Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 9
ÐV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MÁÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Samtök tamíla eru grunuð um að hafa komið fyrir sprengju í Tristar þotu Air Lanka flugfélagsins á Sri Lanka skömmu fyrir flugtak á laugardag. Framleiðslunýjung HOLUFYLLIR sem lætur hvarfió hvería á stundinni £ HREINSID Á stundinni er hægt með einföldum verkfærum og HOLUFYLLI að gera við holur í malbikuðum eða steyptum götum, plönum, hafnarbökkum og flugbraut- um. Viðgerð getur farið fram í hvaða veðri sem er án teljandi umferðartafa, án klíst- urs við hjólbarða og endurviðgerðartíðni er mun minni. Framkvæmdaspamaður áætlaður 33%. PÓLAR hf., Einholti 6, Reykjavík, simar 91-18401 og 91-15230. Geivi- flugstjóri hand- tekinn á Sri Lanka Yfirvöld á Sri Lanka handtóku í morg- un mann, klæddan sem flugstjóra hjá flugfélaginu Air Lanka, á alþjóðaflug- vellinum i Colombo. Hinn handtekni er tamíli en samtök þeirra eru grunuð um aðild að sprengingunni um borð í Tristar þotu Áir Lanka flugfélagsins skömmu fyrir flugtak á laugardag er drap 14 farþega og særði þrjá tugi, flesta útlendinga í sumarfríi. Yfirvöld í Colombo yfirheyra nú hinn handtekna er þau gruna um að hafa haft skemmdarverk í undirbún- ingi. Hinn handtekni hefúr enga skýringu gefið á klæðaburði sínum né starfsemi sinni á flugvellinum. Pravda hrósar slokkvi- liðsmönnum Pravda, málgagn sovéska kommún- istaflokksins, lýsir í dag baráttu slökkviliðsmanna við Chernobyl við allt að 30 metra háar eldsúlur í vinnslusal kjamorkuversins. Lýsir blaðið í smáatriðum orsökum slyssins þann 26. apríl síðastliðinn, er sendi geislavirk ský yfir mestan hluta Evrópu, og fúllyrðir að ef ekki hefði til komið hetjuleg barátta sovéskra slökkviliðsmanna og verkamanna við Chemobyl, er unnu dag og nótt við að flytja fólk á brott af helstu hættu- svæðunum í nánd við kjamorkuverið, hefðu afleiðingar kjamorkuslyssins getað orðið mun voveiflegri. Segir blaðið að aldrei hafi orðið vart uppnáms og skelfingar á meðal þeirra 25 þúsund manna er tókst að flytja í burtu frá helsta hættusvæðinu á að- eins fjórum klukkustundum. Borist Yeltsin, framkvæmdastjóri sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu, sagði í viðtali við Pravda að það hefðu síðan endanlega verið deild- ir úr sovéska hemum er tekist hefði að slökkva eldana í Chemobyl með því að kæfa þá með sandpokum og blýi er varpað var yfir eldhafið úr þyrlum. I greininni í Pravda í dag standa Sovétmenn enn við fyrri yfirlýsingar sínar um að aðeins tveir menn hafi látist í kjarnorkuslysinu og 20 hafi særst alvarlega. Þessar tölur hafa sérfræðingar á Vesturlöndum stórlega dregið í efa og telja miklu hærri. í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjóm bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. r - - . - Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.