Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1986. s"M SK SUMARSMELLURINN BÍTLAVINAFÉLAGIÐ ÞRISVAR í VIKU (HÍB) íslenski sumarsmellurinn er kominn á plast, Bítlavinafé- lagiö geysist nú fram á plötumarkaðinn og verður fátt til fyrirstöðu. Sest að í heilabúinu á manni þrisvar í viku af fullkomnu miskunn- arleysi og syngur þar í tíma og ótíma. Gott lag og skemmtilegt. AÐRIR GÓÐIR SUMAR- SMELLIR WHAM! - ON THE EDGE OF HEAVEN (EPIC) Þá hafa WHAM! sungið sitt síðasta og gera það með stæl. Það verður ekki af George Michael skafið að hann semur létta smelli álíka auðveldlega og fólk drekkur vatn! Þetta lag á eftir að heyrast fram eftir sumri. Skemmtilegt og gott lag. EURYTHMICS - WHEN TO- MORROW COMES (RCA) Þau Annie Lennox og Dave Stewart, Eurythmics, eru á góðri leið með að slá allt út hvað vinsældir snertir. Og ekki eru gæðin lakari, allt leikur þetta í höndunum og röddunum á þeim, þetta lag dæmigerður Eurythmics- smellur, grípandi laglína og dáindisfagur söngur. Skemmtilegt lag og gott. ERASURE - OH L’AMOUR (MUTE) Vince Clark, fyrrum liðsmað- ur Depeche Mode og Yazoo, sýnir og sannar að hann kann að handfjatla tölvutólin af stakri snilld; hér í léttfrönskum stíl sem er afar geðslegur og vænlegur til vinsælda. Gott og skemmti- legt lag. FARALDUR - HEILRÆÐA- VÍSUR STANLEYS (GRAND) Léttur neðanbeltishúmor hefur löngum heillað Íslend- inga og á þau mið rær Faraldur í þessu lagi sem Eggert Þorleifsson syngur af stakri tilfinningu og innlif- un. Lag gott og skemmtilegt. BJARNI TRYGGVA - ÁST- ARDRAUMUR (STEINAR) Austfjarðabubbinn fer hreint ekki illa af stað, mætti vera ögn persónulegri í stíl en það kemur. Þetta lag er eins- og Bubba Morthens og Grafík hafi verið hrært sam- an og úr góðu hráefni kemur oftast góður matur og þetta er allt í góðu lagi. Lag skemmtilegt og gott. -SþS- POPP SWÆLKI Sæl nú! Þá tökum við aftur upp þráðinn jjar sem frá var horf ið fyrirmánuði.. .Breski ihalds- þingmaðurinn Tedöy Taylor gerir nú itrekaðar tilraunir til að fá nýju Smiths plötuna. The Queen Is Dead, bannaða á þeim forsendum að nafn plötunnar höfði á ésæmilegan hátt til El- isabetar drottningar og sé fullkomið virðingarleysi gagn- vart konungsdæminu. - Þessi plata er ógeðsleg, segirþing- maðurinn... Qavidnokkur Levine, fyrrum samstarfsmaður Boy George, er nú kominn uppá kant við vinínn og iaunaðí hon- um vináttuna með þvi að lepja alls kyns sukksögur i bresku slefpressuna i siðustu viku. Þar á meðal voru sögur um að Boy George væri forfallinn sniffari ogþarframeftirgotunum. Boy George hugsar vininum þegj- andi þörfina.. .HelenTerry, fyrrum söngkona Culture Club. hefur i framhaldi af kjaftasög- unum um Boy George fengið ýmis gylliboð frá bresku slef- pressunni uin að leysa frá skjóðunni um veru sina i Cult- ure Club. Ungfrúin hefur sent pressunni þau skilaboð til baka að hún geti troðið peningunurn sínum á ónefndan stað... nýju Wham! plötunni séu fals- aðar. Fjölmargir plötusalar hafa lýst yfir furðu sinni á þvi að platan haf i farið beint i ann- að sæti breska vinsældalist- ans, fyrstu vikuna á lista, vegna þess að platan hafi hreinlega selst illa. Þeír segja að það sé fyrst og f remst hátt verð plöt- uruiar sem fæli kaupendurfrá. Breska Gallup-stofnunin, sem tekur saman hinn opinbera vin- sældalista. hefur hafnad öllum þessum ásökunum og segir að platan hafi selst i um það bil 60 þúsund eintukum fyrstu vik- una og það sé næg janlegt magn til að ná öðru sætinu. Platan er siðan komin á toppinn einsog kunnugt er.. Vissuð þið að Madonna sótti um hlutverk i unglingaþáttunum Fame. er þeim var hleypt af stokkunum fyrír nokkrum arum, en var hafnað?... Dagar Boomtown Rats eru að ölium likindum taldir, tveir liðsmenn hljómsveitariunar hafa stofnað nýja hljómsveit, líklegast orðnir þreyttir á að biða eftir þvi að Sir Bob Geldof snúisérað tóniistinní aftui. .. Andrew Rídgeley. fyrrum liðsmaðurWham!, ætlar að ganga i hnapphelduna á næs- tunni með fyrirsætunni Donia Fiorentina.. .sjáumst i brúð- kaupinu... -SþS ■- Hátft í hvoru - Gotumynd Þægileg lög í vönduðum flutningi Hálft í hvoru hefur nú sent frá sér þriðju plötuna. Ber hún heitið Götu- mynd. Það eru nú tæp þrjú ár síðan hin ágæta plata þeirra, Áfram, kom út. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá þeim félögum er skipa Hálft í hvoru og er nú aðeins einn af þeim er skipuðu hljómsveitina á Áframplöt- unni eftir. Er það flautuleikarinn frábæri, Gísli Helgason. Horfnir á braut eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Örvar Aðalsteinsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjánsson. í staðinn hefur Gísli gengið til liðs við þaulreynt fólk úr tónlistarbransanum, Herdísi Hallvarðsdóttur, Guðmund Benediktsson og Hannes Jón Hannes- son. Ég verð nú að viðurkenna að ekki bjóst ég við miklu frá Hálft í hvoru eftir þessa miklu breytingu á liðsskip- an. En Götumynd kom mér svo sannarlega á óvart. Lögin mörg hver góð og flutningur ekki síður vandaður en á fyrri tveim plötum hljómsveitar- innar. Þótt Götumynd nái ekki í heild Áfram að gæðum stendur hún vel upp úr meðalmennskunni og má segja að Hálft í hvoru styrki enn stöðu sína meðal þeirra er unna vísnatónlist um leið og aðrir er unna léttri popptónlist geta vel unað sér við hlustun á Götu- mynd. Tónninn er strax gefinn í fyrsta lag- inu, Götumynd, sem Herdís hefur samið og syngur. Þótt ekki hafi hún mikla rödd beitir hún henni á hinn smekklegasta hátt. Götumynd er lag sem áheyrandinn.er fljótur að ná. Á fyrri hlið plötunnar er eitt lag sem situr vel i manni eftir hlustun. Er það hið stórskemmtilega Hvar ert þú? sem Hannes hefur samið og syngur einnig. Á B-hlið plötunnar eru tvö lög sem að mínu mati eru nokkuð í sérflokki. Hið rólega og fallega lag Hannesar um Vatnsenda-Rósu og Dimmalimm Herdísar sem er virkilega skemmtileg melódía og vel flutt. Eins og gefur að skilja er flautuleik- ur Gísla áberandi á Götumynd og eins og hans er von og vísa er hljóðfæra- leikur hans frábær og virðist manni oft að hann hafi ekkert fyrir því að renna sér upp og niður tónstigann svo úr verði hinn skemmtilegasti flautu- leikur. Götumynd-er plata sem - þótt lögin séu misjöfh að gæðum - auðvelt er að mæla með við þá sem unna léttri tón- list í vönduðum flutningi. HK. Van Halen - 5150 Æði misjöfn að gæðum Þegar David Lee Roth yfirgaf Van Halen hélt margur að hljómsveitin yrði ekki svipur hjá sjón. En þótt David Lee Roth hafi verið andlit hljómsveitarinnar út á við voru þeir Van Halen bræður í rauninni styrk- ustu stoðimar í hljómsveitinni, sér- staklega þó gítarsnillingurinn Eddy Van Halen. Þess vegna kipptu þeir sér ekkert upp við brotthlaup Davids Lee' Roth heldur réðu til sín gamalkunnan rokksöngvara, Sammy Hagar, og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Niðurstaðan er svo söluhæsta plata Van Halen fyrr og síðar og hafa vin- sældir hljómsveitarinnar aldrei verið meiri. Ekki verður heldur séð að söngvara- skiptin hafi verið til hins verra, Sammy Hagar er prýðisgóður rokk- söngvari og hentar kröftug rödd hans vel þeirri miðlungsþungu rokktónlist sem Van Halen leikur. Á plötunni 5150 eru níu lög, öll sam- in af hljómsveitinni sameiginlega. Lögin eru misjafnlega aðgengileg eins og gengur og gerist en satt að segja átti ég von á meiru og betra en uppá er boðið. Sum laganna eru, að því mér finnst, algjörlega misheppnuð, lítil sem engin laglína og hljóðfæraleikaramir ham- ast hver í kapp við annan, sem í akkorði væru. Inn á milli eru svo afbragðsgóð lög sem em á borð við það besta sem ge- rist í þungarokkinu. Þar á ég við lög einsog Why Can’t This Be Love, Dreams og Love Walks In. Væm önnur lög plötunnar í svip- uðum dúr og þau sem hér voru nefhd væri þetta fyrsta flokks rokkplata. Svo er þvi miður ekki og því er hætt við að þBssi plata hverfi í plötuflóðið inn- an um allar hinar miðlungsplötumar. -SÞS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.