Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Samkvæmt skoðanakönnun DV fær Sjálfstæðisflokkurinn mun meira fylgi til borgarstjómar en Alþingis. Hvaðan kemur þetta viðbótarfyigi Davíðs? Skoðanakönnun DV: Hvaðan fær Davíð fýlgið? - fær jafnvel atkvæði alþýðubandalagsmanna Eðlilegt er, að fólk spyrji, hvaðan burðafylgi, ef nú væri kosið til borgar- inn fylgi 65,5 prósenta þeirra, sem taka komi hið mikla fylgi D-listans í borgar- stjómar, þótt nokkuð hafi dregið úr aístöðu. Alþýðuflokkurinn fengi 7,9 stjómarkosningum í Reykjavík. forskoti D-listans, síðan DV gerði sams prósent, Framsóknarflokkurinn ekki Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun konar könnun í janúar. I síðustu nema 1,4 prósent, Alþýðubandalagið DV fengi Sjálí'stæðisflokkurinn yfir- könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur- 18,7 prósent og Kvennalistinn 6,5 pró- % 60 j I Alþýðu- Framsóknar- flokkur flokkur 30 20 10 T i I i T I ic Bandalag Sjálfstæðis- Alþýðu- Kvenna- jafnaðarmanna flokkur bandalag listi Súluritið sýnir fylgi listanna, ef kosið yrði til Alþingis í Reykjavík, samkvæmt skoðanakönnuninni nú, skoðanakönn- un DV í janúar síðastliðnum og úrslit síðustu þingkosninga í Reykjavík. í dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Bílar lækka - bílasalar hækka Undarleg stétt þessir bílasalar. Nú á tímum verðstöðvunar og verð- lækkana taka þeir sig til og hækka sölulaun um flórðung. Fimm þúsund krónur takk sem lágmarkssölulaun fyrir að selja gamlan bíl. Ástæða hækkunarinnar er sögð sú að notað- ir bílar hafi lækkað i verði, aukin- heldur að það þurfi að ýta gömlu druslunum út af sölunum. Einkenni- leg rök að tarna. í fyrsta lagi ætti verðlækkun að ýta undir meiri sölu og þar með fengju bílasalar meira í kassann. í öðru lagi hafa þeir ekki látið sig nokkru skipta til þessa hve gamall bíllinn sem þeir eru með á skrá sé. Það hefur hingað til ekki verið mottó bílasala að taka ábyrgð á þeim bílum sem þeir selja. Það eru einfaldlega seljandi og kaupandi sem gera út um málið og saliirn sér ein- göngu um að koma viðskiptunum á. í DV í gær kemur fram að sumir bílasalar kunna ekki aðrar skýringar á hækkim sölulauna en þau hækki eins og annað. Sér eru nú hver rök- in. Samkeppni í bílasölu er vafalaust hörð, en fáar stéttir veita jafnlélega þjónustu og bílasalar. Þeir sem hyggja á kaup á notuðum bíl snúa sér gjaman að næstu bila- sölu til að kanna hvað þar er á boðstólum. Oftar en ekki er þessi starfsemi rekin í skúrum. Þegar inn er komið slær fyrir brjóst af nýjum og gömlum tóbaksþef. Bilasalinn sit- ur ábúðarmikill og talar í síma en tveir aðrir símar hringja stanslaust. Á bekk til hliðar sitja vanalega tveir til flórir atvinnubraskarar í faginu og ræða um bíla fram og til baka. Tilvonandi kaupandi bíður kurteis í hálftima þar til bílasalinn gerir hlé á símtölum, kveikir í nýrri sígarettu og spyr: Hvað viltu? Kaupandinn til- vonandi stynur upp erindinu. Mig vantar bíl á svona hundrað og fimm- tíu þúsund. Bílasalinn grípur hendi niður í lúið kartótek, flettir spjöldum um hrið og segir svo fastmæltur: Eg á héma handa þér prýðisgóða Lödu. Þú getur fengið hana á hundrað og sjötíu. Viðskiptavinurinn fer hjá sér og segir lágróma: Ja, ég var nú kannski að hugsa um einhveija aðra sort. Braskaramir á hliðarbekk hafa hætt samræðunum og hlusta opin- mynntir. Einn blandar sér strax í málið. Ég skal sko segja þér að þessi Lada er alveg súperkerra. Nýbúið að taka upp vélina og þú færð ekki betri bíl. Ég var sjálfur með hana í sigti. Bílasalinn er aftur kominn í sím- ann. Reynir að fullvissa sveitamann fyrir norðan um að ekki sé enn búið að selja Land-Roverinn hans, en sala hljóti að fara fram innan tíðar. Þegar simtalinu lýkur segir einn braskar- inn spyrjandi: Var hann að spyija um jeppann sem við seldum Bjössa í Keflavik í síðasta mánuði? Blessað- ur vertu, Bjössi er búinn að selja hann þrisvar siðan þá. Viðskiptavinurinn fer að óróast og veltir fyrir sér auðveldri Ieið til að sleppa úr greipum bílasalans og hans manna. Stynur upp: Ja, ég ætla nú að hugsa þetta aðeins betur með Löduna. Kem bara aftur. En nú reis- ir bílasalinn sig upp og segir með þunga. Hvaða ragl er þetta, maður. Ég skal koma bílnum niðrí hundrað og fimmtíu fyrir þig. Vertu bara að- eins rólegur. Snýr sér aftur að kartótekinu, blaðar í því um stund. Finnur kortið og hringir. Halló! Er hún Jóna þama? Hvað segirðu. Er hún dáin? En hvemig er með Löduna hennar - hún ætlar samt að selja bilinn er þaekki? Hlustar um stund, skellir síðan á og snýr sér að kúnn- anum: Þessi Lada sem þú vildir endilega kaupa er ekki lengur til sölu því eigandinn er dáinn. Hefur senni- lega keyrt á bílnum yfir ha ha ha... Braskarar hlæja líka dátt. Kúnninn grípur tækifærið feginshendi og skondrar í átt til dyra um leið og hann þakkar viðskiptin - semraunar vora engin. Það síðasta sem hann heyrir þegar hann leggur aftur hurð- ina er rödd bílasalans: Vertu ekki að flýta þér svona, maður. Ég á héma alveg frábæran Fíat sem þú getur fengið strax í dag. Það er sett á hann tvöhundrað en ég get reynt.... Já. Það er undarleg stétt þessir bilasal- ar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.