Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Fvflasirkus í Bergen? „Þá er þessum fíflasirkus lokið. Þetta geri ég ekki aftur.“ Þannig voru íyrstu viðbrögð eins íslenska þátttakandans í söngvakeppni ev- rópskra sjónvarpsstöðva er úrslit lágu fyrir seint á laugardagskvöldið. Ummælin voru að vísu dregin til baka er taugamar höfðu jafnað sig eftir herfilega útreið Icy-hópsins í atkvæðagreiðslu kvöldsins. Tuttugu þjóðir gáfú samtals 1160 stig, ísland fékk 19. Sigur í botni? Islendingamir í Bergen trúðu þvi fram á síðustu stundu að Gleðibank- inn myndi blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Fimmta og sjötta sætið þótti vænlegur kostur. Reynd- ar sigur. „Við sigrum þótt við lendum í 20. . sæti,“ sagði Egill Eðvarðsson daginn er lokaæfingin fór ffarn. „Það eitt að taka þátt í þessari keppni í fyrsta sinn og standast allar þær kröfúr sem hér eru gerðar er sigur út af fyrir sig.“ Hrafn Gunnlaugsson var sama sinnis, íslendingar hreppa fyrsta sætið áður en yfir lýkur. Þetta er aðeins byrjunin. Tækniafrek Reyndar er söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva margt annað en keppni um besta dægurlag álf- unnar á hverjum tíma. Söngva- keppnin er ef til vill fyrst og fremst tækniafrek í fjölmiðlun er nær aug- um og eyrum 600 milljóna manna í beinni útsendingu. Enda líktist Gri- eg-höllin í Bergen meira geimskipi en tónleikahöll síðustu vikuna áður en söngvakeppnin fór ffarn. Fjöl- þjóðleg söngvakeppni er gott sjón- varpsefni, svona svipað og hestamannamót þykja eftirsóknar- verð til sveita. Munurinn er sá að á hestamannamótum sigrar sá er kem- ur fyrstur í mark. í söngvakeppni sjónvarpsstöðva eiga keppendur allt undir misvitrum dómnefúdum allra keppnislandanna. Sá er sigrar er svo bundinn í báða skó við að syngja lagið sitt þar til næsta keppni fer fram. Enda var Eiríkur Hauksson hræddur um að vinna. Hann var ekki tilbúinn að kyrja Gleðibankann í 12 mánuði án afláts. Yfirborðskennt Eðli málsins samkvæmt verður öll umfjöllun fjölmiðla um keppni sem þessa ákaflega yfirborðskennd. Hver þjóð heldur með sínu lagi og kepp- Sandra Kim þreytuleg á blaðamannafundi morguninn eftir sigurinn: Var hún 13 eða 14 ára? AUa vega bakar amma hennar bestu kökur í heimi. DV-myndir GVA endur eru kynntir sem vissir sigur- vegarar - allir sem einn. Enda getur enginn séð úrslit fyrir á meðan vali dómnefnda er háttað eins og raun ber vitni. Að þessu sinni sigraði Sandra Kim ffáBelgíu. Hún á ekki sjö dagana sæla ef miða skal við meðferðina er hún fékk hjá hálfri heimspressunni morguninn eftir sig- urkvöldið. Þá var fyrsti ffétta- mannafúndur sigurvegarans haldinn og þeir eiga eftir að verða fleiri áður en yfir lýkur. Blaðamannafundur I raun og veru varpaði þessi fund- ur skýru ljósi á það fyrirbæri sem söngvakeppnin er. Mikilsverð mál- efni voru ekki til umræðu. Sigurveg- arinn er fyrst og síðast markaðsvara sem verður að selja snarlega áður en sá næsti verður krýndur. Þama sat 14 ára gömul belgísk stúlka snemma morguns, þegar búin að veita þijú útvarpsviðtöl og á henni dundu spumingar fféttamanna sem ekkert botnuðu í hvers vegna hún hafði unnið en ekki einhver annar. Breskur blaðamaður: - Faðir þinn tjáði mér í veislu er haldin var hér í Grieg-höllinni í gærkvöldi að þú værir fædd í október árið 1972. Þú ert þá 13 1/2 árs en ekki 14 eins og umboðsmenn þínir hafa viljað halda fram. Hvers vegna ertu að ljúga til um aldur? Umboðsmaður Söndm: - Hún er 14 ára. Portúgalskur blaðamaður: - Eig- um við ekki að láta Söndm svara Fréttaljós Eiríkur Jónsson Þannig vom þau í Bergen. Sungu sig i 16. sætið. þessari spumingu? Er hægt að fá að sjá vegabréf hennar? Umboðsmaðurinn: - Hún er ekki með það. Sandra Kim: - Ég er 14 ára. Fædd 1971. Ég veit sjálf hvað ég er gömul. ‘ Barnaheimili í Brussel Þýskur blaðamaður: - Má búast við að komið verði á fót barnaheim- ili í Bmssel þegar næsta söngva- keppni fer ffam ef stefnan er sú að sigurvegarar þurfi að vera svona ungir? Umboðsmaðurinn: - Nei, það er ekki ráðgert að koma á fót bama- heimili í Bmssel á næsta ári. Hvers vegna er ekki spurt um neitt nema aldur Söndm. Það þykir ekkert at- hugavert í íþróttum að affeksfólk sé ungt. Hvers vegna þykir þetta svona undarlegt á tónlistarsviðinu? Blaðamennimir, allir sem einn, á minnst fimm tungumálum: - En er stúlkan nógu þroskuð til að taka þessum mikla sigri. Eyðileggur þetta ekki bamæsku hennar? Kökubakstur í Belgíu Og svo koll af kolli. Þama komu ffam merkilegar upplýsingar um uppáhaldsijómaís bamastjömunnar og uppáhaldsrétt sem reyndist vera sérstök belgísk kaka sem enginn kann að baka nema amma hennar. Einnig fékk heimspressan svör við spumingum sínum um uppáhaldslit, uppáhaldssöngkonu, uppáhaldsdýr og uppáhaldshljóðfæri ungu stúlk- unnar. Sandra Kim sagði að sig dreymdi drauma um að verða trommuleikari. Og svo geispaði hún. Það var annar blaðamannafundur eftir hádegi. Mikil auglýsing Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva er ekki lítið fyrirtæki. Það hefur Henrik J. Lisæth, borgar- stjóri í Bergen, fengið að reyna. Þúsundir manna streymdu til borg- arinnar, þar af um 500 erlendir blaðamenn sem sendu fréttir til síns heima um allt milli himins og jarðar um þessa norsku borg er telur álíka marga íbúa og ísland allt. Allt í borg- inni tengdist á einn eða annan hátt söngvakeppninni, matseðlar, föt og borgarbragur allur. Á efstu hæð Grand Hotel var búið að innrétta sérstakan blaðamannaklúbb fyrir útlendingana og þar sátu menn í góðu yfirlæti með glas og lax og ræddu um mannlíf í Bergen og hugs- anlega sigurvegara í sjálffi keppn- inni. 14 Fóstbræður Sumir höfðu þá lífsreynslu í pússi sínu að hafa fylgst með 19 söngva- keppnum og jusu úr þekkingar- brunni sínum. Menn voru yfirleitt sammála um að belgíska lagið myndi sigra. Ungur aldur söngvarans virt- ist skipta þar mestu. Nú var spum- ingin hvaða eiginleiki væri vænlegastur til árangurs næst. Tvær ófrískar konur? 16 gamalmenni? 3 AIDS-sjúklingar? Eða kannski 14 Fóstbrseður? Vegir söngvakeppninnar eiu órannsakanlegir. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.