Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Fréttir 3 Fréttir Fréttir Okkur leyfist að sjá fimm erlendar sjónvarpsstöðvar ftalska knattspyman, sakamála- myndaflokkurinn The Untouchables, gamanmyndaflokkurinn um Lucy Ball og vinsælustu dægurlögin eru meðal þess sem breska sjónvarpsstöðin Sky Channel hafði á sextán klukkustunda langri dagskrá sinni í gær, mánudag- inn 28. apríl. Sky Channel hefur nú opnast íslend- ingum eins og fram kom í DV í gær. Sá galli er á gjöf Njarðar að til að ná stöðinni hérlendis þarf að leggja í tölu- verðan kostnað eða hátt í 200 þúsund krónur. Þegar hafa um þrjátíu aðilar hér- lendis lagt út í kaup á skermi og öðrum búnaði til að taka við sendingum sjón- varpsgervihnatta. Nokkur dæmi em um að íbúar í hverfum og fjölbýlis- húsum sameinist um slík kaup. Skermunum er beint að Eutelsat- gervihnettinum, sem er enn sem komið er eini raunhæfi möguleikinn hérlend- is. Sá hnöttur sendir geisla yfir tíu sjónvarpsstöðva til Jslands. Reglugerðir takmarka möguleik- ana Tvær nýsettar reglugerðir íslenskra stjómvalda takmarka nokkuð mögu- leika landsmanna til að njóta erlendu sjónvarpsstöðvanna. Það er reglugerð frá 8. janúar „um starfrækslu jarð- stöðva fyrir móttöku sjónvarpsefriis um gervitungl“ og reglugerð frá 11. febrúar “um útvarp samkvæmt tíma- bundnum leyfum“. Samkvæmt reglugerðunum þurfa menn að sækja um leyfi samgönguráð- herra til að setja upp gervihnatta- skerm. Það leyfi fá menn ekki nema þeir hafi aflað sér samþykkis hinnar erlendu sjónvarpsrásar um afriot hennar. Hægt er að fá leyfi samgönguráð- herra til að dreifa mótteknu sjón- varpsefni innanhúss, þó ekki í atvinnuskyni. f þeim tilvikum þegar sjónvarpsefni frá gervitunglum á að dreifa áfram til almennings á Póstur og sími að annast móttökuna. Móttaka bundin við íbúðasam- steypu, 36 íbúðir eða færri, innan samfellds svæðis, er undanþegin ákvæðum reglugerðar um íslenskt tal eða neðanmálstexta á íslensku. Sjónvarpsstöövarnar fimm Fimm erlendar sjónvarpsstöðvar SKY CERNNEL 7.45 JUMP (Sky Trax) 8.15 PAT SBARP SHOW (Sky Trax) 9.0 TOUMO FREE AND SINGLE (Sky Trax) 9.45 THE EUROCHART TOP 50 SHOW 10.45 PAT SHARP SHOW (Sky Trax) 11.30 JENSEirS DIMENSIONS (Sky Trax) 12.15 THE EUROCHART TOP 50 SHOW I. 18 SKTWATS (Draraa Seriea) 2.05 THE DOWN UNDER SHOW (Docuraentary) 34) PAT SHARP SHOW (Sky Trax) 3.45 FTRST RUN (Sky Trax) 4.30 ALIi AMERICAN HOT 100 (Sky Trax) 3.30 THE DEPUTT (Weatern) 6.0 THE LUCT SHOW (Comedy Series) 6.30 GREEN ACRES (Coraedy Series) 7.0 MORK & MINDT (Comedy Sene3) 8.05 POLICE WOMAN (Crima'Action) 8.55 ITALIAN FOOTBALL (lst Division) 9.50 THE UNTOUCHABLES (Crime/Action) 10.55 ALL AMERICAN HOT 100 (Sky Trax) II. 58 CLOSEDOWN hafa þegar veitt fslendingum heimild til að horfa á sig. Þær eru Sky Chann- el, TV-5, New World, Worldnet og Europa. Sky Channel er sú stöð sem trúlega flestir eru hvað spenntastir fyrir. Hún sendir út sextán tíma á sólarhring al- mennt afþreyingarefni, svo sem kvikmyndir, gaman- og glæpamynda- flokka, íþróttir, popptónlistarþætti og bamaefni. TV-5 er frönsk rás sem ætlað er að vera til mótvægis við hinar enskumæl- andi. New World-rásin hefur það að mark- miði að efla kristna trú. Hún sendir út trúarlegt efhi í allt að sex stundir á dag. Worldnet er rás Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna. Hún sendir út frétta- og fræðsludagskrá í einn til tvo tíma á dag. Europa hét áður Olympus. Að henni standa nokkur Evrópulönd. Hún send- ir út menningar-, fræðslu- og afþrey- ingarefiii í átta stundir á dag. Möguleikum íslendinga á eftir að fjölga á næstu mánuðum og árum. Gervihnöttum fjölgar, tækninni fleyg- ir fram og íslensk stjómvöld ætla að endurskoða reglugerðir á næsta ári. -KMU Sigurvegari í sparakstri BÍKR 5. árið í röð. Suzuki Swift sigraði í sparakstri BIKR 26.4. sl. Suzuki bílar hafa því sigrað í öllrnu sparaksturskeppnum sem haldnar hafa verið síðan sala á Suzuki bílum hófst hér á landi 1981. Eyðsla aðeins 4,3 l á hundraðið Eknir voru u.þ.b. 240 km, þar af 60 km innanbæjar. Ekið var á eðlilegum umferðarhraða og gefa því eyðslutölur raunhæfa mynd af eyðslu bílanna. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 Dagskrá Sky Channel i gær, mánudag- inn 28. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.