Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Líbýskir diplómatar bera ábyrgð á heimdarverkum í Ankara Dómstóll í Tyrklandi hefur staðfest samband líbýskra sendiráðsmanna í Ankara við tiiraun hermdarverka- manna til að koma fyrir sprengju í klúbbi bandarískra hermanna i borg- inni og segir sendiráðsmennina ábyrga fyrir undirbúningi sprengjutilræðis- ins. Handtökuskipanir voru í gærkvöldi gefnar út á hendur þremur Líbýu- mönnum, tveim sendiráðsmönnum og einum starfsmanni líbýska ríkisflug- félagsins í Ankara fyrir meinta aðild að undirbúningi sprengjutilræðisins. Tyrknesk öiyggislögregla hefúr nú í haldi tvo Líbýumenn er handteknir voru með sprengiefhi í nánd við her- mannaklúbbinn þann 18. apríl síðast- liðinn og hafa þeir nú verið formlega ákærðir fyrir hermdarverkastarfsemi. Tyrkir hafa fram að þessu reynt að viðhalda eðlilegum samskiptum við stjóm Gaddafys í Líbýu vegna 50 þús- und tyrkneskra verkamanna í Líbýu og umtalsverðra verksamninga tyrk- neskra verktaka. Er staðfesting tyrkneska dómstólsins á ábyrgð lí- býsku sendiráðsstarfsmannanna á undirbúningi hryðjuverka talinn geta haft í för með sér versnandi sambúð ríkjanna. Belgia, Holland og Lúxemborg hafa ákveðið að vísa sjö líbýskum sendi- ráðsstarfsmönnum úr landi fyrir meinta aðild að undirbúningi hryðju- verka í Evrópu. Kom ákvörðun ríkj- anna eftir utanríkisráðherrafund Efnahagsbandalagsins í Lúxemborg á mánudag þar sem Líbýa er gerð ábyrg fyrir hryðjuverkum í Evrópu að und- anfömu. Edwin Meese, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði á blaðamanna- fundi í gærkvöldi að ríkisstjóm Bandaríkjanna hefði það nú til at- hugunar að vísa einhverjum hinna 1700 líbýsku námsmanna í Bandaríkj- unum úr landi. Bretar vísuðu, sem kunnugt er, 22 líbýskum námsmönn- um úr landi í vikunni í kjölfar loftárás- ar Bandaríkjanna fyrir tveim vikum. Líbýsku námsmennimir í Bandaríkj- unum em nú allir undir auknu eftirliti þarlendra yfirvalda er óttast hefhdar- aðgerðir Líbýu vegna loftárásarinnar. Krefja Kreml skýringa Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Að Sovétmenn skyldu ekki senda út viðvömn strax eftir kjamorkuslysið við Kiev hefúr valdið mikilli reiði og skelfingu á meðal danskra stjóm- málamanna. Það er ljóst að liðið hafa nær tveir sólarhringar frá því slysið átti sér stað og þar til fréttastofan Tass sendi út frétt um atburðinn. „Við krefjumst skýringa Sovétmenna á því hvers- vegna dönskum yfirvöldum var ekki gert viðvart," sagði Christen Christ- ensen, umhverfismálaráðherra Dana, í gærkvöldi. Fleiri tóku í sama streng. og kom meðal annars fram að taka þyrfti til endurskoðunar afstöðuna til sænska kjamorkuversins Barseback, sem staðsett er tíu kílómetra frá Kaup- mannahöfn, og annarra kjamorku- vera í Svíþjóð og Austur-Þýskalandi. „Ég tel brýnt að umræður um al- þjóðaviðvömnarkerfi verði hafnar, geislavirk ský stöðva ekki við jám- tjaldið," sagði kjameðlisfræðingurinn Ove Natan, rektor Kaupmannahafn- arháskóla, og hefur fordæmt Sovét- menn fyrir að hafa ekki sent út viðvörun eftir slysið. Þó að geislavirkni í andrúmsloftinu hefði orðið tíu sinnum meiri en venju- lega í Danmörku þótti ekki ástæða til sérstakra varúðarráðstafana. Yfirvöld hafa fullyrt að mæld geislavirkni sé langt undir hættumörkum og svipuð þeirri geislavirkni er mældist í upp- hafi sjöunda áratugarins eftir fjölda tilraunasprenginga Sovétmanna og Bandaríkj amanna. Utanríkisráðherrafundur Efnahags- bandalagsins í Lúxemborg í síðustu viku fordæmdi hryðjuverkastarfsemi Líbýu í álfunni að undanfömu og hvatti til að stjómarerindrekar Gadd- afis í Evrópu yrðu sendir heim. Á myndinni sést í rústir American Ex- press skrifstofu í borginni Lyon í Frakklandi er útsendarar Líbýustjóm- ar sprengdu upp í síðustu viku. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd L3WJK4ÍV alla vikuna Þverholti 11 Síminner 2Z022 w|Lmc þegar vöxturinn er hraður * Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum árum. Þar gegnir mjólkurneysla mikilvœgu hlutverki því án mjólkur, og kalksins sem í henni er, ná unglingarnir síður fullri hœð og styrk. Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþörf og er þeim því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur í hœttu því þeim er hœttara við beinþynningu og Mjólk í hvert mál hörgulsjúkdómum f kjöifar þameigna. Kalksnauðir megrunarkúrar og léiegt matarœði virðist einnig einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja. Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk- skammt fyrir unglinga og neysla undir þvf marki býður hœttunni heim. Það er staðreynd sem unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa í minni því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur dýrmœtur. ‘ Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammturf mjólkurglösum (2,5dlglös)** Börn t -10 ára 800 3 2 Unglingarll-18ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrískar konur og 800"* 3 2 brjóstmœður 1200"" 4 3 * Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk. ** Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœði. Hór er miðað við neysluvenjur eins og þœr tíðkast í dag hór á landi. *** Margir sórfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenná eftir tíðahvörf só mun melri eða 1200-1500 mg á dag. **** Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fceðutegundir og auk þess B-vítamln, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvðkvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vððvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast melra en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. Helstu heimMr: Bæklingurinn Kalk og beinþynning eftr dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg. efbr Briggs og Calloway, Holt Reinhardt and Winston, 1984 MJÓLKURDAGSNEFND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.