Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Hannes Heimisson. mrwnwiMninwiiiK—irwTWMTnnriTiri—■iiiiiiii)»i.iii— rrtiMBT—"~****1"~l***—*"**—*"—*~**—~***,,*,*~*~******n~,******~—~*™*—*~~*~**~TT*nmiin,wimwTir*"~**,***™~"~—*nn Baskar buðu Rómverjum einnig birginn Baskar mótmæla ofbeldi lögreglunnar og krefjast frelsis til handa stjómmálaföngum i borginni San Sebastian á Norður-Spáni. Einræðisherrann Frankó ásamt frú Carmen skömmu fyrir endurreisn lýðræðis á Spáni. Frankó reyndist Böskum erfiður og bældi af hörku nið- ur hverja tilraun þeirra til aukins sjálfstæðis. þykktur og baráttan hélt áíram. Nú eru Baskahéruðin heimastjómar- svæði og heíur verið slakað mjög á öllum hömlum. ETA heldur þó áfram hryðju- verkastarísemi sinni og hefur yfir- völdum gengið illa að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna samtak- anna er auðvelt hafa átt með að flýja yfir til Frakklands. Frakkar, er ekki vilja vandræði sín megin á landamærunum, segjast ekki geta ffamselt þá því stjómar- skrá landsins banni fi-amsal á pólit- ískum flóttamönnum. Til Suður-Ameríku Þessi stundina er í haldi í Frakk- landi maður sem tahnn er líklegur leiðtogi ETA og verður hann senni- lega rekinn úr landi til Suður- Ameríku. Maðurinn var handtekinn fyrir að bera á sér vopn og fölsk skilríki. ETA hefur látið mikið í sér heyra að undanfömu og hefur meðal ann- ars lagt fram drög að ffiðarskilmál- um við spænsk stjómvöld. Þar segir meðal annars að Herri Batasuna verði lögleidd sem stjóm- málasamtök, hætt verði að reka menn til þriðja lands og GAL, gagn- hryðjuverkasamtök á vegum stjóm- valda, verði lögð niður. Krefjast þau ennfremur að árið 1988 verði haldin almenn atkvæða- greiðsla í borginni Navarra um að innlima það hérað í Baskahéruðin og í júlí 1987 verði baskneskir fangar náðaðir í tilefni tíu ára afmælis lýð- ræðis á Spáni. Sjálfsákvörðunarrétt fyrir 1996 Fara þau ffam á aukna notkun á basknesku í skólum landsins og á opinberum vettvangi og 1994 verði lögreglusveitir eingöngu Ertana, er stendur fyrir heimastjómarlögreglu Baska. Fara þau ennffemur fram á að herinn verði kominn undir borgara- lega stjórn í Baskahéruðunum eigi síðar en 1996 og samið verði um sjálfsákvörðunarrétt. Litlar líkur er taldar á því að stjómvöld í Madrid gangi að kröfu Baska og enn halda ofbeldisaðgerðir áffam. Síðastliðinn föstudag gerðu sprengjusérffæðingar óvirka sprengju í bifreið fyrir framan lög- reglustöðina í Bilbao og 72 ára gamall maður var skotinn til bana í borginni San Sebastian. Undanfarin tíu ár hafa hryðju- verkamenn ETA orðið 476 mönnum að bana auk þess sem þúsundir hafa særst. Stríðið heldur áffam og enn sér enginn fyrir endann á öllum þessum hörmungum. Pétur Pétursson, fréttaritari DV i Barcelóna: Baskar em þjóðflokkur sem lítið á skylt með öðmm þjóðum og um uppmna þeirra er fátt vitað. Leiddar hafa verið líkur að því að um skyldleika geti verið að ræða með þeim og ungverskum þjóðar- brotum en ekki hefúr tekist að færa sterk rök fyrir þeim bollaleggingum. Það er kannski ástæða allrar þeirrar spennu sem verið hefur í Baskahér- uðum Spánar undanfarin ár að Rómverjum tókst ekki á sínum tíma að innlima þá í ríki sitt. Baskar veittu þeim ætíð harða mótspymu með kröftugum skæmhemaði í Pyr- eneafjöllum. Geysisterk þjóðernisvitund Helstu skapgerðareinkenni Baska em stolt og geysisterk þjóðemisvit- und. Þetta hefúr hjálpað þeim að varðveita tungu sína þrátt fyrir að þeir hafi alla tíð verið undirokaðir af öðrum þjóðum. Baskahémðin hafa ætíð verið svo- kölluð jaðarsvæði, eða skil milli tveggja menningarheima. A miðöld- um skiptu Frakkar og Spánverjar bróðurlega á milli sín Baskahémð- unum. Þetta hefur skipt þjóðinni í tvær fylkingar, franska Baska og spænska. Á þessari öld spratt upp mikil óá- nægja á meðal Baska. Þeir tóku að átta sig á því að menning þeirra og tunga væri í hættu. Óánægja þessi varð að krafti er varð að finna sér farveg. í Baskahémðunum reis upp öflug hreyfing karlunga er barðist fyrir konungsveldi og kirkju. Einnig var stofnaður Þjóðemisflokkur Baska. Óróinn fór vaxandi. Er Frankó hrifsaði völdin 1939, tók við 40 ára einræðistímabil fasista í ' sögu Spánar. Eitt helsta stefhumál þeirra var að sameina Spán, efla spænska þjóðemisvitund meðal allra þjóðarbrota i landinu og kenna þeim að tala spænsku. Stjómmálaflokkar vom bannaðir og þar á meðal Þjóðemisflokkar Baska og Katalóníumanna er leystir vom upp og stimplaðir ásamt komm- únistum sem óvinir ríkisins. Úr þessum jarðvegi spratt ETA, leynileg hreyfing er barðist gegn Frankó og fyrir sósíalisma. Stofnun ETA var svarað með mikilli hörku af hálfu fasista. Sem hersetnar óvinaborgir Sú harka hleypti illu blóði í Baska er skráðu sig unnvörpum í ETA. Um tíma vom það ekki margir Baskar er ekki vom skráðir í samtökin. Enn jókst harka Frankós er vildi upp- ræta meinið með öllum tiltækum ráðum. Brátt tóku stærstu borgir Baska- héraðanna, Bilbaó og San Sebastian, og líkjast hersetnum óvinaborgum. Slík harka hlaut að kalla á andóf og í lok sjötta áratugarins jókst of- beldið. ETA klofnaði um líkt leyti í hem- aðararm, hiyðjuverkasamtök og stjómmála- og hernaðararm, pólit- íska öfgamenn er aðhylltust kenn- ingar marxismans. Þeir einblíndu á stéttabaráttu og áttu rætur sínár að rekja til verka- lýðshreyfingarinnar. Enn jókst ofbeldið og urðu harka- legar starfsaðferðir öryggissveita Frankós til þess að meðlimir ETA gátu beðið um hæli í Frakklandi sem pólitískir flóttamenn, en þaðan gátu þeir svo stjómað aðgerðum heima fyrir án teljandi áhættu. Árið 1973 vann svo ETA sinn stærsta sigur. í Madrid tókst þeim að sprengja upp bifreið er flutti Carrero Blanco hershöfðinjga, hægri hönd Frankós og líklegan eftirmann. ETA hafði höggvið stórt og það í sjálfri höfuðborginni. Nokkuð er fáa hafði gmnað að þeir hefðu bolmagn til. Þetta var orðið stríð. Stjórnmálaflokkur Baska Árið 1975 vom opinberlega teknir af lífi tveir meðlimir ETA og ári síð- ar dó Frankó. Jóhann Karl var krýndur konung- ur og lét hann verða sitt fyrsta verk, og raunar síðasta sem einráður kon- ungur, að skipa nefnd til að gera lýðræðislega stjómarskrá. Einræð- istíminn var á enda og við það leystist upp hinn stjómmálalegi armur ETA er leiddi af sér stofnun stjórnmálaflokks að nafni Herri Bat- asuna á meðal Baska er enn hefur ekki fengið viðurkenningu spænskra stjómvalda sem fullgildur stjóm- málaflokkur. Burt með lögregluna Herri Batasuna og ETA lögðu fram það sem kallað var valkostur KAS. Krafa þeirra var aðeins ein og mjög skýr. Burt með lögregluna! Þessi valkostur var ekki sam- Hryðjuverk öfgasamtaka Baska halda áfram á Spáni. Frá upphafi hafa tæplega 500 manns látið lifið í hiyðjuverkum Baska gegn stjómvöldum í Madrid. Á meðfylgjandi mynd sést illa leikin vömafgreiðsla spænska rikisflngfélagsina á alþjóðaflugvellinum í Madrid i sprengjutilræði Baska árið 1979. Þar létu fjórir lífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.