Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. 59 Umsjón: Sigurður Hreiðar BŒiAR Rennilegur fákur og traustvekjandi. - Eru þetta ekki sömu hurðirnar og á SAAB 9000? Lancia Thema LANCIA THEMA 8-32 Þegar ég átti nokkra daga á Ítalíu í vetur að skoða tiltekinn bíl fór ekki hjá því að annar bíll vekti nokkra athygli mína. Bæði er að þetta er nokkuð fallega teiknaður bíll og svo hitt að maður hafði hann alls staðar fyrir augunum að kalla. Við lá að mér þætti sem fimmti hver bíll væri af þessari gerð. Þetta var Lancia Thema, flaggskip Lancia flot- ans, lúxusbíll af temmilegri stærð. I vor gafst mér svo færi á að skoða þennan bíl nokkru nánar og setjast undir stýri í honum nokkurn spöl, þegar ég var staddur á Sardiníu til að skoða Lancia Delta, sem þegar hefur verið sagt frá á bílasíðu DV. Þar er skemmst frá að segja að ég skil betur eftir en áður hvers vegna hann virðist svo vinsæll bíll heima fyrir sem raun ber vitni. Sem fyrr segir er þetta bíll af temmilegri stærð. Lengd hans er 4,59 m, breidd 1,755 m. Hann er einn þeirra bíla sem er afrakstur uppruna- legrar samvinnu fjögurra verk- smiðja: Lancia, SAAB, Fiat og Alfa Romeo. Þrír bílar hafa þegar litið dagsins ljós sem afrakstur þessarar samvinnu: Lancia Thema, SAAB 9000 og Fiat Croma, en Alfan er enn á leiðinni. Sama faðerni Það leynir sér ekki að þessir bílar eru af sama faðerni. Allt eru þetta aflmikilir lúxusbílar með mikla akst- urshæfni, allir með þverstæðri vél og framhjóladrifi, allir meira eða minna áþekkir í útliti. Ég hef ekki enn öðlast þann heiður að setjast inn í SAAB 9000, en hina tvo hef ég feng- ið að prófa, Lancia Thema og Fiat Croma. Ég er þess ekki umkominn eftir skömm kynni að gera upp á milli þeirra tveggja. Báðir eru ein- staklega þægilegir í viðkynningu, bæði gott og gaman að aka þeim, báðir mjög vel útbúnir og vel úr garði gerðir - en í mínum huga hefur Thema vinninginn hvað útlit snertir. Og svo þetta sem gerir Lancia bílana svo áhugaverða í mínum augum: Þeir virka svo þéttir, skröltlausir og stabílir. Að innan er Theman enn rúmbetri en ætla mætti eftir þeim tölum sem ég nefndi hér að framan. Þar við bætist að sætin í henni eru fjarska- lega þægileg, jafnvel i mýksta lagi fyrir mig, sem nýt mín ekki til fulls í því sem ég hef stundum kallað dún- poka. Áklæðið á bílnum, sem ég prófaði, var rúskinnsliki af gerðinni alcantara, sem bæði er mjög þægilegt viðkomu og auðvelt að þvo. Fram- sætin stillir maður með rafinagni fram og aftur, upp og niður, og auð- vitað bakhallann líka, og hægt er að fá aukreitis svipaðan stillibúnað á aftursætið. Það fer vel um mann i aftursætinu á Themunni, og „hjóna- djöfullinn” - armpúðinn sem hægt er að fella niður í miðju sætinu þeg- ar farþegarnir eru aðeins tveir - er breiður og góður til síns brúks. Og þó að þetta sé skottbíll en ekki skut- bíll er hægt að fá hann þannig að hægt sé að fella sætisbakið niður, hálft í senn eða allt, ef flytja þarf mikinn farangur. Að sjálfsögðu eru rafmagnsrúður á svona lúxusbíl og rafknúin miðlæs- ing á öllum hurðum og skotti. Armhvílurnar innan á framhurðun- um eru á réttum stað fyrir ökumann- inn, en á því vill stundum verða nokkur misbrestur hjá hönnuðum. I framhaldi af þeim eru handföng inn- an á hurðunum og húnarnir til að opna innanfrá nánast fyrir vísifingur ofan á þeim. Við vorum að vísu með nokkrar vangaveltur um hvort það væri ekki einum of aðgengilegur staður fyrir innihún, ef fiktgjarnir farþegar opnuðu kannski hurðirnar af rælni á fullri ferð. Bót í máli er þó að barnalæsingar eru á aftur- Svona liti gripurinn úr ef yfirbyggingin væri glær. hurðunum, og séu þær á er þessi hætta úr sögunni. Ljúflingur í akstri Mælaborðið er næsta klassískt og ekki mikið um það að segja, það er fundið að þessum bíl í akstri við þessi stuttu kynni var ofurlítil tilhneiging til yfirstýringar þegar gefið var í í beygju. Þennan sama ágalla hafði Croma og mér er sagt að SAAB sé ekki laus við hann heldur. Gaman fylgir, kosti um 620 þúsund krónur. Bíll eins og við prófuðum yrði líklega um 150 þúsund krónum dýrari, en þá verður líka í honum alls konar aukabúnaður sem ekki er í ódýrari gerðinni, þannig að miðað við búnað er verðmunurinn kannski ekki ýkja mikill. Og þá er bara að bíða og sjá hversu Lancia Thema líkar á Islandi og hversu vel hún kemur til með að standa sig. verður að vita hvort Alfan kemst fram hjá þessari ótukt. Thema er að koma Búist er við fyrstu bílunum af þess- ari tegund hingað til lands seinni partinn í sumar. Líklega verða þar á ferðinni bílar af gerðinni 2000 i.e. - sem er nauðalíkur bíll þeim sem við prófuðum lítillega í vor þar ytra, nema ekki með túrbínu og því „að- eins” 120 ha. Búist er við að sá bíll, með þeim aukabúnaði sem honum Rúmgóður bíll og þægilegur. Takið eftir handföngunum á hurðunum. Fram- arlega á þeim er innihúnninn. Takið aðeins í hann og hurðin er opin. á engan hátt sérlega minnisstætt, þó það sé vel mælum búið. Að ítölskum sið gengur mikill stokkur niður úr því miðju niður á gírstokkinn, sem raunar þyrfti alls ekki að vera svona fyrirferðarmikill á framdrifsbíl. En á þessum miðstokk eru ýmis stjóm- tæki, svo sem fyrir hitakerfið í bílnum, sem er tölvustýrt. Maður velur einfaldlega hitastigið sem á að gilda í bílnum og hefur svo ekki áhyggjur af því meira. í akstri er bíllinn eins og hugur manns. Bíllinn, sem við prófuðum, var af gerðinni Thema i.e. turbo, 165 ha v/5500 sn/ mín., en þannig er hann 7,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Þetta er 2000 cc vél með tveimur jafnvægisás- um sem snúast hvor á móti öðrum þannig að fjögurra strokka vélin verður sérstaklega þýðgeng. Þannig búinn er bíllinn einstaklega kraft- mikill, léttur í í vöfum og svarar hverju einu eins og best verður á kosið. Bíllinn, sem við prófuðum, var með ABS bremsum, sem aldrei læsa hjóli, heldur tryggja hámarkshemlun á stystri mögulegri vegalengd hvern- ig svo sem færðin er. Þetta er aukabúnaður. Standard er bíllinn með diskabremsur á öllum fjórum með vacuum átaki. Gírarnir fimm ganga ljúft og örugglega milli skipt- inga, og fjöðrunin er þýð án þess að vera lin. Að aftan var hún sjálf- stillandi þannig að bíllinn á ekki að síga undan fullri hleðslu, en það er aukabúnaður sem verður að kaupa sérstaklega. Það eina sem ég gat Thema í tölum: Val um fjórar vélar: Thema i.e.: 2000 cc, 120 ha„ bein inn- spýting og rafeindakveikja. Há- markshraði 195 km/klst. Eyðsla pr. 100 km 6,4 1 á 90 km hraða, 8,4 á 120 og 9,6 i borgarakstri, Eigin þyngd 1120 kg. Thema i.e.: 2000 cc, turbo og over- boost, 165 ha., bein innspýting og rafeindakveikja. Tveir jafnvægisásar með andstæðum snúningi. Hámarks- hraði 218 km/klst. Eyðsla pr. 100 km sama og Thema i.e, nema 9,9 í borgar- akstri. Eigin þyngd 1150 kg. Thema V6: 2890 cc, 150 ha„ bein inn- spýting og rafeindakveikja. Há- markshraði 208 km/klst. Eyðsla pr. 100 km 7,2 á 90 km hraða, 8,9 á 120 og 15,4 í borgarakstri. Eigin þyngd 1160 kg. Thema turbo ds.: 2445 cc dísilvél, 100 ha. Hámarkshraði 185 km/klst. Eyðsla pr. 100 km 5,2 á 90 km hraða, 6,9 á 120 og 8,5 í borgarakstri. Eigin þyngd 1240 kg. Allir bílarnir eru með 5 gíra kassa. Sjálfskipting fáanleg. Lengd 4590 mm Breidd 1755 mm Hæð 1433 mm Gripurinn sem við fengum að prófa á Sardiníu. Fallegur gripur og eigulegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.