Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. 11 Breytingar á starfsemi Samvinnuskólans Frá Siguijóni Gunnarssyni, frétta- ritara DV í Borgarnesi: „Á sumri komanda, 1986, verða inntökuskilyrði Samvinnuskólans á Bifröst aukin og munu miðast við að umsækjandi um skólavist hafi áður lokið tveggja vetra framhalds- skólanámi á viðskiptasviði eða öðrum sambærilegum undirbúningi, en Samvinnuskólapróf eftir tveggja vetra nám í skólanum verður stúd- entspróf sem m.a. veitir rétt til háskólanáms." Svo segir í fréttabréfi frá Samvinnuskólanum. Þegar er hafinn undirbúningur að þessum breytingum og ljóst má vera að fjölga verður kennurum enda stendur til að byggja þrjú íðbúðar- hiis í sumar fyrir kennara. Sam- vinnuskólinn var framhaldsskóli og á Bifröst var stundað nám er jafng- ilti tveggja vetra námi í framhalds- skóla. I Reykjavík var síðan svokölluð framhaldsdeild og var þar Samvinnuskólinn Bifröst. Inntökuskilyrði miðast nú við að útskrifa stúdenta eftir tveggja vetra nám. tveggja vetra nám er lauk með stúd- entsprófi. Hér er því verið að lyfta skólanum um tvö ár í skólakerfinu. Inntökuskilyrði að skólanum breytast því í samræmi við þetta og verða nemendur, er hyggjast hefja nám við skólann, að hafa lokið „al- mennu verslunarprófi" eða sam- bærilegum áfanga. Samvinnuskólinn hefur haft þá sérstöðu að í skólanum er lögð mik- il áhersla á félagsmál og félagsmála- kennslu auk samvinnufræða. Svona rétt til fróðleiks er rétt að benda á það að margir mætir menn hafa verið í skóla þessum og sumir klifið „hið pólitíska fjall“ og náð á tindinn. Má t.d. nefna að í ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar em þrír ráðherrar með samvinnu- skólapróf. Það em þeir Alexander Stefánsson, Albert Guðmundsson og Halldór Ásgrímsson en þetta var reyndar aðeins smá útúrdúr. Flugog hvað? Flug og skip. Flug ú% skip heim, skip út og flug heim, eÖa eins og þú vilt. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Hafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Nota má „Flug og skip“ til þess að komast til og frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum. ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna. H Leitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. fim Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.