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 19
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. 31 ir__________________Iþróttir_______________íþróttir íþróttir íþróttir Pétur skoraði 10 stig - í nótt þegar L. A. Lakers rótburstaði San Antonio, 135-88, í fýrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í NBA-deildinni. Pétur skoraði 10 stig og var fýrsti varamaður „Það kom mér rosalega mikið á óvart að fá að fara inn á strax í fyrsta fjórðungi leiksins. Ég var sjötti mað- ur inn á, fyrsti varamaður, og ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að leika með liðinu í þess- um leik,“ sagði körfuknattleiksmað- urinn Pétur Guðmundsson í samtali við DV í morgun en í nótt lék Los Angeles Lakers gegn San Antonio Spurs í úrslitakeppninni í NBA. Þetta var fyrsti leikur liðanna og Pétur og félagar i Lakers gengu bókstaflega yfir andstæðinga sína og sigruðu 135-88. Pétur lék með í 17 mínútur og skoraði 10 stig og hirti 3 fráköst. „Ég og Jabbar lentum í villuvand- ræðum og áður en yfir lauk fékk ég mína sjöttu villu og varð að fara af rhjá lunds ersíNBA-deildinni vegis náði hann að stela knettinum af andstæðingnum en hann tapaði honum ellefu sinnum. Fjórum sinn- um blokkeraði hann skot að körfu Lakers og mest skoraði hann 15 stig i einum og sama leiknum gegn Dallas Mavericks. Þetta er frábær útkoma þegar tillit er tekið til þess að Pétur kom mjög snögglega inn í þetta frábæra lið og það eru ekki allir körfuknattleiksmenn sem falla samstundis jafnvel inn í leik liðsins og Pétur hefur gert. -SK I I I I I I I I I I I I I I I I I stig íslands í gærkvöldi. Til varnar hjá egasti íþróttamaður sem hingað hefur leikvelli. Dómararnir tóku mig alveg fyrir í leiknum og ég er sannfærður um að ef ég hefði ekki fengið þessar villur á mig hefði ég gert enn betri hluti. „Þetta var annars frábær leikur hjá okkur og sérstaklega í vörninni. Við tókum 47 fráköst í leiknum en þeir aðeins 18 sem er met í NBA deildinni. Þá hittum við einnig mjög vel og liðið í heild var með 66,3% nýtingu sem er met í úrslitakeppn- inni í NBA-deildinni. Við tókum miðherja þeirra, Artis Gilmore, al- gerlega úr umferð allan leikinn. Hann skoraði aðeins 12 stig og hirti eitt frákast í öllum leiknum. Við höfum æft mjög stíft í þessari viku og árangurinn kom vel i ljós i kvöld. Ég er mjög ánægður með minn hlut í þessum leik og eftir leikinn var þjálfari okkar, Pat Raley, í sjöunda himni. Nú er bara að halda þessu áfram. Við eigum að leika aftur við San Antonio á laugardag og þeir verða örugglega alveg brjálaðir þá. Við stefnum á titilvörn og ekkert annað,“ sagði Pétur Guðmundsson í morgun. • Lakers og San Antonio leika í mesta lagi fimm leiki í fyrstu lotu úrslitakeppninnar en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki heldur áfram. Allir veðja á Lakers í viðureign þessara liða og vonandi á framhaldið eftir að vera í samræmi við upphafið hjá Pétri og félögum. • Aðalkeppinautar Lakers um heimsmeistaratitilinn, Boston Celtics, léku í nótt við Chicago Bulls í Boston ogsigraði Boston, 123-104. -SK. STAÐAN Staðan á Evrópumótinu í körfu er nú þannig: Island ....3 2 1 225-224 5 Noregur ....2 2 0 192-160 4 Skotland ....3 1 2 221-226 4 Portúgal.;.... „..2 1 1 146-144 3 Irland 2 0 2 149-179 2 • Hin glæsilega íþróttahöll Forum í Los Angeles, heimavöllur Los Angeles Lakers. Höllin rúmar 18 þúsund áhorfendur í sæti. Hörmuleg hittni -fyrst ogfremstástæðanfyrirtapi íslandsgegn Portúgal, 77-81. Norskur dómari sjötti liðsmaður Portúgala „Það þýðir ekki fyrir okkur að gráta Björn bónda. Nú verðum við að safna liði fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. Þann leik verðum við að vinna,“ sagði Einar Bollason, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknatt- leik, sem í gærkvöldi tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í körfu í Laugardalshöll. Portúgalir skoruðu 81 stig en íslendingar 77. Staðan í leikhléi var 32rf4 Portúgal í vil. Fyrri hálfleikurinn er eitthvað það allra lélegasta sem íslenskt landslið hefur sýnt í áraraðir. Engin hittni og Portúgalir gengu á lagið og náðu mest 22 stiga forskoti. í síðari hálf- leik náðu Islendingar að sýna ögn skárri leik og vinna síðari hálfleik- inn 45-37. Það var fyrst og fremst hittnin sem gerði gæfumuninn í leiknum. Islenska liðið tók 52 skot og hitti aðeins úr 17 þeirra. Nýtingin aðeins 32,7% og landsleikir vinnast ekki með slíkri frammistöðu. Þeir Valur Ingimundarson, Guðni Guðnason og Torfi Magnússon brugðust alveg í leiknum. Valur skoraði 6 stig úr vítum og Torfi 2 stig úr vítum. Guðni Guðnason skor- aði einnig 2 stig úr vítum. Þeir Valur og Torfi reyndu 7 skot í leiknum og hittu úr engu. Guðni reyndi 6 skot og hitti úr engu. Eina ljósa glætan í leik íslenska liðsins var stórleikur Pálmars í síðari hálfleik. Hann skor- aði alls 31 stig og þar af úr 5 þriggja stiga skotum og var með 55,6 % nýt- ingu sem er gott. Dómarahneyksli Norskur og sænskur dómari dæmdu leikinn og var sá norski hreint hlægilega lélegur. Hann reyndi allt sem hann gat til að kné- setja íslenska liðið og tókst það. Gott dæmi um frammistöðu hans er að eftir leikinn kom sænski dómar- inn að máli við Einar Bollason þjálfara og baðst afsökunar á frammistöðu félaga síns. Hann sagð- ist hafa gert sitt besta. Undarlegt hvernig sá norski hefur fengið al- þjóðlegt dómaraskírteini og róleg- ustu menn sögðust aldrei hafa séð slíka dómgæslu. Villidýrslega fram- komu Portúgala í leiknum lét hann óáreitta og í raun urðu Portúgalir sér til háborinnar skammar 'í Höll- inni í gærkvöldi. Einn þeirra (leik- maður númer 6) fékk áminningu eftir leikinn frá eftirlitsmanni Fiba á leiknum. Honum ofbauð framkoma hans sem fleirum. • Á morgun klukkan hálffjögur leika Islendingar gegn Norðmönnum 'sem í gærkvöldi rétt mörðu þriggja stiga sigur á Skotum sem við unnum með fjögurra stiga mun. íslenska lið- ið getur hæglega unnið það norska og sigrað þar með í riðlinum. -SK i Bestir í vftum ■ | írinn, Tom 0. Sullivan er enn I Imeð bestu vítanýtingu leik- I manna á EM í körfu. Hann hefur ■ Ihitt úr öllum 11 skotum sínum til I þessa. Röð efstu manna er þessi: | I Tom O. Sullivan, írl. I .................11/11 = 100,0% I Gracme Hill,Skotl. ..17/16=94,1% ! I Haakon Aust, Nor. ...14/13 = 92,9% | I* Valurlngimundars. .18/16=88,9% ■ Way Ralton, Skotl. ...17/14 = 82,4% | SteveHoffman,Skotl.ll/9=81,8% ■ IPálmarSigurðs,.....27/22=81,5% I Pat Boylan, írl...18/14=77,8% 1 IKarl Butler, írl.17/12 = 70,6% I Símon Ólafsson .......T.10/7=70,0% ! I Gcrry Corcoran, Írl. „11/7 = 63,6% | I ml I J Stigahæstu leikmenn Pálmar Sigurðsson er stiga- | hæstur á EM í körfu en næstu ■ menn fylgja fast á eftir: I* Pálmar Sigurðsson......70 stig Haakon Aust, Nor.........69 - ■ Way Ralton, Skotl..........58- I Valur Ingimundarson.......45 - ISteve Hoffman, Skotl.......41 - KarlButler, írl...........36- Tom 0. Sullivan, írl.....35 - I Eugenio Silva, Port........30- z JoaoSeica,Port.............30- I Eivind Gronli, Nor.........30- _ Guðni Guðnason.............30- -SK -SK méstfraköst | Negrinn Way Ralton i skoska Iliðinu hefur náð flestum fráköst- um en efstu menn eru: | Way Ralton,Skotl.......28frk. I ISímon Ólafsson...........23 - I Joao Seica, Port.......21 - • IR. Archibald. Skotl.......21 - I Haakon Austeifli Nor.....20 I GeorgPosti,Nor............19-1 * TorgeirBryn,Nor...........18-» | Torfi Magnússon..........18— | I DerekFrame,Skotl..........15-i IAniceto Carmo, Port.......13 -1 GuðniGuðnason...........13- ■ IGraeme Hill, Skotl.........12-1 Jorge Barbosa, Port.r...ll- _ I David Conquer, Skotl....11 — | * IainMcLean,Skotl..........10-« I -sk| L j •Torfi Magnússon fyrir landsliðs- ins í körfu. Leikur hann sinn siðasta landsleik á morgun? leikur Torfa - ef ísland tapar fyrir Nor- egiámorgun a EM íkörfu „Það er alveg 100 % öruggt að ef við töpum á morgun gegn Noregi og komumst ekki áfram í Evrópukeppn- inni þá leik ég minn síðasta landsleik á morgun gegn Norðmönnum,“ sagði Torfi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik, í sam- tali við DV. Torfi hefur leikið 111 landsleiki fyrir ísland og jafnan verið ein styrk- asta stoðin í íslenska landsliðinu. Það er því tvöföld ástæða til að vona að íslenska liðið nái að vinna Norð- menn á morgun en leikur liðanna hefst klukkan hálfíjögur í Laugar- dalshöllinni. Á undan leik íslands og Noregs leika írland og Portúgal og hefst sá leikur klukkan tvö. -SK Honvedmeistari Honved, Búdapest, varð i gær ung- verskur meistari í knattspyrnu þriðja árið i röð. Gerði þá jafntefli, 2-2, við Csepel og hefur fimm stiga forustu. Aðeins tvær umferðir eftir. Um langt árabil um og oftir 1950 var Honved besta félagslið heims með snillingana Puskas og Bozsik fremsta í flokki ásamt mörgum öðrum landsliðs- mönnum Ungverjalands. hsím • Hilmar Björnsson. Hilmar þjálfari Ármanns Hilmar Björnsson, þjálfai-inn kunni í handknattleiknum, verður þjálfari 1. deildar liðs Ármanns næsta leik- tímabil. Byrjar þar í sumar og hann verður jafnframt þjálfari islenska kvennalandsliðsins eins og sl. vetur. Hilmar er einn kunnasti handknatt- leiksþjálfari ísland, oft verið lands- liðsþjálfari karlalandsliðsins og einnig þjálfað 1. deildar lið Vals og KR. Ármenningar unnu sér sæti í 1. deild í vor og komust i undanúrslit i bikarkeppninni undir stjórn Péturs Bjarnarsonar, þess'snjalla þjálfara. SÁ/hsím. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.