Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986. Andlát Útfor Helga Björgvins Bjömssonar, fv. deildarstjóri hjá Pósti og síma, verður í dag, föstudaginn 4. júlí, kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Ingveldur Ólafsdóttir, Sörlaskjóli 3, lést miðvikudaginn 2. júlí í Landa- kotsspítala. Kristján Gunnarsson, byggingar- meistari, Mýrarbraut 29, Blönduósi, sem lést í Héraðshæli Austur- Húnvetninga 30. júní sl., verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laug- ardaginn 5. júlí nk. kl. 14. Soffia Jónsdóttir, Eyrargötu 19, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. júlí nk. kl. 14. Jarðarför Þóroddu Loftsdóttur frá Uppsölum, Vestmannaeyjum, verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 5. júlí kl. 14. Tilkyrmingar Ný plata með Bubba Mortens „Blús fyrir Rikka" kemur út í dag. Hér er um að ræða tvöfalda plötu sem inniheld- ur 25 lög. Þetta er í fyrsta sinr sem Bubbi Mortens sendir frá sér ekta trúbadorplötu þar sem hann kemur einn fram með kass- agítarinn og munnhörpuna. Á þessum tveimur plötum er að fmna hljóðritanir sem voru gerðar í Stúdíói Sýrlandi í apríl á þessu ári svo og af tónleikum. Á plöt- unni er einnig að finna tvær hljóðritanir með Bubba og Megasi, lögin Isbjarnarblús og Jónas Hallgrímsson. Af öðrum hljóðrit- unum má nefna ný lög eins og Haustið á liti, Rauðir fánar, Blús fyrir Rikka og út- sendingar Bubba á lagi Megasar, Skutlin- um, og laginu Biðinni eftir Tolla. Á þessum tveimur plötum er hátt í 10 blúsar og trú- batorútgáfur af mörgum fallegustu ballöð- um Bubba, s.s. Blindskeri, 1 spegli Helgu og Meskalín. Útgefandi er hljómplötuút- gáfan Gramm. . Tilkynning frá Alþingi Alþingi tilkynnti í desember 1985 um sam- keppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins. keppnislýsing var tilbúin í febrúar sl. Skilafrestur rann út 12. júní sl. Mjög góð þátttaka var í keppn- inni og bárust 25 tillögur. 1 dómnefnd sitja: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, Ingvar Gíslason, for- seti neðri deildar Alþingis, Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis, Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt, for- stöðumaður Borgarskipulags, Helgi Hjálmarsson arkitekt, Hilmar Þór Bjöms- son arkitekt, Stefán Benediktsson, þingmaður og arkitekt. Dómstörf em hafin og áætlað er að ljúka þeim í júlílok. XV. Norrœna menningarhótíð heyrnarlausra 1.-5. júli 1986 íReykjovík Nokkrar ályktanir stórstúkuþings 1986 Stórstúkuþing 1986 skorar á alþingismenn þjóðarinnar að vera vel á verði gegn tillög- um um heimild til bruggunar og sölu á áfengu öli og telur slíka tillögur stríða gegn nútímaþekkingu um staðreyndir á afleiðingum þess, sem meðal annars leiddi til stóraukinnar heildarneyslu áfengis. Velkommen ombord! Welcome aboard! Bások omncrd. w. butrí- Capvs WY .SIMSON ECHO» 4&^SIMBAD Sýningarbátur frá Noregi Nú í júlímánuði mun koma til landsins sýningarbátur frá Simrad-verksmiðjunum í Noregi. Báturinn verður búinn öllum nýjustu fiskleitartækjum um borð og gefst skipstjórnarmönnum færi á að sjá tækin vinna í raun. Bátur þessi er notaður af Simrad til kennslu og sýningarferða og hefur farið um alla Evrópu. Ennfremur er hann notaður til námskeiðahalds á Ma- deira á vetuma. Hafa meðal annars nokkrir íslenskir skipstjórar sótt nám- skeið þessi þar. Hér á landi mun verða siglt til eftirfarandi staða: Neskaupstaðar 6.-8. júlí, Húsavíkur 10. -11. júlí, Akur- eyrar 12.-13. júlí, Ísaíjarðar 15.-16. júlí, Patreksfjarðar 17. júlí, Ólafsvíkur 18. júlí, Reykjavíkur 20.-23. júlí, Vestmannaeyja 25.-27. júlí og Hafnar 29.-30. júli. Vonast er til að sem flestir sjómenn og útgerðar- menn sjái sér fært að koma og skoða bátinn. Farnar verða sýningarsiglingar aðeins út fyrir á hverjum stað fyrir þá sem þess óska. Umboðsmaður Simrad á Islandi er Friðrik A. Jónsson hf., Skipholti 7, Reykjavík. Héðan mun svo báturinn fara til Þrándheims Noregi á Norfíshing. Fjölbrautaskólanum i Breið- holti slitið. Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið í Bústaðakirkju 30. maí sl. Skólaslitin fóru fram með hefðbundnum hætti. Guðni Þ. Guðmundsson, organisti Bústaðakirkju, lék á orgel og kvartett skipaður söngfólki úr kór kirkjunnar söng við skólaslitin. I Fjölbrautaskólanum voru á vorönn 1288 nemendur á sjö námssviðum dagskólans en 983 voru í öldungadeild skólastofhunar- innar. Þannig stunduðu alls nám á vorönn 2271 nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Af hinum 1288 nemendum í ferli skráðu 1125 sig til prófs eða nær 90% af nemendum vorannar. Af próftökum stóðust 916 próf, þ.e. náðu tilskyldum ein- ingafjölda, en það eru 84% þein-a er skráðir voru til prófa á vorönn 1986. Á þessum degi hljóta prófskírteini frá dag- skóla FB 154 nemendur en úr öldungadeild skólans 98 eða alls 252. Þá hafa þegar verið brautskráðir frá Kvennaskólanum í Reykjavík á ábyrgð Fjölbrautaskólans í Breiðholti 52 stúdentar. Á skólaárinu 1985-1986 brautskráðust alls 150 nemend- ur auk 75 stúdenta frá Kvennaskólanum. Var því heildarfjoldi stúdenta á ábyrgð Fjölbrautaskólans í Breiðholti 225 talsins. Á skólaslitum voru flutt ávörp. Fráfarandi formaður Nemendafélags Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, Sigsteinn Páll Grétars- son, lét af störfum og kvaddi nemendur og kennara. Viðtakandi formaður, Sigþór Sigurðsson, tók við fundarhamri skólafé- lagsins og úthlutaði verðlaunum til þeirra nemenda er mest höfðu lagt af mörkum til félagslífsins á skólaárinu 1985-1986. Utvarp Sjónvarp Guðrnn Hjartardótdr nemi: „Utvarpið er enginn tímaþjófur“ Ég hlustaði á leikritið „Elsku Maria“ sem að var mjög skemmti- legt. Það var góð tilbreyting að fá íslenskt leikrit eftir öll þau erlendu leikrit sem við höfum fengið að heyra nýlega. Á eftir leikritinu kom þátturinn „Reykjavík í augum skáída“ sem var aldeilis ágætur þátt- ur og mætti vera meira af svona þáttum. Ég skipti síðan yfir á rás 2 og hlustaði á rökkurtóna Svavars Gests. Svavar er alltaf eins en ágæt- ur. Á þáttinn um strákana frá Muswell, sem var um sögu hljóm- sveitarinnar Kinks, hlustaði ég með öðru eyranu. Mér fannst rás 2 heldur tilbreyt- ingalítil framan af en þetta virðist aðeins farið að skána núna. Það virðist ekki vera skylda lengur að hafa níutíu prósent þáttanna .tónlist. Þetta er farið að vera aðeins fjöl- breytilegra núna. Annars hlusta ég mikið á rás 1 á kvöldin. Ég hlusta á flest leikrit og framhaldsleikritið á laugardögum er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst fjölgun frétta- tíma líka góð breyting. Það er fínt að frá frí frá sjónvarp- inu eitt kvöld í viku. Sjónvarpið tekur svo mikinn tíma frá manni. Útvarpið er aftur á móti ekki sami tímaþjófurinn. Maður getur alltaf verið að gera eitthvað annað um leið og maður hlustar á útvarpið en þegar maður horfir á sjónvarp verð- ur maður að sitja aðgerðarlaus fyrir framan það. -IÓ Stórstúkuþing 1986 undirstrikar þá nauðsyn að hamla gegn fjölgun áfengisút- sala og vínveitingastaða og telur að öll takmörkun á framboði áfengis geti dregið úr áfengisneyslu, en engan skaðað. Stórstúkuþing 1986 skorar á alla opin- bera aðila að hætta veitingu áfengra drykkja í veislum, en beita sér fyrir að óáfengir drykkir skipi veglegan sess í op- inberum samkvæmum. Stórstúkuþing 1986 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir lagasetningu sem taki mið af samþykktum alþjóðaheil- brigðismálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna i áfengismálum og stuðla þannig að minnkandi áfengisneyslu. Þá vekur Stórstúkuþing athygli á þeirri nýbylgju bættra og heilbrigðra lífshátta Bókagjöf frá Félagi frjáls- hyggjumanna Nýlega afhentu þeir dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, framkvæmdastjóri og kennari í viðskiptadeild Háskóla íslands, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem kynnt hefur verið að undanföru undir kjörorðunum Heilbrigði - Hollusta - Bindindi og felur famkvæmdanefnd Stór- stúkunar að kynna og reka áróður fyrir þessum nýja lífsstíl. Stórstúkuþing 1986 vekur athygli á því að átta þúsund manns hafa gengið í sam- tök uridir einkunnarorðunum Vímulaus æska. Það er óráðið hvað úr þeim félags- skap verður og enn er þar engin stefna mörkuð. Hins vegar sannar það að fólk hópast saman vegna þessara einkunnar- orða, að mörgum stendur ógn af vímuefna- neyslu unglinga. Þess er að vænta að málið verði nú hugsað til þrautar og menn átti sig þúsundum saman á því að áfengi er vímuefni og hafni því neyslu þess sjálfra sín vegna og vegna þeirrar samábyrgðar sem jafnan fylgir mannlegu félagi. framkvæmdastjóri Háskólabókasafni, að gjöf, fyrir hönd Félags frjálshyggjumanna, bækur um stjórnmál og hagfræði að and- virði um 35 þús. kr. Hafði Félag frjálshyggjumanna safnað fé til þessárar bókagjafar hjá ýmsum fyrir- tækjum og einstaklingum en í bréfi þess til Háskólabókavarðar segir meðal ann- ars: „Félag frjálshyggjumanna hefur lengi haft áhuga á því að stuðla að sem traust- astri fræðilegri kjölfestu íslensks almenn- ings og menntamanna í umræðum um þjóðmál og stjórnmál. Slík kjölfesta felst ekki síst í góðum bókakosti, sem tiltækur sé þeim sem nema vilja, og hvergi er slík- ur bókakostur nauðsynlegri en í Háskóla Islands þar sem mikill hluti komandi menntamannakynslóðar fer um.“ Hér er í fyrsta. lagi um að ræða tímarit- ið Frelsið, sem Félag frjálshyggjumanna hefur gefið út frá 1980, innbundið í heild sinni I þremur eintökum, og mun það geta legið frammi á ýmsum lesstofum Háskól- ans. Einnig eru í bókagjöfmni flest nýlegustu rannsóknarritin, sem breska vísindastofnunin Institute of Economic Affairs í Lundúnum hefur gefið út, en sú stofnun fæst við að greina þá möguleika sem eru á að leysa mál fremur með mark- aðsviðskiptum en ríkisafskiptum og verðlagningu fremur en skattlagningu. Ýmis önnur rit eru einnit í bókagjöf- inni, til dæmis sum helstu hagfræðirit Ludwigs von Misess, hins kunna austur- ríska hagfræðings sem var einn ótrauðasti stuðningsmaður markaðskerfisins á fyrri hluta þessarar aldar, rit Ludwigs Erhards, kanslara Vestur-Þýskalands og höfundar þýska efnahagsundursins, og breska blaðamannsins Paul Johnsons. Félag frjálshyggjumanna er að safna fé til þess að geta gefið svipaðar bókagjafir í lestrarstofur framhaldsskólanna um land allt nú í haust er þessir skólar hefja aftur starfsemi sína. Afmæli 70 ára afínæli á í dag, föstudag 4. júlí, Sigurlaug Egilsdóttir frá Hranshólum á Rangárvöllum, Fram- nesvegi 54 hér í bænum. 70 ára afmæli á í dag, 4. júlí, Jóhann Hólm Jónsson, fyrrum starfsmaður í Laugardalssundlaug, Réttarholts- vegi 35, hér í bænum. Hann verður að heiman. „Ekkert nýtt að bændur séu of margir“ - segir ión Helgason landbúnaðarráðherra „Það er út af fyrir sig ekki nýtt að bændur séu of margir, sú þróun hefur verið að gerast samfara aukinni fram- leiðslugetu hvers bónda. Framleiðslu- stefan sem mörkuð var og samþykkt á þingi í fyrra miðar að því að styðja bændur í að hætta hefðbundnum bú- skap og snúa sér að öðrum búgrein- um“, sagði Jón Helgason landbúnað- arráðherra. I nýútkominni skýrslu um landnýt- ingu á íslandi segir að miðað við núverandi ástand séu bændur um helmingi fleiri en starísgrundvöllur er fyrir. Bændur eru um 4 þúsund en ættu ekki að vera nema 2000- 2,500 í hefðbundnum búskap. í skýrslunni segir að margt bendi til þess að byggð muni dragast saman víða um land, einkum í hinum af- skekktari sveitum og þar sem aðstaða til búskapar er erfið, en styrkjast í og umhverfis þéttbýli sem byggir afkomu sína á fjölbreyttara atvinnulífi. Þegar á heildina er litið sé ekki ástæða til að líta á slíka byggðaþróun sem „ byggðaröskun", heldur miklu fremur aðlögun að breytingum á at- vinnu- og lífsháttum þjóðarinnar. „Það er ekki stefnan að fækka fólki í sveitum, heldur að byggja upp nýja atvinnuvegi í sveitum. Öll héruð hafa einhverja landkosti. Við getum talað um byggðarþróun ef tekst að halda landinu í byggð í stórum dráttum. En slíku verður ekki fram komið með óraunsæjum aðgerðum," sagði Jón. í skýrslunni er ýtarlega fjallað um þá hættu sem gróðulendi stafar af of miklu beitarálagi vegna búfjárræktar og segir að efla þurfi aðgerðir hið fyrsta til að hamla gróðureyðingu af völdum ofbeitar. Það sé hins vegar erfitt að koma slíkum aðgerðum við á meðan afréttir landsins eru nýttar sameiginlega af mörgum bændum. Sama gildi um mikinn hluta heima- landa vegna skorts á girðingum. Við svona aðstæður hafi hver bóndi lítinn áhuga á því að draga úr beitará- lagi á meðan aðrir bændur geti átt eða rekið á fjall eins mikinn búfénað og þeir vilja. Því sé það höfuðnauðsyn að koma á náinni samvinnu við bænd- ur um meðferð afrétta og annarra beitilanda. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.