Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ofstjórn án aðhalds Enn hlaðast upp birgðir óseljanlegra afurða hins hefðbundna landbúnaðar, þrátt fyrir mikla og vaxandi ofstjórn. Svo er nú komið, að tíu bændur á Suðurlandi eru búnir með mjólkurframleiðslukvótann, þótt beztu framleiðslumánuðir ársins séu enn eftir. Reiknað er með, að flestir sunnlenzkir mjólkur- bændur verði búnir með framleiðslukvóta sinn í júlí eða ágúst. Á því stigi eiga þeir ekki annarra kosta völ en hella mjólkinni niður, því að stjórnendur landbúnaðar- ins hafa tekið við of mikilli mjólk til þessa. Skynsamlegra hefði verið að byrja fyrr að draga sam- an seglin í hefðbundnum landbúnaði. Ef tekið hefði verið mark á samdráttarsinnum fyrir aldaríjórðungi og framleiðslan minnkuð um svo sem 1-2% á ári, væri land- búnaðurinn ekki í úlfakreppunni, sem nú blasir við. Aðgerðir Framleiðsluráðs og annarra stofnana, sem stjórna landbúnaðinum, hafa reynzt gagnslausar. Bændur hafa verið hvattir og styrktir allt til hins síð- asta til að byggja fjós, sem þeir geta svo ekki notað, af því að ekki er hægt að úthluta þeim neinum kvóta. Bóndinn með 40 kýr í nýreistu fjósi og engan fram- leiðslurétt er dæmigert fórnardýr ofstjórnar í land- búnaði. Ráðamenn í greininni hafa staðið grimman vörð um gjafalán og styrki til fjárfestingar og fram- leiðsluaukningar, þótt samdráttur væri heppilegri. Sem dæmi um vitleysuna má nefna, að hinn rang- nefndi Framleiðnisjóður landbúnaðarins framselur mjólkurframleiðslukvóta, sem hann kaupir dýrum dóm- um af bændum. I stað þess að frysta hinn keypta kvóta, er hann seldur öðrum og heldur þannig uppi vandanum. Ofstjórnin er svo mikil, að sjóðir landbúnaðarins hamast við að kaupa og selja búmark og fullvirðisrétt, svo og að leigja þessi hugtök af bændum til skamms tímá. í öllum tilvikum missir viðleitnin marks, því að hún dregur ekki úr framleiðslu, sem ekki selst. Óselt nautgripakjöt í landinu nemur nú 1320 tonnum eða hálfs árs neyzlu þjóðarinnar. Kjötfjall þetta hefur stækkað um 45% á einu ári. Þannig hefur enn eitt fjall- ið bætzt við dilkakjötsfjallið, smjörfjallið og ostafjallið, nýr minnisvarði um samtvinnaða ofstjórn og óstjórn. Meðan fjöllin hlaðast upp í hinum hefðbundna land- búnaði, leysa eggja-, kjúklinga- og svínabændur sín vandamál með því að halda útsölu til að eyða sínum fjöllum í fæðingu. Þeir leysa vandann á sinn kostnað, en ekki á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Dæmigert fyrir hugarfar stjórnenda landbúnaðarins og meirihlutans, sem þeir ráða á Alþingi, er, að land- búnaðarráðherra er leyft að leggja 200% toll á innfluttar kartöfluflögur, af því að innlendum snillingum hefur dottið í hug að setja upp tvær flöguverksmiðjur. Fyrst eru skattgreiðendur látnir beint eða óbeint borga gæluverksmiðjur landbúnaðarins og síðan eru neytendur látnir borga tjónið af framleiðslunni. Raunar þarf ótrúlega ósvífni til að láta sér detta í hug, að hug- myndaflug skuli fjármagnast á þennan hátt. Þess er skemmst að minnast, að undanfarin ár hafa skattgreiðendur verið látnir kosta hverja kjarnfóður- verksmiðjuna á fætur annarri, þótt hinar fyrri sætu uppi með ársframleiðslu eða meira. Og síðasta snilldin felst í að láta skattgreiðendur greiða niður áburð. Þetta margþætta svínarí er framið á vegum hinna ábyrgðarlausu stjórnmálaflokka, sem kvöddu veturinn með því að samþykkja 200% kartöfluflögutollinn. Jónas Kristjánsson „Getur það t.d. verið að sjálfstæðiskonumar hefðu heldur viljað gefa öldruðum Reykvíkingum sextíu milljónirnar sem fóru til einnar góðrar ættar i Reykjavík fyrir land sem ekki verður notað næstu áratugi?" Einn drottnari - ein skoðun Hefur verið snúið baki við lýðræði í Reykjavík og flokksræði tekið upp í staðinn? Framsóknarflokkurinn átti aðild að þeim meirihluta sem fór með stjóm borgarinnar árin 1978-82. Þá var margt leyst úr Qötrum langrar valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Lýð- ræðisvinnubrögð vom innleidd og margir tóku þátt í stefhumótun og ákvörðunum. Þannig varð umræðan um borgarmálefhi á þessum tíma bæði almenn og opin. Völdin aftur á fárra manna hendur Reynt var að uppræta margs konar klíkuskap og mismunun þegnanna sem meira og minna hafði viðgengist á fímmtíu ára valdaferli Sjálfstæðis- flokksins. Einnig var dregið úr völdum embættismanna sem sumir hveijir litu fremur á sig sem gæslu- menn flokksins en þjóna fólksins. í dag er almenn umfjöllun og um- ræða um borgarmál því sem næst horfin. í dag hafa völdin safnast á fárra manna hendur og fyrst og fremst í hendur borgarstjóra. í dag hafa fljótfæmislegar skyndi- ákvarðanir komið í stað lýðræðis- legrar umfjöllunar kjörinna fulltrúa. í dag er viðamiklum málaflokkum stjómað af embættismönnum. í dag hafa nefhdir verið Iagðar niður og fækkað í öðrum svo hinir kjömu fulltrúar séu ekki að hnýsast í einstök mál meirihlutans. í dag er búið að koma fjölda borg- arfulltrúa í þá tölu sem var á því herrans ári 1908. í dag gildir gamli klíkuskapurinn þar sem vissum ættum og einstakl- ingum er umbunað fyrir dyggilegan stuðning og fylgispekt við flokkinn, sbr. t.d. kaupin á Ölfusvatnslandi og björgun ísbjamarins. í dag hafa einstaklingar, sem ekki hafa sýnt valdherrunum nægilega auðmýkt og undirgefni, verið látnir gjalda þess með starfi sínu. í dag hefur konum í Sjálfstæðis- flokknum verið vikið til hliðar. Karlveldiskennd borgarstjór- ans Það er merkilegt að skoða stöðu kvenna í dag innan borgarstjómar- meirihlutans. Er það kannski þannig SIGRÚN MAGNÚS- DÓTTIR FYRSTI MAÐUR Á BORGARSTJÓRNARLISTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS að einveldiskennd borgarstjórans virki innan flokksins sem karlveldis- kennd? Guðmundur Magnússon skrifar grein í Morgunblaðið 12. apríl um stöðu kvenna í flokknum í Reykja- vík. Þar ruglar hann saman nútíð og framtíð og setur fram furðu- legustu fullyrðingar eins og í niður- lagi greinarinnar: „Það virðist því mega staðhæfa að með því að greiða Sjálfstæðisflokkn- um atvæði í borgarstjómarkosning- um séu kjósendur að tryggja að það séu ekki karlar einir sem fara með völd í Reykjavík heldur bæði kynin.“ Ég fullyrði aftur á móti að með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn em kjósendur að kjósa yfir sig þröng karlveldissjónarmið, svo notuð séu orð greinarhöfundar. Konunum vikið til hliðar Eftir síðustu kosningar komu margar hæfar konur til starfa hjá Sjálfstæðisflokknum og hafa látið til sin taka á þessu kjörtímabili. Staðan í dag er hins vegar sú að þeim var vikið til hliðar í prófkjöri og áhrifa þeirra mun því lítið gæta á rjæsta kjörtímabili. Þetta er þeim mun merkilegra þegar þess er gætt að framgangur kvenna er mikill í öðrum flokkum og alveg sérstaklega í Framsóknarflokknum. Framsóknarkonur hafa unnið gey- simikið starf undanfarið og uppskera samkvæmt því, enda er Framsóknar- flokkurinn lýðræðissinnaður flokk- ur þar sem skoðanir allra fá að njóta sín. Sumir flokkar vilja greinilega einn drottnara og eina skoðun. Kannski er skýringin sú með sjálf- stæðiskonumar að þær vildu önnur vinnubrögð, meiri skoðanaskipti og samvinnu. Það hefur trúlega ekki fallið í góðan jarðveg hjá einræðis- herrunum. Getur það t.d. verið að sjálfstæðis- konumar hefðu heldur viljað gefa öldmðum Reykvíkingum sextíu milljónimar sem fóm til einnar góðrar ættar í Reykjavík fyrir land sem ekki verður notað næstu ára- tugi? Það hefði verið verðug gjöf í tilefhi tvö hundmð ára afmælis borgarinnar. Gæti það ekki hugsast að þær hefðu heldur viljað fá tuttugu millj- ónimar í dagvistarheimili en dýr hljómílutningstæki? Það er greinilegt að Davíð og fé- lögum finnst í lagi að hafa svona eina konu með til að sýnast eins og þetta var hér áður fyrr - hvers vegna að breyta því? Virða ekki lýðræði Við getum ekki treyst þessum flokki fyrir höfúðborg okkar allra: flokki sem ekki virðir lýðræði, flokki sem óttast umræður minnihluta í nefhdum, því þá er erfiðara að hygla einstökum flokksgæðingum. Þetta er flokkur sem vill valsa með fjármál borgarinnar sem sín eigin. Nei, meirihluti fólks vill ekki þessi vinnubrögð og sérstaklega treysti ég á konur að afneita svona vinnu- brögðum og koma til liðs við Framsóknarflokkinn og kynnast þróttmiklu starfi sem þar er unnið. Framsóknarkonur liafa sýnt með samtakamætti sínum hvemig hægt er að efla áhrif kvenna í stjóm- málaflokki og forystusveit flokksins hefur verið mjög jákvæð gagnvart starfi þeirra. Sigrún Magnúsdóttir „Kannski er skýringin sú með sjálfstæðis- konurnar að þær vildu önnur vinnubrögð, meiri skoðanaskipti og samvinnu. Það hefur trúlega ekki fallið í góðan jarðveg hjá einræðisherrunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.