Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Side 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
Frjálst.óhaö dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
V •
Nú verður uppsveifla
Húsbyggingar og fasteignasala hafa um skeið verið
í lægð. Víða hafa húsbyggjendur haldið að sér höndum.
Eftirspurn hefur verið lítil. Verð á fasteignum hefur
yfirleitt farið lækkandi miðað við verðbólgu, einkum
verð á stórum fasteignum. Menn hafa beðið þess, að
nýju lögin um húsnæðismál kæmu í gagnið. Það gerist
fyrsta september. Þá eða fyrr hefst mikil uppsveifla í
byggingum og fasteignasölu, enda kominn tími til
Margir hafa átt um sárt að binda, vegna þess að þeir
lögðu út í húsbyggingar eða íbúðarkaup síðustu ár,
meðan vísitalan, sem greiðslur þeirra af lánum fóru
eftir, hækkaði miklu meira en laun þessa fólks. Fólkið
treysti á loforð landsfeðra en var svikið. Nýju lögin
leysa ekki vanda þessa fólks. Þau eru samt af hinu
góða og munu mjög bæta hag þeirra, sem byggja eða
kaupa húsnæði á næstu árum. Þetta er gjörbylting
húsnæðislána.
Reglugerðin um lánveitingar úr Byggingarsjóði ríkis-
ins, byggð á nýju lögunum, hefur litið dagsins ljós.
Lánsréttur fólks ákvarðast yfirleitt af því, hversu mikið
þeir lífeyrissjóðir, sem fólkið er í, kaupa af skuldabréfum
Byggingarsjóðs á ári hverju. Fram kemur, að líklega
muni allir lífeyrissjóðir kaupa fyrir fullan kvóta, svo
að félagar í lífeyrissjóðunum fái sem mestan rétt. Há-
marksréttur fæst, kaupi lífeyrissjóðurinn fyrir 55
prósent af ráðstöfunarfé sínu. Þar er um að ræða allt
ráðstöfunarfé sjóðsins að frádregnum greiddum lífeyris-
bótum og því, sem kallað er eðlilegur rekstrarkostnaður.
Þeir sem byggja í fyrsta sinn geta mest fengið um
2,3 milljónir eins og staðan er nú. Þeir sem kaupa not-
að húsnæði í fyrsta sinn geta samsvarandi mest fengið
1,6 milljónir. Þeir sem hafa byggt eða keypt áður fá 70
prósent af þessu. Lánsrétturinn er undir ýmsu kominn,
og ættu þeir, sem í hlut eiga, að kynna sér málin grannt,
áður en þeir fara af stað.
Lánin eru til 40 ára og vextir 3,5 prósent á ári.
Þessi einfaldaða lýsing sýnir, að gerbreyting verður
á kerfi húsnæðislána. Lífeyrissjóðir geta eftir þetta
ekki lengur staðið undir sérstökum húsnæðislánum til
sinna félaga, heldur fara lánin gegnum húsnæðiskerfið.
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða verður mjög bundið. Þetta
mun sumum þykja verra, en aðilar vinnumarkaðarins
hafa samþykkt þetta kerfi, þeir hinir sömu og ráða
stjórnum lífeyrissjóðanna. Þetta kerfi er ekki komið frá
félagsmálaráðherra heldur samningamönnum í kjara-
samningunum í Garðastræti. Auðvitað verður það ekki
að fullu dæmt, fyrr en reynsla fæst, en kerfið lofar góðu
að svo stöddu. Framtíð húsbyggjenda og íbúðarkaup-
enda verður bjartari.
Lán verða skert, fari stærð íbúðar yfir 170 fermetra.
Þetta mun sumum þykja súrt í broti, en er þó miklu
skárra en það rugl, sem félagsmálaráðherra samþykkti
um þetta í fyrra, þar sem miðað var við skerðingu, þótt
íbúðir væri miklu minni en þetta.
Þá er kostur, að fólk getur sótt um lán samkvæmt
þessu kerfi og væntanlega fengið að vita, hve mikið það
getur fengið að láni, áður en fólk hefur fest sér hús-
næði. Þetta ætti að leiða til meiri stöðugieika á
markaðnum. Færri en áður ættu að reisa sér hurðarás
um öxl.
Gildistaka reglugerðarinnar ætti fljótlega að koma
hjólunum af stað og binda enda á óeðlilegt ástand.
Haukur Helgason.
Það er sama hvað Háskóli íslands er góður. Hann verður aldrei nógu góður til að sitja einn að menntun is-
lensks námsfólks.
Sverris þáttr
heimska
Sömu vikur og við uxum og döfii-
uðum af alþjóðlegum menningar-
áhrifum ListaMtíðar sat Sverrir
Hermannsson við að hæla íslenska
námsmenn niður í túninu heima.
Nýjar reglur hans um að lána ekki
fyrir skólagjöldum við erlenda skóla,
ef hægt er að stunda sams konar nám
hér heima, er eitt stærsta spor
skammsýni og afturhalds sem stigið
hefur verið í íslenskum skólamálum
og er þó af ýmsu að taka. Svona
reglur eru til í öðrum löndum en þar
eru aðstæður gjörólíkar. í nágranna-
löndum okkar eru margir háskólar.
Þarlendir nemendur, og ekki síður
kennarar, njóta þeirrar ijölbreytni
og aðhalds sem aðrar menntastofii-
anir í landinu veita. Slíkir möguleik-
ar til víxlfijóvgana hugmynda,
kenninga og rannsókna eru lífs-
nauðsynlegir sérhverju landi.
Hlutskipti eyjarskeggjans
Á Islandi er einn háskóli sem býr
við bágan kost. Sumir hafa jafnvel
dregið í efa að þar sé á ferðinni sönn
akademía með ólgandi andrúmslofti
gagnrýni og rannsókna.
En það er sama hvað Háskóli ís-
lands er góður. Hann verður aldrei
nógu góður til að sitja einn að
menntun íslensks námsfólks. Hann
á að vera í samkeppni um nemend-
ur. Þá samkeppni fær hann ekki
hérlendis og verður því að fá hana
að utan.
Fábreytni íslenskrar framhalds-
menmmar er stórhættuleg. Við
höfum hér einn skóla í flestum grein-
um. Við höfum einn leiklistarskóla,
einn fiskvinnsluskóla og nú höfum
við aðeins einn hjúkrunarskóla. Allt
fiá því fommenn fóru til vistar með
erlendum konungum höfum við ís-
KjaUaiinn
Guðmundur
Einarsson
alþingismaður í
Bandalagi jafnaðarmanna
lendingar sótt í erlenda skóla.
Þannig höfum við varist þröngsýni
eyjarskeggjans og deyfð einangr-
unarirmar.
Reynsla Breta
Stærri þjóðfélög geta einnig átt á
hættu að einangrast. Þegar Thatch-
er-stjómin tók við í Bretlandi voru
skólagjöld fyrir útlendinga stór-
hækkuð. Röksemdin var sú að
Bretar ættu ekki að mennta á sinn
kostnað fólk fyrir umheiminn. Er-
lendum stúdentum fækkaði auðvit-
að. Reyndustu skólamenn þarlendir
telja að þetta hafi á örfáum árum
orðið bresku skólakerfi til óbætan-
legs tjóns.
Það kóm nefnilega í ljós að um
leið og erlendu stúdentamir höfðu
þegið aðferðir og kunnáttu af hinu
breska skólakerfi höfðu þeir gefið
því víðsýni og reynslu.
Af Hreiðari hinum heimska
Þessara áhrifa víðsýni og reynslu
verður að fá að gæta í íslensku
menntakerfi. Við megum ekki velja
okkur hlutverk heimalningsins. Það
er dapurlegt hlutverk fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að hefja byggingu
Berlínarmúrs um skólakerfið.
Lýsingarorðið „heimskur" er afar
merkilegt orð. Það minnir okkur á
að í íslendingasögum er manni svo
lýst að hann var „varla sjálfbjargi
fyrir vits sökum“ og „var hann
heima jafiian".
Nú ætti fombókaelskandinn
Sverrir Hermannsson að lesa Hreið-
ars þátt heimska. Þar segir allt sem
segja þarf um nýju reglumar.
Guðmundur Einarsson.
„Sömu vikur og við uxum og döfnuðum
af alþjóðlegum menningaráhrifum Lista-
hátíðar sat Sverrir Hermannsson við að
hæla íslenska námsmenn niður í túninu
heima.“