Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 14
14 Spurningin Hefur þú ákveðið hvað þú kýst í komandi borg- arstjórnarkosningum? Sigurður Á. Guðmundsson smiður: Já, ég er ekkert blendinn í trúnni. Höskuldur Á Gylfason nemi: Nei, ég er ekkert farinn að spá í það, maður bíður eftir áróðursfundunum til að sjá hvað flokkarnir þykjast hafa fram að færa. Axel Valdimarsson, vinnur í Reyk- húsi SÍS: Kýs? Sjálfstæðisflokkinn. Helgi Björnsson offsetprentri: Já, ég er búinn að því, ákvörðunin var mjög auðveld. Garðar Sveinbjörnsson verslunar- maður: Auðvitað er ég búinn að ákveða það, við bara segjum það, ég má ekki vera óákveðinn. Haraldur Pálsson skrifstofumaður: Já, ég er búinn að því, það var ékki erfitt. DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986, ’ ,Ekki hef ég heyrt einn einasta mann minnast á að Agnes sé með mikilmennskubijálæði eða frekju. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Stimgið er upp á þvi að skora á félagsmálaráðherra og stjóm verkamannabú- staða að rýmka reglur erfingja íbúðanna í sambandi við fijálsa sölu á íbúðunum.“ Upprætið svindlið með verka- mannabústaðina! K. Þórðarson skrifar: Tillaga borin fram á aðalfundi í Húsfélagi alþýðu: Stungið er upp á því að skora á fé- lagsmálaráðherra og stjóm verka- mannabústaða að lýmka reglur erfingja íbúðanna í sambandi við fijálsa sölu á íbúðunum á þann hátt að erfingjum verði heimiluð fijáls sala, hafi þeir búið í íbúð sinni í 50 ár, og jafnframt verði styttur eignarskyldu- tími erfingja um 10 ár hafi foreldramir átt íbúðina yfir 30 ár. Tillaga þessi er borin fram vegna þess að það þykir augljóst að gengið er á rétt erfingja elstu verkamannabú- staðaíbúðanna. Til kynningar hjá stjómmálamönn- um. Kannaðar eru nú leiðir til þess að rétta hlut erfingjanna. Einnig væri æskilegt að kynnast ástæðum fyrir lögum þessum gagnvart erfingjum íbúðanna. Hver er tilgangurinn? Að rakka niður góðar manneskjur 7940-4241 skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir þeim róg sem skrifaður hefur verið um Ag- nesi Bragadóttur, einn stjómanda þáttarins Á líðandi stundu. Ekki hef ég heyrt einn einasta mann minnast á að Agnes sé með mikilmennskubijál- æði eða frekju. Ég skil ekki hvaða hvötum er verið að fullnægja með því að rakka niður góðar manneskjur í blöðunum. Hver er tilgangurinn? Ég bara spyr. Ég umgengst mikið af fólki daglega og hef engan heyrt tala um að Agnes sé slæm í hlutverki sínu sem stjómandi og svona samantekt sem fram kom í DV þann 21. 4. er til skammar. Þá ætti viðkomandi að fá útrás fyrir persónulega neiði sína ann- ars staðar. Ég vil óska Agnesi alls góðs og vona innilega að hún verði áfram stjómandi þáttarins Á líðandi stundu (verst að hann er að hætta). Kisi týndur Gamall maður skrifar: Högni tapaðist frá Háteigsvegi 50. Kisi er grábröndóttur á baki og hlið- um, hvítur á löppum, kviði og trýni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23186. Ómar Ragnarsson Ieiðréttir í örstuttu bréfi misskilning sem sumir hafa alið á. Alls ekki skemmtiþáttur Ómar Ragnarsson hringdi: Þetta er blandaður þáttur en alls ekki f umræðum að undanfómu hefúr skemmtiþáttur. í þættinum er oft fjall- komið fram að þátturinn Á líðandi að um háalvarleg málefni. stundu sé skemmtiþáttur. Svo er ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.