Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Fasteignaverð: Hækkar líklega um tíu prdsent Verð á fasteignum mun að öllum líkindum hækka með haustinu í kjölfar nýrra laga um útlán Hús- næðisstofnunar. Erfitt er að segja til um hversu mikil hækkunin verður, en ekki þykir ólíklegt að hún verði a.m.k. 10%. „Eftirspumin hefur farið vaxandi undanfarið og nú er svo komið að það vantar eignir til sölu. Það er oft undanfari hækkunar á verði fast- eigna,“ sagði Viðar Friðriksson fasteignasali. Viðar sagði að erfitt væri að spá um hækkanir í haust. Margir þættir hefðu áhrif á það. Mikil þensla hefúr verið á þessu ári í sambandi við bíla- kaup og utanlandsferðir og hún gæti unnið á móti aukinni eftirspum á fasteignamarkaði. Ekki er búist við að um stökk- breytingu verði nð ræða hvað verðbreytingar á fasteignum varðar. Líklegt er þó að hækkunin komi fram í október eða nóvember. Verð á fasteignum hefúr verið nokkuð stöðugt í byrjun þessa árs og hefur reyndar ekki verið lægra sl. 15 ár. Verð á íbúðum hefur verið breytilegt undanfama áratugi. Það hækkar og lækkar eftir því hvemig aðstæður em á hverjum tíma. Nú er verðið að jafnaði um 35% lægra en það var 1982 og um 25% lægra en það varð hæst 1984. -APH Spáð er verðhaekkunum á fasteignamarkaði. Núna er því rétti tíminn að festa sér hús - a.m.k. fyrir þá sem geta komið því við. Stefán Ingótfsson: „Ekki varanleg hækkun“ „Ef fasteignaverð hækkar eitthvað í haust þykir mér ólíklegt að það verði til frambúðar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nettóaukning 'fjár- magnsins á fasteignamarkaðinum er ekki í samræmi við hækkun lánanna hjá Húsnæðisstofnun," sagði Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkis- ins í samtali við DV. Að sögn Stefan er talið að brúttó- veltan á fasteignamarkaðinum verði um 9 milljarðar á þessu ári. Af þess- ari upphæð er raunveruleg peninga- þörf um 3 milljarðar. Það kemur til af því að um 2/3 hlutar veltimnar fara í skipti á fasteignum. Reiknað hefur verið út að af þessum þremur milljörðum sé aukningin vegna nýja lánakerfisins ekki nema 300 milljón- ir, eða 10% af nettóveltunni. Nýja lánakerfið hefúr í för með sér að meira fé kemur í fárra hendur. Að sögn Stefan er ljóst að það kem- ur fyrst og fremst þeim til góða sem eru að koma sér þaki yfir höfúðið í fyrsta skipti. Stefan segir að þrátt fyrir þessi nýju lög hafi ekki verið tekið á þeim þáttum sem valdið hafa greiðslu- byrði undanfarin ár. Útborgun mun ekki lækka, bankalánum mun ekki verða breytt í langtímalán og eftir- stöðvalánin verða ófram þungbær. Útborgun á fyrsta ári er nú um 72%. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta hlutfall eigi eftir að lækka. Líldega á það frekar eftir að hækka. Ef útborgunin yrði hins vegar lækk- uð í 50% myndi fjárþörfin á fast- eignamarkaðinum lækka um 1200 milljónir," sagði Stefán. -APH Það borgar sig að kaupa núna! Allt bendir til þess að það borgi sig að kaupa sér íbúð núna áður en fasteignaverð hækkar í haust eins og spáð er. Eins og skýrt hefur verið frá í DV eiga þeir sem þegar hafa sótt um lán hjá Húsnæðisstofnun kost á að end- umýja umsóknir sínar eftir 1. september og fá lán samkvæmt nýju skilyrðunum. Rétt er þó að benda á að þessir aðilar verða að hafa verið í lífeyrissjóði undanfarin tvö ár. Ef þau skilyrði eru ekki fyrir hendi getur verið skynsamlegra að sækja núna um lán ef því verður viðkomið. Hjá Húsnæðisstofnun fengust ekki skýr svör við því hvort betra væri að sækja um núna eða bíða með umsóknina eftir gildistöku laganna. Hins vegar ráðleggur stofnunin þeim sem ætla að kaupa núna að bíða með umsóknir fram yfir 1. septemb- er. Ekki er heldur ljóst hvort þeir sem sækja um núna fá fyrr af- greiðslu en þeir sem sækja um eftir 1. september. Ljóst er að þeir sem sækja um núna, eða strax eftir gildistökuna, fá ekki afgreidd lán fyrir en eftir áramót eða þegar allir lífeyrissjóðir munu örugglega greiða fullan kvóta, eða 55% af ráðstöfunarfé sínu, til Húsnæðisstofnunar. -APH Lán á fimm ára fresti Samkvæmt nýju lánareglum Hús- næðisstofnunar er gert ráð fyrir að hægt verði að sækja um lán þar að jafnaði á fimm ára fresti. Núverandi reglur gera hins vegar ráð fyrir að aðeins sé hægt að sækja um tvisvar sinnum og engin tíma- takmörk tilgreind. Rétt er að benda á að þeir sem þegar hafa fengið lán frá Húsnæðisstofnun geta sótt um lán aftur strax eftir gildistöku nýju laganna. Fimm ára reglan tekur ekki gildi fyrr en lögin ganga í gildi 1. september. -APH Sigla eftir Hvítá frá jókli niður að sjó Tuttugu manna hópur Breta og Islendinga ætlar á neestu vikum að sigla eftir Hvítá frá Langjökli og niður að sjó. Með í förinni verða sjö fatlaðir Bretar, allt þekktir iþróttamenn. Lagt verður af stað ofan af jökli núna um helgina. Reiknað er með að ferðin niður að ósum taki þrjár vikur. Farið verður á kajökum, gúmbátum, svifdrekum og snjó- sleðum, auk þess sem notast verður við sérsmíðaða faUhlíf í upphafi ti! að draga ferðalangana á skíðum eftir Ijangjökli. Hugmyndina að leiðangrinum átti Bretinn Paul Vander-Molen sem skipulagði ferðina „Iceland Breakthrough“ árið 1983. í þeim leiðangri fór hópur fólks yfir Vatnajökul og niður Jökulsárglúf- ur á svifdrekum og kajökum. Vander-Molen lést úr hvítblæði í fyrra og hafe félagar hans nú ákveðið að fylgja eftir hugmynd hans um Hvítár-leiðangur. Fjöldi fyrirtækja og stofnana styrkir þessa ferð sem leiðangurs- menn segja að sé farin til að sýna að fatlaðir geti tekið þátt í þrek- raunum sem þessum ekki síður en aðrir. Þá mun breska sjónvarps- stöðin „Channel 4“ ætla að gera heimildarmynd um ferðina sem sýnd verður á Bretlandseyjum snemma á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, að farið er á bátum eftir Hvítá endilangri. -EA Rainbow málið: Leysist deilan um mánaðamót? „Mér sýnist að þeir séu að gera tiíraun til þess að ná samkomu- lagi,“ sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra í samtali við DV Á fundi Hans G. Andersen sendi- herra og Derwinskys, sérlegs ráðgjafa bandaríska utanrikis- ráðuneytisins, sem haldinn var í fyrradag, kom fram að Bandaríkja- menn stefna að því að breyta útboðsreglum varðandi vöruflutn- inga til vamarliðsins þannig að íslendingum verói gert kleift að taka þátt í þeim. Breytingamar eiga að taka gildi fyrir næstu mán- aðamót. „Ég mun hafe vakandi auga með málinu, fylgjast vel með því í hveiju breytingamar verði fólgnar og hvort útkoman sé viðunandi lausn fyrir okkur Islcndinga," sagði Matthías Á. Mathiesen. -KB Skinka og egg á Keflavíkurflugveili: Eg fékk salmonellu ff „Mér er sama hvað yfirkokkurinn segir um fæðið í „Messanum“. Ég borðaði skinku og egg hjá honum á miðnætti 16. júní, varð fórveikur um morguninn og lá með kvölum í tvo daga. Nú er ég búinn að fó úrskurð frá sjúkrahúslækninum í Keflavík og hann segir að ég hafi fengið salmon- ellu,“ sagði íslenskur starfsmaður á Keflavíkurflugvelli í samtali við DV. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær féllu fimmtán bandarískir her- menn í rúmið eftir að hafe neytt skinku og eggja í „Messanum“, mötu- neyti óbreyttra hermanna á Keflavík- urflugvelli. I samtali við DV sagði Indriði Adolfsson, verkstjóri í mötu- neytinu, að skinkan hefði verið send til Danmerkur í rannsókn og reynst óskemmd. Hér hefði verið á ferðinni venjuleg uppgangspest sem kæmi matnum í „Messanum" ekkert við. „Ég veit ekki hvar ég hefði átt að kk fá salmonellumar ef ekki í „Messan- um“. Félagi minn, sem borðaði með mér, varð einnig veikur,“ sagði ís- lenski starfsmaðurinn sem nú hefur fengið fullan bata. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.