Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 27
39 DV. FÖSTUDAGÚR 18. APRÍL 1986. II íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt: í Tvísýn og jöfn keppni Aldrei hefur baráttan um fslands- meistaratitlana í vaxtarrækt verið eins jöfn og tvísýn og á íslandsmeist- aramótinu sem haldið var sl. sunnu- dagskvöld í Broadway. Þar kepptu vaxtarræktarmenn og -konur, 31 tals- ins, um fslandsmeistaratitla í átta flokkum en auk þess voru valdir þrír íslandsmeistarar íslandsmeistara, í karlaflokki, kvennaflokki og ungl- ingaflokki. fslenskt vaxtarræktarfólk er í mikilli framfór og hafa heildar- gæði kjöts, sem sýnt hefur verið á slíku móti hér á landi, aldrei verið betri. Það er þvi ljóst að dómurum keppn- innar hefur verið mikill vandi á höndum við val meistaranna, enda hefur það komið fram að ekki eru all- ir sammála niðurstöðum þeirra í nokkrum flokkum. Mestar hafa deil- umar um íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki verið. Einnig eru ýmsir ósáttir við niðurstöðurnar í flokki kvenna yfir 52 kg og í 80 kg flokki karla. Varla er hægt að búast við að allir séu alltaf sammála niðurstöðum í keppni sem þessari þar sem niður- stöðumar ákvarðast af mati dómara en ekki óvefengjanlegum mælingum. ; Keppendur og áhorfendur verða að treysta því að til dómarastarfa sé valið hæfasta fólk sem völ er á og það sinni i störfum sínum af kostgæfni og láti i ekki stjómast af h'tilmótlegum hrepp- j aríg. Jóhann A. Kristjánsson. i í kvennaflokki var Marta Unnarsdóttir valin íslandsmeistari íslandsmeista- ranna. Marta hafði til að bera mikinn vöðvamassa enda hefur hún unnið sér það til frægðar áður að lyfta meiri þyngdum í kraftlyftingum en nokkur önnur íslensk kona. Sigurður Gestsson frá Akureyri hreppti titilinn fslandsmeistari íslandsmeista- ramia í karlaflokki eftir harða og tvísýna keppni við Jón Pál Sigmarsson. Sigurður vann þennan titil sl. ár en þá keppti hann í 80 kg flokki en í ár var hann búinn að bæta vöðvamassa sinn svo mikið að hann færðist upp i 90 kg flokk. í þeim flokki keppti Sigurður við tvo Kana ofan af Keflavíkurflugvelli en þeir stóðust engan veginn samanburð við hann. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson. í flokki kvenna undir 52 kg sigraði Rósa Ólafsdóttir en hún hefur tvisvar áður orðið íslandsmeistari í þessum flokki. Valbjörn Jónsson hefur ekki tekið þátt í vaxtarræktarkeppni áður en það kom mörgum á óvart hversu vöðvamikill og vöðvaskorinn hann var. Frami Val- björns i þessari kcppni varð þó heldur endasleppur þvi að hann lenti i flokki með Jóni Páli og átti þar við ramman reip að draga. i Jón Páll Sigmarsson varð íslands- meistari í flokki karla yfir 90 kg og töldu margir að hann hefði átt að hljóta titilinn íslandsmeistari íslands- meistaranna. Jón Páll hafði ákveðið að taka þátt í mótinu með stuttum fyrirvara og hafði þess vegna ekki mikinn tima til að búa sig undir það, þ.e.a.s. skafa spikið utan af vöðvunum svo að þeir sjáist sem best. Jón Páll var þvi langt frá því að vera eins skor- inn og hann var fyrir tveimur árum Hefur hann til að bera óvenjugott samræmi í beinabyggingu, mikinn vöðvam- þegar hann varð íslandsmeistari, en assa og vel aðgreinda vöðva, auk þess sem hann hefur mjög skemmtilega o« vöðvamassinn, sem hann sýndi í afslappaða sviðsframkomu. Július var langbestur keppendanna i unglinga- keppninni, var óhemju mikill. flokknum og átti sigur sinn fyllilega skilið. Gestur Helgason háði harða keppni við Magnús Óskarsson um íslandsmeist- aratitilinn í 80 kg flokki. í þeirri viðureign hafði Gestur betur en mjótt var á mununum milli þeirra tveggja. íslandsmeistaratitillinn í flokki ungl- inga undir 75 kg fór til Akureyrar að þessu sinni en hann hreppti Bjöm Broddason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.