Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Peningamarkaðurinn innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnurcikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafhvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja. mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum,- 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun hætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun e; því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn veröbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 -4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóöa Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 1S-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því •10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel örðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 .-30.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM — 1 !i SJÁ SÉRLISTA il 11 ll ií ii íi !l II t! INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJÚDSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mén. uppsögn 10.0 10.25 10,0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6mán. uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR- LÁNSRÉTTUR Sparaft J-5 mín. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mán.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avísanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁNVERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 6.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10,5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLAN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15,25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextír) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15,5 15,5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 útlAn VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21 /2 árí 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAntilfraivileiðslu sjAneðanmAlsi) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur- þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Fimm milljónir í hagnað hjá Brunabót 4,9 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Brunabótafélags Islands á síðasta reiknisári en það er betri útkoma en á árinu 1984. Það ár varð tap á rekstrinum upp á tæpar 18 milljónir króna. Iðgjöld hækkuðu um 36,9% frá ár- inu áður og námu þau 485 þúsund krónum. Heildartjónagreiðslur á ár- inu námu 336 þúsund krónum. Mestar urðu tjónagreiðslur í bif- reiðatryggingum en á árinu urðu ekki neinir stórir brunar. Stjórn Brunabótafélagsins ákvað að veita eftirtöldum einstaklingum heiðurslaUn Brunabótafélagsins en fjölmargar umsóknir bárust: Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði, og Hrólfur Jónsson, vara- slökkviliðsstjóri í Reykjavík, hlutu saman heiðurslaun í 3 mánuði, Karl Þorsteins, alþjóðlegur skákmeistari, hlaut heiðurslaun í 2 mánuði, Lára G. Oddsdóttir, fulltrúi á ísafirði, hlaut heiðurslaun í 3 mánuði í því skyni að kynna sér erlendis fræðslu í umhverfismálum og náttúruvemd, Óli Valur Hansson skógræktarmað- ur hlaut heiðurslaun í 2 mánuði og Sigríður Ásgeirsdóttir myndlistar- maður hlaut heiðurslaun í 2 mánuði. -EH Þeir sem hlutu heiðurslaun B.í ásamt fors.töðumönnum og stjórnarmönnum félagsins. í fremri röð frá vinstri: Valur Hansson, Hrólfur Jónsson, Lára G. Oddsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Karl Þorsteins og Helgi fvarsson. Þín verðgæsla-vöm gegn verðhækkunum“ Verðkönnun í Ámessýslu f kjölfar kjarasamninga ákváðu launþegasamtökin, þ.e. ASÍ og BSRB, að beita sér fyrir auknu verðlagseftir- liti í samvinnu við Neytendasamtökin undir kjörorðunum „Þín verðgæsla". Aðildarfélög þessara samtaka munu fá senda vörulista reglulega með hin- um ýmsu vörutegundum og verða verðkannanir á vegum þessara aðila gerðar um allt land. f samræmi við þessa ákvörðun gerðu launþegasamtökin í Ámessýslu og Neytendafélag Selfoss og nágrennis nýlega með sér samkomulag um að standa sameiginlega að verðgæslu og verðkönnunum í Ámessýslu. f sam- komulaginu er gert ráð fyrir að verðkannanir verði gerðar reglulega, bæði á vörum og þjónustu, og að þær verði birtar í héraðsblöðum og dag- blöðum. Ætlunin með þessu er að efla verðskyn neytenda svo og að veita þeim sem selja vöm og þjónustu að- hald. (Fréttatilkynning) Verðkönnunin sem hér bhtist var gerð mánudaginn 21. apríl sl. og tók til 15 verslana á Selfossi, Hveragerði, Eyrarbakka, Höfti i Homafirði, Þor- lákshöfn og Stokkseyri. Mestur munur á sömu vöm var 70% á kartöflum, lægsta verð 30,- krónur en það hæsta 51,- króna. Minnstur reyndist munur- inn vera á flatkökum, eða 6,3%. -S.Konn. KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR VERÐCÆSLA VERE Vörutegundir Algengt verð í kjörbúðum á höfuðb.svæðinu Algengt verð í stórmörkuðum á höfuðb.svæðinu Nafn á búð: Vöruh.KÁ Nafn á búð: Höfn h.f. Nafn á búð: Hornió Nafn á búð: Ká Laugarv Nafn á búð: KÁ Eyrarb. Kjötfars nýtt 1 kg 195 kr. 170 kr. 193.00 178.00 178.00 193.00 193.00 Kindabjúgu 1 kg 285 kr. 285 kr. 285.00 225.00 280.00 285.00 290.00 Niðursn. svínask. pókkuð 1 kg 684 kr. 687 kr. 784.90 * 677.00 x 672.00 797.00 784.90 Karlóflur lkg poki 48 kr. 46 kr. 46.90 34.50 48.80 48.30 42.90 Hvítkál 1 kg 34 kr. 34 kr. 39.00 33.00 39.00 49.00 Afrúrkur 1 kg 228 kr. 150-205 kr. 96.00 91.00 85.00 108.00 110.oo Ota haframjöl 475 gr 41 kr. 40 kr. 42.15 41.95 43.95 42.20 42.15 Flatkókur I pk. 27 kr. 25 kr. 27.10 ?fi . 25 27.10 27.00 Frón kremkex, venjulegt 1 pk 54 kr. 49 kr. 54.00 55.50 55.50 fifi.nn 53.60 Gunnars majones 400 gr 59 kr. 55 kr. 58,50 56.40 60.70 58.50 58.45 Royal karamellubúðingur 1 pk. 27 kr. 25 kr. 25,95 25.90 27.95 28.20 28.20 Sanítas iarðarberjasulta 410 gr 87 kr. 80 kr. 74.15 89.70 76.70 S'iius átsúkkulaði 100 gr 62 kr. 62 kr. 59.00 55.00 62.00 62.00 43.00 Prins Póló súkkulaðikex stórt 24 kr. 23 kr. 22.00 24.00 24.00 23.00 Opal pakki 1 pk. 20 kr. 20 kr. 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 Brjóstsykur frá Nóa, Pralín 24 kr. 24 kr. 24.00 22.00 24.00 24.00 Coca cola. innihald 100 d 49 kr. 49 kr. 51.00 51.00 53.00 51.00 Egils appelsín innihald 25 d 15 kr. 15 kr. 16.00 1 6 nn 17.00 17.00 16.00 Sanítas pilsner innihald 33 d 29 kr. 29 kr. 30.00 30.00 33.00 33.00 30.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.