Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1986.
13
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Borð og fjórir
stólar.
Verð aðeins
kr. 19.500,
Opið til
kl. 20 í kvöld.
Munid sumartilboðió
r
l
húsgagnadeild
■ ■■ /AAAAAA * k
«^^||£=r .1 l_ cj l. ~ c uuaQajWTH
Jón Loftsson hf. rTWlnwifl'IB'L
Hringbraut 121 Sími 10600
f~......^.....y 1 *
Nýkomin furuborð og stólar
í sumarbústaðinn
Varðveitum vrtamín-
innihald fæðunnar
Þó að þú borðir réttu fæðutegund-
imar þarf ekki að vera að þú fáir
vítamíninnihald þeirra. Framleiðslu-
aðferðir, geymsla og suða hafa mikið
að segja. Til að fá sem mest út úr þvi
sem þú borðar skaltu hafa eftirfarandi
í huga:
- Skolaðu ferska grænmetið, en láttu
það ekki liggja í bleyti, svo þú njótir
góðs af B- og C-vítamínunum sem í
því eru.
- Útbúðu salatið ekki fyrr en þú ætlar
að borða það þó það geti verið þægi-
legra. Grænmeti og ávextir, sem búið
er að skera og látið er standa, tapa
vítamínum.
- Þér er ráðlegra að kaupa snögg-
frosið grænmeti og ávexti en að kaupa
ferskt sem ekki er neytt samdægurs.
Vítamíninnihald góðrar frosinnar
vöru er hærra en ferskrar sem hefur
verið geymd í ísskáp i viku.
- Ekki þíða frosið grænmeti fyrir suðu.
- Forsoðin hrísgrjón eru vítamínauð-
ugri en fægð og brún hrisgrjón eru
næringarríkari en hvít.
- Ef hægt er að sjóða frosinn mat í
pokanum, sem hann er í, er meira af
vítamínum í honum en ella og allur
frosinn matur er æskilegri en niður-
soðinn.
- Suða í koparpottum getur eyðilagt
C- og E-vitamín svo og fólínsýru.
- Áhöld úr ryðfriu stáli, áli, gleri og
glerungi eru þau sem best varðveita
næringarefni við suðu.
- Stysti suðutíminn og minnsta vatns-
magnið eyðileggja minnst af næring-
arefnum.
- Mjólk, sem geymd er í gleríláti, get-
ur misst B2-, auk A- og D-vítamína,
sé hún í birtu.
- Dökkbakaðar eða ristaðar bökunar-
vörur innihalda minna Bl-vítamín en
aðrar.
- Bakið og sjóðið kartöflur með hýð-
inu til að fá sem mest af vítamínum
úr þeim.
- Notið soðvatnið af grænmetinu í
súpur, steikarsafa í sósur og sírópslög
af niðursoðnum ávöxtum í eftirrétta-
gerð.
- Setjið ávexti og grænmeti í ísskápinn
um leið og þið komið heim. -RóG.
Nauðsynleg hjálpar-
gögn við matarínnkaupin
„Það verður aldrei nógsamlega
brýnt fyrir neytendum að athuga
dagsetningar á matvælum sem þeir
kaupa,“ sagði viðmælandi neytenda-
síðunnar sem er vakinn og sofinn
með velferð neytenda í huga.
„Ég sá í verslun í dag salatsósu sem
var með dagsetningu frá því í maí
1985 og aðra sem var með dagsetn-
ingu í júní nú í ár. Þetta er kannski
ekki skemmd vara vegna þess að það
er svo mikið edik í sósunum en engu
að síður á fólk ekki að kaupa þetta
eftir að dagsetningin er runnin út.“
Við tökum heilshugar undir þessar
leiðbeiningar og getum jafnframt
upplýst að salatsósa, sem komin er
fram yfir síðasta söludag, er ekki
góð, því olían í sósunni þránar því
hún hefur ekki ótakmarkað
geymsluþol. Þess vegna er dagsetn-
ingin sett á vöruna.
Þessi viðmælandi okkar benti
einlíig á að þeir sem nota lestrargler-
augu ættu að taka þau með sér þegar
þeir kaupa í matinn til þess að eiga
auðveldara með að átta sig á ýmsum
áletrunum á marvörunni eins og t.d.
dagsetningunum. Einnig er vissara
að athuga magn vöru eins og t.d.
sultu. Sultuglös, sem virðast í fljótu
bragði innihalda sama magn, eru
mjög mismunandi að stærð, getur
munað allt að 30% á innihaldinu.
Nauðsynleg hjálpargögn við mat-
arinnkaup eru því ekki aðeins lestr-
argleraugu eða stækkunargler,
heldur einnig reiknivél til þess að
geta reiknað út einingarverð þeirrar
vöru sem verið er að kaupa.
-A.BJ.
Syndsamleg sveskjukaka
Með allri virðingu fyrir þeim sem
þurfa að gæta sín á hitaeiningunum
birtum við hér uppskrift að sveskju-
köku. Kakan er freistandi en inniheld-
ur syndsamlega margar hitaeiningar
eða rúmlega 400 hitaeiningar í vænni
sneið!
í kökuna fer.
1 bolli steinlausar sveskjur, skomar
smátt
1 " saxaðar valhnetur
2 bollar sigtað hveiti
1 tsk. matarsódi
1 " kanill
1 " negull
1/2 " allrahanda
1/4 " salt
2 bollar sykur
1 bolli jurtaolía
1 " súrmjólk
1 tsk. vanilla
3 egg
Súrmjólkur-krem
Látið 1/2 bolla af sykri, 1/2 bolla súr-
mjólk, 1/2 tsk. matarsóda og 1/4 bolla
af smjöri í pott. Hitið þar til smjörið
er bráðnað og suðan er vel komin
upp, hrærið í af og til. Takið af hitan-
um.
Látið sveskjumar og hnetumar í
skál með 1/2 bolla af hveitinu. Látið
þurrefnin í skál og bætið súrmjólk,
olíu, vanillu og eggjunum út í og hræ-
rið í hrærivél þar til deigið er orðið
mjúkt. Látið þá sveskjur og hnetur
út í. Hrærið vel saman við. Bakað i
hringformi, vel smurðu og hveitistr-
áðu, í 200 gráða heitum ofni í ca 45-50
mín. Látið kökuna kólna í forminu í
15 mín. Búið nú til súrmjólkurkremið.
Takið kökuna úr forminu, „pikkið"
hana vel með gaffli eða prjóni og látið
hana á bökunarrist. Setjið grunnan
disk undir og ausið nú „kreminu" yfir
kökuna. Takið það sem fer niður á
diskinn og ausið því aftur á kökuna.
Látið svo kökuna kólna vel og berið
fram með þeyttum ijóma, ef vill.
Það gæti veriö gcð regla fyrir fólk að fjárfesta í stækkunargleri og ganga
með það upp á vasann til þess að geta lesið áletranir á vörum í nýlendu-
vöruverslunum.
MIKIÐ ÚRVAL AF SUMARBOLUM
ÁÓVENJULEGU VERÐI.
Opið virka daga 10-18
föstudaga 10-19 laugardaga 10-16
5^7
JiU' H•• ri
1---'
FaUiagerinn
reykjanesbhaot
Smiðjuvegi 4, simi 79494,
Laugavegi 28, sími 628838
ísafirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað.