Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Gámafiskurinn skekkir matið Eins og málum er nú háttað er gámafiskur ekki metinn af starfs- mönnum Ríkismatsins. I fréttabréfi frá Ríkismati sjávarafurða segir að fiskurinn, sem í gámana fer, sé oft sá besti úr aflanum og fái auk þess betri meðferð um borð í skipunum en sá sem fer til vinnslu í landi. Þetta skekki matið á fiskinum milli staða. Mat á ferskum fiski þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vera hvetjandi til þess að sem bestur fiskur komi að landi. I matinu er fiskurinn flokkaður eftir gæðum og ræður flokkurinn síðan lág- marksverði. Til mikilla bóta væri, segir i fréttabréfi Ríkismatsins, að allur fiskur yrði metinn, einnig sá sem fer í gáma og til smærri verkenda. Mikilvægt sé að fylgjast með mati aflans fyrir allar rannsóknir fiski- fræðinga, svo sem stærðarflokkun, aldursdreifingu og vaxtarhraða. Fiskur sem ekki fáist metinn dragi úr réttmæti tölfræðilegra og líf- fræðilegra upplýsinga sem unnnið er að. Bjarga sér frá gjaldþroti Ennfremur segir í fréttabréfinu: Ljóst er að til mikilla hagsbóta fyr- ir alla aðila væri að allur fiskur kæmi slægður að landi. Með því móti fengi fiskvinnslan betra hrá- efni. Þannig mundi afkoma fisk- vinnslunnar batna og skapast möguleiki til að greiða hærra fis- kverð í samkeppni við gámana. Hæpið verður að teljast að hægt verði að setja þessum útflutningi einhverjar skorður, þar sem ljóst er að einstaka útgerðarmenn hafa bjargað sér frá gjaldþroti með gámafiskinum og staða annarra hefur batnað. Þeirri hugmynd hef- ur verið varpað fram að fiskvinnsl-. an taki þátt í gámaútflutningi með einhverjum hætti. Til dæmis hefur það verið nefiit að hún taki að sér frágang á fiskinum í gámana eftir að honum hefur verið landað. Á þann hátt eykst að einhverju leyti vinna karlmanna í landi, en hún hefur dregist saman með auknum útflutningi í gámum. Á sama hátt drægi úr vinnuálagi sjómanna og frítími þeirra í landi ykist. t Kays-verðlistinn til Bandaríkjanna: íslendingur ráðinn umboðsmaður listans Bjöm Magnússon, umboðsmaður breska verðlistans Kays hér á landi, hefur verið ráðinn umboðsmaður list- ans í’ Bandaríkjunum. „Jú, það er rétt. Ég hef verið ráðinn umboðsmaður listans í Bandaríkjun- um,“ sagði Bjöm Magnússon, eigandi fyrirtækisins B. Magnússon,í samtah við DV. Að sögn Bjöms hefur listinn hingað til ekki verið fáanlegur í Bandaríkjun- um. Það kemur því í hans hlut að hefja reksturinn þar í landi. Hann gerir ráð fyrir að flytjast vestur um tíma til að koma starfinu í gang. Ástæðan fyrir því að Bjöm varð fyrir valinu er sú að reksturinn hefur geng- ið mjög vel hér á landi. Listinn hefur verið starfræktur hér í liðlega 5 ár við góðar undirtektir. Höfuð bækistöðvar Bjöms í Bandaríkjunum verða í Chicago. Bjöm er bjartsýnn á að Kays-listinn muni hljóta góðar undirtektir meðal Bandaríkjamanna. „Það er selt mikið í gegnum lista þama. Um þriðjungur innkaupa fer fram í gegnum lista sem þessa og á síðasta ári var veltan um 40 milljarðar dollara," sagði Bjöm. -APH „Veitingastaðurinn heitir ekki Starliglvt“ - heldur eru salarkynnin kölluð það, segir Ragnar Öm Pétursson, vertingamaður í Keflavík „Ég er ekki sáttur við það að mér skuli skipað að breyta nafni salar- kynna í veitingahúsinu. Ég hef sent bæjarfógetanum bréf til að fá botn í þetta mál,“ sagði Ragnar Öm Péturs- son, veitingamaður í Keflavík og eigandi Veislu hf. Eins og DV hefur sagt frá fékk Ragnar Öm sent bréf frá bæjarfógetanum í Keflavík fyrir stuttu þar sem honum var skipað að breyta nafhinu Starlight innan sjö daga. Ef hann gerði það ekki yrði veitingaleyfi Veislu hf. afturkallað. Ragnar áfrýjaði málinu, þannig að hann fékk fjórtán daga frest til að ganga frá málinu. Sá frestur rennur út um næstu helgi. „Veisla hf. hefur séð um veitinga- reksturinn hér frá upphafi og það er nafnið á fyrirtæki mínu. Ég sé ekki að það breyti neinu þótt salarkynni hér innanhúss séu kölluð Starlight. Ég rek t.d. matsölustað hér í húsinu sem er kallaður Sjávargullið," sagði Ragnar Öm. Ragnar sagðist vilja fá botn í þetta óvænta mál. „Það er svo annað mál hvað ég geri eftir að málið er komið á hreint, hvort salarkynnin verða köll- uð öðm nafhi en Starlight." Þetta óvænta stjömuljósamál hefúr vakið mikla athygli í Keflavík. -sos Fiskveitingastaður í Kirkjuhvoli Bygginganefhd Reykjavíkur hefur samþykkt að innréttaður verði veil- ingastaður á 1. hæð Kirkjuhvols við Templarasund 3. Þar á að koma lítill fiskveitingastaður sem tekur 36 gesti til sætis. Fyrirhugað' er að staðurinn verði opnaður í sumar. -sos Ominn er sestur og Sigurður norður Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Akureyringurinn Sigurður Har- aldsson, sem verið hefur veitinga- stjóri í Súlnasalnum á Hótel Sögu, er nú á leiðinni norður aftur eftir 16 ára sunnanveru. Hann er nýráð- inn framkvæmdastjóri Bílaleigunn- ar Öminn, nýjustu bílaleigunnar á Akureyri, en hún starfar í samvinnu við Bílaleigu Flugleiða, er ein af leigunum í því þjónustuneti sem Bílaleiga Flugleiða er að setja upp. „Mér líst vel á að koma norður aftur, ég verð alkominn norður 1. júní,“ sagði Sigurður Haraldsson þegar hann átti stuttan stans á Ak- ureyri nýlega. Hann á bílaleiguna ásamt fjórum öðrum Akureyringum. „Vegna mis- skilnings, sem fram hefur komið, vil ég taka fram að Flugleiðir eiga ekki í bílaleigunni.“ Sigurður sagði að bílaleigan Öm- inn yrði með yfir 40 bíla þegar mest yrði í sumar. „Við erum þegar komn- ir með sex bíla, næstu sex koma núna um mánaðamótin og svo þeir næstu koll af kolli.“ Ford Escort verður uppistaðan í flotanum en af öðrum tegundum má nefha Opel Corsa, Fiat Uno, Ford Sierra og fjórhjóladrifsbíla af gerð- inni Subaru, Lada Sport og Pajero. Bílaleigan starfar, sem fyrr segir, í samvinnu við Bílaleigu Flugleiða. Samvinnan byggist á því að hægt er að taka bíl á leigu fyrir norðan og skila honum í Reykjavík eða á öðrum þeim stöðum sem Bílaleiga Flugleiða hefur sitt þjónustunet. „Það var einn bíll skilinn eftir á Húsavík í gær en þar er leiga sem starfar í samvinnu við Bílaleigu Flugleiða þannig að þetta er allt að koma,“ sagði Sigurður. -JGH Sigurður Haraldsson, 42 ára veitingastjóri í Súlnasalnum á Hótel Sögu undanfarin ár, nú framkvæmdastjóri Bílaleig- unnar öminn á Akureyri. DV-mynd JGH 3ÆSA VERÐCÆSLA -HíL VERÐGESLA VERÐGESLA Nafn á búð: ðlabúð Eb. Nafn á bi^ Guðl.Páls Nafn á búð: Olis Eyrar Nafn á búð: Olis Hvera Nafn á búð: KÁ Hverag Nafn á búð: KA Por1. Nafn á búð: Hildur Þor1 Nafn á búð: (Á Stokkse Nafn á búð: Sölusk.St. Nafn á búð: Ös Þorl. Nafn á búð: Lægsta verð Nafn á búð: Hæsta verð Nafn á búð: Mism. Nafn á búð: 178.00 189.00 193.00 193.00 169.00 193.00 182.00 169.00 193.00 14.2% 225.00 r.nn 282.60 290.00 287.00 290.00 285.00 235.00 225.00 290.00 28.9% • 672.00 * 672.00 /84.yu 784.90 611.00 687.00 797.00 611,00 797.00 30.4% 30.00 40.00 46.00 48.50 44,80 4 Q , 51.00 47.50 30.00 .00 .a% 40.00 33.50 39.00 39.00 38.40 39.00 36.00 33.00 49.00 48,5% 110.00 95.00 96.00 115.00 96.00 115.00 85.00 115.00 35,3% 41.80 45.00 43.50 43.35 43.25 43.35 46.55 41,80 46,55 11,36% 25.50 26.00 26.00 28.20 27.00 2 7.00 - 25,50 27.10 6.3% 52.30 54.00 56.00 55,45 53.60 56.00 52.30 56.00 7.1% 62.00 61.20 58.85 58.45 61.60 58.45 63.20 56,40 63,20 12.1% 11.60 28.20 28.20 28,20 27.50 28.20 22.00 11.60 28,20 '43.1% 76.70 90.60 89.70 74.15 90.60 22.2% 62.00 62.00 62.00 57.00 62.00 62.00 62.00 55.00 62.00 43,00 62.00 44.2% 24.00 24.00 26.00 25.00 26.00 23.00 25.00 23.00 25.00 24.00 27.00 76.00 18.7% 20.00 17.00 20.00 20.00 20.00 20.20 20.00 20.20 20.00 20.00 17.00 20,20 18.8% 22.00 22.00 20.00 21.00 25.00 24.00 20.00 25.00 25,0% 0 0 51.00 50.00 51.50 51.00 50.50 51.00 65.00 50.00 65.00 30.0% 16.00 1 6 00 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 22.00 16.00 16.00 22.00 37.5% 30.00 32.00 30.00 30.00 30.00 30.00 30.00 30.00 30.00 33.00 10.0%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.