Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
5
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Tálknafjörður:
Steyptar sjávaijurtir
og mislitur fjömsandur
„Það hefur mér fundist furðuleg
tilhögun að kaupa tilbúið erlent
dót handa börnum til nota við
handavinnukennslu í skólum þeg-
ar nóg er til af innlendu efni sem
sjálfsagt er að nýta,“ segir Guðrún
Einarsdóttir á Sellátrum. Og hún
talar þar af eigin reynslu því fátt
er það úr náttúrunni sem hún hefur
ekki notað á ýmsan máta í sinni
listsköpun.
Sellátrar standa yst í Tálknafirð-
inum og þar er landslag mun
hrikalegra, og jafnframt fegurra,
en þegar innar dregur. Húsið að
Sellátrum stendur eitt og ákaflega
Eins konar fjöruborð
Eitt af því sem Guðrún gerir úr
undrum hafsins eru glerborð sem
undir glærri borðplötu geyma alls
kyns sjávardýr og jurtir. Þar eru
kórallar, kuðungar, ígulker og hin-
ar ýmsu sandtegundir, svo eitthvað
sé nefnt. En hvaðan kemur allur
efniviðurinn?
„Ég safna þessu að miklu leyti
sjálf en svo eru sjómennirnir hérna
mjög duglegir við að hirða úr aflan-
um hjá sér það sem þeir telja að
komið gæti að gagni. Þeir færa mér
margt sem aðeins fæst þegar veitt
er á miklu dýpi og ég á ekki mögu-
synlegt að nýta tímann vel,“ svarar
Guðrún. „Einhvern veginn hefur
mér alltaf tekist að finna ráð við
þvi en hefði viljað gera miklu
meira. Síðustu árin hefur verið
mun meira næði.
Tími til að opna augun
„Annars er það á fleiri sviðum
en í handavinnukennslu sem við
íslendingar erum ekki nægilega
sjálfstæðir og vakandi - látum okk-
ur nægja að elta aðrar þjóðir
gagnrýnislaust. Stórt mál er til
dæmis öll aukaefnin í matvælum
Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum með sjávarjurtir steyptar í plast.
DV-mynd baj
sér í miðri fjallshlíð talsverðan spöl
frá byggð. Þeir bæir sem utar stóðu
í Tálknafirði eru löngú komnir í
eyði en Guðrún segist ekkert vera
á förum.
Fjaran og sjávarbotninn
„Nær væri að senda börriin beint
út í náttúruna aftur og segja þeim
að finna sér eitthvað til þess að
vinna úr því af nógu er að taka,“
bætir Guðrún við og sýnir, sem
dæmi um fjölbreytileikann, myndir
gerðar úr hinum ýmsu jurtum sem
síðan eru steyptar í plast. Hvort
jurtimar vaxa á landi eða í sjó
skiptir engu - hvort tveggja er jafn-
nothæft til myndgerðar.
„Jurtimar þurrka ég í sandi því
annars er ekki hægt að ná fíngerð-
um blómkrónum með sama yfir-
bragði og á lifandi gróðri. Og þetta
er mjög viðkvæm og fíngerð vinna
þar sem lítið má út af bera. Sandur-
inn fæst hérna í fjörunni og á
Vestfjörðum er fjörusandur með
ýmsu móti en oft ákaflega ljós á
litinn."
leika á að finna í fjöruborðinu.
Líka kemur fyrir að ég fæ sent að
utan - þessa steina'pantaði ég til
dæmis frá Brasilíu. Sker þá síðan
niður og hluta í einingar sem síðan
eru slípaðar með ákveðnum að-
ferðum í sérstökum tækjum."
Tækin eru til staðar á Sellátrum
og mikið slípað af grjóti.
Að nýta tímann líka
Húsið að Sellátrum geymir mikið
magn handverka sem Guðrún hef-
ur unnið gegnum árin, svo sem
handofna dúka, slípaða steina, fín-
gerðar myndir, sem eru bæði
teiknaðar og málaðar, fyrrnefndar
borðmyndir og jurtamyndir steypt-
ar í plast, keramikstyttur og jafnvel
borðlampa úr ígulkerjum. Hlutirn-
ir hafa verið unnir meðfram ýmsum
störfum tengdum veraldarvafstrinu
- svo sem uppeldi ellefu bama,
kennslustörfum og svo mætti lengi
telja. Hvernig þetta er allt saman
hægt á einni mannsævi virðist ekki
auðskilið.
„Við þessar aðstæður er nauð-
sem við síðan innbyrðum athuga-
semdalaust. Þetta er nokkuð sem
mér finnst þurfa að taka til at-
hugunar án tafar. Sem dæmi um
það hvað fólk er sofandi fyrir þessu
er mjólkin sem ég fékk fyrir nokkru
í hendurnar og var með áberandi
aukabragði. Engu líkara en máln-
ing eða smurolía hefði komist í
framleiðsluna. Samt sem áður
drakk fólk þetta athugasemdalaust
og ég var sá eini sem hreyfði ein-
hverjum andmælum. Þegar ég
hringdi var þetta álitið óþarfa þras
en við nánari athugun kom í ljós
að ein vélin var biluð og smitaði
frá sér þessum óþverra. Og bilunin
virtist ekkert ný af nálinni. Slíkir
atburðir eiga ekki að geta gerst og
þetta er einungis lítið dæmi um
ástandið. Við þurfum að fara að
hugsa okkur nær og vinna úr því
sem er beint við nefið á okkur alla
daga og þá helst með þeim aðferð-
um sem ekki skaða hráefnið - hvort
sem það er ætlað til átu eða notk-
unar á öðrum sviðum.“
-baj
Daglega á milli þessar vikumar. Jóhann Sigurbjömsson, forstjóri Rifs hf„
lengst til vinstri, Ámi Kristinsson og Jóhann Jóhannsson, sonur Jóhanns, for-
stjóra Rifs. DV-mynd JGH
DV í Hrísey:
Forstjóri ferjaður
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Stórútvegsbóndinn í Hrísey, Jóhann
Sigurbjömsson, forstjóri Rifs hf., siglir
með Hríseyjarferjunni Sævari þessa
dagana með nokkrum manna sinna.
„Við förum daglega á milli núna.
Við erum með arrnan bátinn okkar,
Svan, í viðgerð á Hauganesi," sagði
Jóhann og steig ölduna um borð í
Sævari.
Að sögn Jóhanns er mikil atvinna í
Hrísey og því nær ekkert um að eyjar-
skeggjar stundi vinnu uppi í landi.
- Hvort hann væri ekki stórútvegs-
bóndinn í eyjunni?
„Það held ég nú ekki. Áður voru hér
menn sem stóðu undir því nafhi. Þeir
áttú hver sína bryggju, verkunarhús
og báta.“
„Við kunnum ekki neitt mikið ennþá,“ sögðu fótboltahetjurnar á Patreksfirði.
DV-mynd baj
Patreksfjörður:
Horfum á heimsmeistarana
Strákamir á Patreksfirði hlupu á
effir leðurbolta sem óðir væru og gáfu
þar ekkert eftir öðrum landsmönnum
síðustu vikumar. Eftir hlaupin settust
menn svo niður og horfðu á aðra
hlaupa á eftir keimlíkri tuðm af engu
minna kappi - allt í beinni útsendingu.
„ Jújú, við horfum á heimsmeistar-
ana og keppnina þegar við megum,"
sögðu félagamir, Ami Valdimarsson,
Svavar Sigursteinsson og Gísli Finnur
Aðalsteinsson. Og vinur þeirra, Aðal-
steinn Sigurgeirsson, tók í sama
streng.
„En við vitum samt ekkert mikið
ennþá, bara svona hverjir em bestir
og svoleiðis.“ Einn bætir við að hann
haldi með Líverpúl og veldur það
ákveðnu óöryggi í hópnum.
Loks tekur þó annar á sig rögg og
segir ákveðið: „Ég held með Brasiliu,
þeir em langbestir." Salómonsdómur
sem leysir vandann og þeir hendast
af stað -- sparkandi boltanum langar
leiðir og í allar áttir. Markvörður við
enda vallarins æpir öskuvondur og
bendir þeim á hvert ferðinni er heitið.
Tilmælin em tekin til greina - þvagan
breytir um stefiiu og nú öllum er ljóst
að enn eitt ódauðlegt mark er í upp-
siglingu.
-baj
„Siggu Viggumar" í frystihúsinu á Dalvik með Kristmanni verkstjóra. „Klukkan
aefur okkur pásu en ekki Kristmann." DV-mvnd JGH ,
DV á Dalvík:
„Jæja,“ sagði veiksljórinn
„Nei, okkur finnst hann vera bæði
smár og of tættur. Eins er of mikið
af ormum í honum. Það er einna verst
að verka grálúðuna en armars er þetta
svosem allt eins.“
Það gall í rafmagnsklukkunni. Pás-
an búin. „Jæja,“ sagði Kristmann. Það
skilja allir þetta „jæja“ hjá verkstjór-
tmum.
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
„Klukkan gefur okkur pásu en ekki
Kristmann," sögðu þær „Siggu Vigg-
umar“ í frystihúsinu á Dalvík, auðvit-
að í 7 mínútna pásu og Kristmann
Kristmannsson verkstjóri nálægt.
,Það hefur verið mikil vinna hjá
okkur að undanfömu, við vinnum
bæði laugardaga og sunnudaga."
Allar em þær stúlkur í skóla á vet-
uma en ijúka í fiskinn á sumrin.
„Þetta er indælt starf í rigningu en
leiðinlegt í sól eins og núna.“
- Góður fiskur sem þið eruð að
verka?