Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1986, Blaðsíða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 4. JtJLÍ 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Bandarikjaforseti lýsti í gær yfir
aukinni bjartsýni sinni um raun-
verulegan árangur i viðræðum við
Sovétmenn á næstunni
Reagan
bjartsýnni
eftir bréf
Gorbatsjov
Reagan Bandaríkjaforseti lýsti í
gær yfir bjartsýni sinni með að
árangur myndi nást á fyrirhuguð-
um leiðtogaiundi stórveldanna
sem miðað er að að halda íyrir
árslok.
Ummæli forsetans koma á sama
tíma og sovéskir embættismenn
lýsa yfir nauðsyn þess að raun-
verulegur árangur í afvopnunar-
málum náist á leiðtogafundinum.
Sovétmenn lýstu því yfir í gær
að þeir væru reiðubúnir að halda
undirbúningsfund utanríkisráð-
herra ríkjanna við fyrsta tækifæri
til undirbúnings leiðtogafundin-
um, og vilja Bandaríkjamenn nú
ákveða dagsetningu slíks undir-
búningsfundar.
f blaðaviðtali í gær segir Banda-
ríkjaforseti að bjartsýni sín um
árangur í kjölfar annars fúndar
með Gorbatjov hafi aukist eftir
einkabréf fiá Sovétleiðtoganum er
nýr sendiherra Sovétmanna í Was-
hington færði forsetanum fyrir
skömmu.
Fyrirsát á
Filippseyjum
Sjö stjómarhermenn á Filipps-
eyjum féllu í fyrirsát yfir 50
skæruliða kommúnlsta í norður-
hluta landsins í gær.
Haft er eftir yfirmanni í hemum
að hermennimir hafi verið á heim-
leið til stöðvar sinnar úr eftirlits-
ferð er skotið var á þá úr launsátri
beggja megin vegarins.
Arásin í gær var síðasta árás
skæmliða kommúnista í röð svip-
aðra árása undanfama viku á
Filippseyjum þar sem á annan tug
stjómarhermanna hefur fallið.
Talið er að með árásum sínum
vilji skæruliðar sýna fram á styrk
sinn áður en gengið verður til
samningaviðræðna við stjómvöld.
Noregur:
Sjúklingur
myrðir lækni
Héraðslæknirinn í Lillehammer
í Noregi var myrtur í sjúkravitjun
í gærkvöldi. Um fimm leytið í gær-
kvöld var hann kallaður í vitjun
til 45 ára gamals sjúklings í ná-
grenninu.
Skömmu eflár að hann var kom-
inn á staðinn kom hann helsærður
út úr húsinu með stóran hníf í
brjóstinu. Kona, sem einnig var í
íbúðinni þar sem morðið var fra-
mið, hjálpaði lækninum út og náði
í sjúkrabíl. Þegar sjúkrabfllinn
kom á staðinn var læknirinn dá-
inn.
Konan, sem var í íbúðinni, situr
nú í yfirheyrslu hjá lögreglunni
því hún er eina vitnið að morðinu.
Skotið á þýska sjónvavps-
menn í Santiago
Aukið ofbeldi í kjolfar mótmælaaðgerða gegn Pinochet
Nú hafa sjö manns fallið á síðustu
tveim sólarhringum í átökunum og
fjöldamargir særst.
Öryggissveitir í fátækra-
hverfum
Pinochet forseti skipaði öryggis-
sveitum hersins í fyrradag að halda
vörð um verkamannahverfi höfuð-
borgarinnar Santiago þar sem vart
hafði orðið töluverðs óróa á meðal
íbúa.
Þar höfðu stjómarandstæðingar
hafið skothríð á hermenn auk þess
sem imglingar hlóðu götuvígi og
köstuðu grjóti að farartækjum hers-
ins.
Haft var eftir presti f La Pegua
fátækrahverfinu í Santiago í morgun
að hann hefði séð hermenn skjóta
ungling til bana í gærkvöldi. Heim-
ildir af sjúkrahúsum og yfirvalda
geta ekki nánar um á hvaða hátt
þeir fjórmenningar féllu er staðfest
var að hefðu látið lífið í nótt.
Mótmælaaðgerðir gegn herfor-
ingjastjóm Pinochets hafa sett svip
sinn á daglegt líf í Chile undanfama
daga. Hafa mótmælin truflað sam-
göngur og verslun í landinu og haft
er eftír forystumönnum verkalýðs-
félaga að mótmælaaðgerðimar að
undanfömu séu án efa þær mestu í
landinu frá því Pinochet komst til
valda fyrir 13 árum.
Skotið á sjónvarpsmenn
Yfirvöld hafa staðfest að átt hafi
sér stað 75 sprengjutilræði, og 13
bensínsprengjuárásir í landinu síð-
ustu daga auk þess sem yfir 600
stjómarandstæðingar hafi verið
handteknir.
Haft er eftir vestur-þýskum sjón-
varpsmönnum í morgun í Santiago
að í gærkvöldi h'afi hermaður skotið
á bifreið þeirra úr vélbyssu þar sem
þeir vom á ferð í miðborginni. Sagði
einn Þjóðverjanna, Rolf Pflucke frá
sjónvarpsstöðinni rás tvö, að í árás-
inni hafi innfæddur ökumaður
sjónvarpsmannanna særst töluvert
auk þess sem bifreið þeirra sé illa
farin af kúlnagötum.
Talsmaður stjómvalda sagðist í
morgun engar fregnir hafa af árás á
þýska sjónvarpsmenn.
Fréttamenn i námabænum Chuqu-
icamata, sem meðal annars er
þekktur fyrir stærstu kopamámu
heims sögðu í morgun að hundmð
verkamanna er ætluðu í mótmæla-
göngu til nágrannabæjarins Calama
hafi verið snúið við af hermönnum
gráum fyrir jámum er handtóku yfir
30 göngumenn.
Yfirvöld í Chile hafa nú takmarkað
mjög allan fréttaflutning af óróanum
í landinu og bera við neyðarlögum
vegna óffiðarástandsins.
Jarðsprengja drepur þrjátíu og tvo
Skriðdrekasprengja, sem skæmlið-
ar, sem njóta stuðnings Bandaríkj-
anna, komu fyrir varð 32 að bana, sem
vom í fólksflutningabifreið í norðaust-
ur hluta Nicaragua að því er tilkynnt
var í vamarmálaráðuneytinu í gær.
í tilkynningu frá ráðuneytinu sagði
að'meðal fómarlamba hefðu verið 12
böm og 12 konur. Aðeins einn lifði
sprenginguna af.
Einnig skýrði ráðuneytið frá því að
einn óbreyttur borgari hefði beðið
bana og sjö farþegar slasast er skæm-
liðar réðust á farþegafeiju á Escondido
ánni um 200 kílómetra austur af
Managua.
Þessar fréttir koma í kjölfar ákvörð-
unar Bandaríkjaþings, að veita
skæmliðum 100 milljón dollara aðstoð
í baráttunni við hina vinstri sinnuðu
stjóm landsins.
I maí fómst 16 manns af völdum
jarðsprengja í norðurhluta landsins,
en embættismenn í Nicaragua segja
að skæmliðar hafi aukið mjög notkun
jarðsprengja á síðustu tveimur mán-
uðum.
Frakkar fagna aldar-
afmæli Frelsisstyttunnar
Frakkar munu fagna þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjanna á morgun með
jasshljómleikum, ókeypis drykkjum
fyrir Bandaríkjamenn, flugeldum,
dansi á götum úti, útgáfu á frímerki
til heiðurs Frelsisstyttúnni, sem
Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum
fyrir einni öld, og mörgu fleiru.
Sambúð Bandaríkjamanna og
Frakka hefur ekki verið með besta
móti á þessu ári en aldarafinæli
Frelsisstyttunnar mun hafa bætandi
áhrif á hana. Styttan er tákn fyrir
tvö hundmð ára vináttu og sameig-
inlegar hugsjónir þjóðanna tveggja.
Frakkar gáfu styttuna, sem mynd-
höggvarinn Auguste Bartholdi
gerði, árið 1886 sem tákn um vináttu.
Reagan, forseti Bandaríkjanna,
hefur boðið Mitterrand, forseta
Frakklands, að vera viðstaddUr há-
tíðahöldin vegna afinælis styttunnar
og opnun hennar sem ferðamanna-
staðar að nýju.
Franskar sjónvarpsstöðvar munu
verða með þeinar útsendingar frá
hátíðahöldunum í New York.
í vínræktarhémðum Frakklands
verða bandarískum ferðamönnum
gefhar flöskur af víni og Hilton hót-
elið í París gefúr hvequm þeim
Bandaríkjamanni, sem þar gistir
nóttina 4. júlí, eina flösku af Kali-
fomíuvíni.
Veitingahús eitt í París gengst fyr-
ir skógarferð með dæmigerðum
bandarískum mat og algengt er að
eplabaka sé meðal eftirrétta á mat-
seðlum í París þessa dagana.
Frelsistyttan er „þemað“ í frönsku til gamans geta þess að á miðnætti frelsi" á veitingahúsinu „Móðir
skemmtanalífi þessa dagana og má annað kvöld verður krýnd „ungfrú Jörð“ í París.
Nú eru liðin 100 ár síðan Frakkar færöu Bandaríkjamönnum að gjöf Frelsistyttuna. Hún hefur nú verið gerð upp og
á morgun, á þjóðhátiöardegi Bandaríkjanna, verður hún formlega opnuð á nýjan leik.