Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Side 11
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986.
55
búðir og það gerði hann aftur ári
síðar en móðir hans hafði miklar
áhyggjur af honum á meðan og taldi
svo mikla hættu á að hann tæki þá
veiru sem veldur mænuveiki að hún
stóð í bréfaskriftum við þá sem búð-
unum stjórnuðu.
Einmana
Allene Hughes hafði einnig
áhyggjur af því hve tilfinninganæm-
ur sonur hennar var og eftir að hún
hafði tekið fyrir frekari dvöl hans í
sumarbúðum vegna hræðslu við
mænuveiki þá fór hún að hafa
áhyggjur af því hve illa syni hennar
gekk að eignast vini. I rauninni leið
honum betur meðal fullorðinna en
barna.
Ljóst er að rætur sálfræðilegra
vandamála Hughes er að fmna í
æsku. Þá varð hann mjög feiminn
og hlédrægur en samhliða þróaðist
með honum kvíði og skortur á sjálfs-
öryggi sem gerði honum erfitt að
stofna til kynna að eigin frumkvæði
og kom í veg fyrir að hann vildi ving-
ast við þá sem vildu kynnast honum.
Slíkt ástand eldist oft af börnum en
móðir Hughes hélt áfram að vernda
hann umfram það sem eðlilegt gat
talist og áhyggjur hennar af raun-
verulegum og ímynduðum veikind-
um hans og samskiptaerfiðleikum
kunna að hafa aukið á kvíða hans
og gert hann enn hlédrægari.
Notfæröi sér veikindin
Smám saman lærðist Hughes að
notfæra sér veikindi til þess að leiða
hjá sér þau óþægindi og erfiðleika
sem fyldu samskiptum við annað
fólk. Þegar hann var tólf ára tókst
honum þó að stofna til kynna við
nokkra drengi og stofnuðu þeir út-
varpsklúbb en svo veiktist Hughes
og þá hætti hann að umgangast
drengina því að veikindin stóðu í
marga mánuði og leiddu til þess að
hann var lengi frá skóla. Ári síðar
missti hann svo skyndilega máttinn
og gat ekki gengið. Foreldrar hans,
sem héldu að hann væri með mænu-
veiki, létu þá sækja lækni frá New
York til að stunda hann. Aldrei tókst
þó að greina orsakir sjúkdómsins og
enginn veit hvort hann var raun-
verulegur eða ekki eða hvort hann
var sálrænn eða líkamlegur ef um
raunverulegan sjúkdóm var að ræða.
Hann kann þó að vera dæmigerður
fyrir þá þörf sem Hughes hafði fyrir
að leiða hjá sér fólk á þessum aldri.
í heimavistarskóla
Er Hughes batnaði var hann send-
ur í heimavistarskóla þar sem hann
var einmana, óhamingjusamur og
átti mjög erfitt með að stofna til
kynna við aðra nemendur. Þá fór
heyrn hans að versna en heyrnar-
leysi var í ættinni. Hefur það senni-
lega orðið til þess að einangra hann
enn meir. Um þetta leyti keypti hann
hest og var eftir það oft einn á hest-
baki. Smám saman varð hlédrægni
hans að persónueinkenni sem fylgdi
honum siðan alla ævi.
Foreldrarnir deyja
Móðir Hughes dó er hann var sext-
án ára eftir minni háttar skurðað-
gerð. Fráfall hennar var mjög óvænt
og fékk mikið á föðurinn sem krafð-
ist þess að sonurinn hætti í heima-
vistarskólanum og sneri heim.
Tveimur árum síðar lést Hughes
eldri svo er hann fékk hjartaáfall og
hafði fráfallið þau áhrif á soninn að
hann varð gripinn þunglyndi, fékk
áhyggjur af heilsufari sínu og ein-
angraði sig meir en verið hafði.
Nokkru síðar tók hann þó við
stjórn fyrirtækis föður síns, Hughes
Tool Gompany, og við það virðist
sjálfstraust hans hafa styrkst en
jafnframt fór hann að láta í ljós
sterka töngun til þess að verða fræg-
ur, valdamikill og sjálfstæður. Nítján
ára kvæntist hann svo Ellu Rice sem
var tveimur árum eldri en hann. Þau
fluttu til Hollywood en áttu þar fáar
stundir saman enda tók þá kvik-
myndagerð og flug hug hans allan.
EÍla Rice sneri til Houston 1928 og
ári síðar skildu þau.
Fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar.
Vildi sigrast á feimninni
Er Howard Hughes varð tvítugur
virtist hann vilja breyta um lifnaðar-
hætti og sigrast á allri feimni. Þá
sagði hann við Noah Dietrich, sem
var hægri hönd hans í viðskiptum,
að hann ætlaði sér að verða frægasti
kvikmyndaframleiðandi í heimi,
frægasti flugmaður í heimi og ríkasti
maður i heimi. Hann hóf svo fram-
leiðslu kvikmynda, sem hafa sumar
komist í raðir sígildra mynda svo sem
Two Arabian Knights sem hann
gerði þegar hann var tvítugur og
fékk óskarsverðlaun 1928. Þá setti
hann hraðamet í bæði innanlands-
flugi og millilandaflugi enda voru
tekjurnar af atvinnurekstri hans nú
orðnar svo miklar að hann gat leyft
sér næstum hvað sem var.
Heimsfrægð
Kvikmyndagerðin og flugafrekin
færðu Hughes þá frægð sem hann
hafði sóst eftir en þó virtist hann enn
feiminn og ekki varð annað séð en
honum þætti óþægilegt að vera í
sviðsljósinu. Hann kynntist mörgum
frægum kvikmyndaleikkonum en
virtist hafa meiri áhuga á að vera
með mörgum þeirra í stað þess að
stofna til náinna eða langvarandi
kynna við eina. Um tíma tók hann
verulegan þátt í samkvæmislífinu i
Hollywood en það eru flestir á því
að hann hafi aldrei stofnað til náinna
kynna við fólk á þeim tíma og verið
heldur fjarhegur og kaldlyndur.
Mesti athafnatíminn
Á þessum árum virðist fram-
kvæmdasemi Hughes hafa verið í
hámarki og þá virðist hann hafa
komist næst því að sigrast á sálræn-
um erfiðleikum. Þegar hann var
orðinn tuttugu og fjögurra ára fór
þó að halla undan fæti á ný. Hughes
fór að vera á fótum að næturlagi,
vildi ekki láta ljósmynda sig, forðað-
ist mannmargar veislur og virtist
una sér mjög illa í hópi ókunnugra.
Þá fór sjúkdómshræðsla hans vax-
andi og hann greip til víðtækari
ráðstafana til þess að forðast sýkla.
Brátt fékk hann á sig orð fyrir að
vera sérvitringur. Hann skolaði oft
á sér hálsinn upp úr sótthreinsandi
vökva og leiddi hjá sér fólk með kvef.
Eitt sinn komst hann að þvi að leik-
kona, sem hann hafði átt ástarsam-
band við, hafði verið með kynsjúk-
dóm og þá lét hann öll föt sín í
strigapoka og lét brenna þau.
Ahrif frá æskuárunum
Þegar Hughes var drengur hafði
hann reynt að sigrast á kvíðanum
sem sótti að honum með því að forð-
ast fólk og svo lærðist honum síðar
að gera sér upp veikindi til þess að
þurfa ekki að vera með og kynnast
öðru fólki. Hræðsla hans á yngri
árum við sýkla bendir til þess að þá
hafi hann verið farinn að þjást af
þráhyggju og verið farinn að þróa
með sér hegðunarmynstur sem hafi
átt að verja hann fyrir óþægindum í
framtíðinni. Sýklahræðsla hans
komst svo á það stig að enginn vafi
leikur á því að hún olli truflunum á
sálarlífinu.
Þráhyggjan og afbrigðilegu hegð-
unarmynstrin urðu áberandi á þeim
tíma er hann vann að gerð myndar-
innar Hell’s Angels en hann kostaði
ekki aðeins töku myndarinnar, held-
ur leikstýrði hann henni einnig og
klippti síðan. Allt starf hans að gerð
myndarinnar einkenndist af þrá-
hyggju því að á meðan sinnti hann
vart öðru og vann stundum heilar
nætur og fram á næsta dag.
Flugslys
Á meðan á töku myndarinnar stóð
hlekktist á lítilli flugvél, sem Hughes
var í, á meðan verið var að taka at-
riði úr lofti. Hann var dreginn
meðvitundarlaus úr flakinu með
brotið kinnbein. Hann var í sjúkra-
húsi i marga daga þar sem hann
gekkst undir andlitsaðgerð en andlit
hans varð þó aldrei eins og það hafði
verið áður. Þetta var fyrsta slysið
sem Hughes varð fyrir en þau urðu
fleiri.
Sjóflugvél, sem hann var í, hlekkt-
ist á við Long Island, hann veiktist
af súrefnisskorti er súrefnistæki í
flugvél bilaði og svo hlekktist aftur
á sjóflugvél sem hann var í. Þá létu
tveir farþegar lífið. Síðar ók hann
yfir vegfaranda sem dó. Allt gerðist
þetta á tíu árum. Er hann ók yfir
vegfarandann rakst höfuð hans í
framrúðuna og var hann hálfringlað-
ur og meðvitundarlaus í marga daga.
Þá varð hann einnig fyrir öðrum
óhöppum í bílum og fékk fleiri
áverka á andlit sem leiddu til þess
að hann varð nær óþekkjanlegur.
Skaddaðist hann á heila?
Höfuðáverki, sem skilur ekki eftir
sig nein meiri háttar ummerki
meiðsla, getur haft alvarleg áhrif á
sálarlíf fólks og getur aukið mjög á
andleg vandamál sem það hefur átt
við að stríða. Mörg slys geta valdið
tjóni á heila og er alls ekki ólíklegt
að heili Hughes hafi skaddast. Þá
bendir ýmislegt til þess að slysin, sem
hann varð fyrir á árunum frá 1939
til 1944, hafi leitt til aukinna truflana
á tilfinningalífi hans.
1944, þegar Hughes var 38 ára, var
hann undir svo miklu álagi að hann
komst úr andlegu jafnvægi. Þá var
hann ekki aðeins að glíma við erfið
íjárhagsleg vandamál því að fjár-
málaveldi hans stóð þá ekki tryggum
fótum heldur var hann einnig að
ljúka við að teikna FX-U, nýja og
hraðfleyga þotu, og að vinna að smíði
stórs flugbáts sem gekk undir nafn-
inu Spruce Goose; sömuleiðis hafði
hann þá á hendi stjóm Trans World
Airlines og stjómaði auglýsingaher-
ferð vegna kvikmyndarinnar um-
deildu, Outlaw.
Ný sjúkdómseinkenni
Á þessum tíma fór Hughes að sýna
ný .sjúkdómseinkenni. Hann fór að
endurtaka það sem hann sagði hvað
eftir annað og stóð þetta ástand
stundum í hálftíma. Um þetta leyti
sagði lögfræðingur sá sem lengst
hafði starfað fyrir hann af sér og
skömmu síðar hvarf Howard Hughes
frá Los Angeles án þess að segja
nokkrum hvert hann hefði farið.
Þrjátíu og einu ári síðar skýrði
einn af flugmönnum Hughes Aircraft
frá því að hann hefði þá flogið með
hann um Suðvesturríkin mánuðmn
saman og bjuggu þeir þá í gistihúsum
undir tilbúnum nöfnum.
Eftir sjö mánaða íjarveru sneri
Hughes aftur til Los Angeles en
sýndi lítinn áhuga á fyrirtækjum sín-
um og næsta árið flaug hann mikið
um Suðvesturríkin að degi til en var
í borginni á nóttinni.
Enn eitt slys
Er Hughes var fertugur varð hann
fyrir alvarlegasta slysinu sem hann
hafði orðið fyrir og hafði það næstum
kostað hann lífið. Hann var að
reynslufljúga FX-U þotunni er henni
hlekktist á. Hann beinbrotnaði á
mörgum stöðum og hlaut brunasár.
Enginn hélt að hann myndi lifa af
nóttina. Hann var mjög kvalinn og
var gefið morfín og á meðan hann
var að ná sér krafðist hann þess að
fá það í æ stærri skömmtum. Læknir
hans komst brátt að því að hann var
orðinn háður því og gaf honum cod-
eine. Tók Hughes það svo reglulega
það sem eftir var ævinnar en síðar
urðu skammtarnir hættulega stórir.
Lyfjaneyslan
Hve snöggt Hughes varð háður
lyflum og hve sterkum tökum þau
náðu á honum bendir til þess að ekki
hafi síður verið um að ræða sálræna
en líkamlega fíkn. Þá jókst mótstaða
hans gegn lyfinu mikið. Það bendir
að vísu til líkamlegrar fíknar en sál-
rænar orsakir verður að telja liggja
til þess að hann tók miklu meira
magn en það sem svaraði til þess sem
leitt hefði af líkamlegri fíkn. Honum
hefði sennilega tekist að sigrast á
vandanum ef hann hefði ekki tekið
lyf til þess að deyfa sálrænan sárs-
auka. Því kaus hann að vera háður
lyfjum. Codeinetöflurnar drógu úr
hræðslu hans við dauða og sjúkdóma
en juku hins vegar á kvíðann sem
tengdist sambandi hans við annað
fólk og streituna sem fylgdi viðskipt-
um. Undir lokin, þegar hann hafði
fátt til að hugga sig við nema auð
sinn, þá hélt hann fast við lyfin því
að þau voru eina ánægja hans, eins
og hann sagði sjálfur.
Flaug skömmu eftir þotuslysið
Tveimur mánuðum eftir slysið í
FX-U var Hughes farinn að fljúga
aftur. Skömmu síðar kom hann svo
fyrir rannsóknamefnd öldungadeild-
arinnar, en hún vildi kanna nánar
samning þann sem hann hafði gert
um smíði flugbátsins mikla. Hugheá
svaraði skilmerkilega og duldist eng-
um að minni hans var gott. Þá hafði
hann á sér yfirbragð og framkomu
þess manns sem veit vel hvað er að
gerast í öllum deildum fyrirtækis
hans.
Að yfirheyrslunum loknum gerði
Hughes átak til þess að breyta lifnað-
arháttum sínum. Hann var farinn að
láta á sjá eftir slys sem hafði nær
kostað hann lífið, andlega erfiðleika
og lyfjaneyslu. Skömmu síðar komst
hann hins vegar að því að lögreglan
hafði hlustað síma hans á meðan
hann dvaldist i gistihúsi í Washing-
ton þar sem yfirheyrslumar fóru
fram og það varð til þess að hann fór
að einangra sig enn meira en fyrr.
Fyrir og eftir andlitsaðgerðirnar.
Sjá
næstu
síðu