Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Side 17
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. 61 Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál ílagátur meðferðaí mál sem enn er óleyst. Þá um sumarið hafði Dowling- byggingarfyrirtækið fengið það verk að brjóta niður nokkrar gaml- ar byggingar. Við það var notaður krani með kúlu eins og venja er í slíkum tilvikum. Er starfsmenn fyr- irtækisins komu til vinnu sinnar einn morguninn var kúlan, sem var fimm smálestir á þyngd, horfin. Hún hafði þó hangið í rúmlega sex- tíu metra hæð og varð ekki með neinu móti séð hvernig hún hafði verið fjarlægð því að ekki var hægt að lækka hana þótt kraninn væri settur í gang. Á hverju ári hverfur fjöldi fólks að heiman frá sér í ýmsum löndum og spyrst síðan aldrei til þess síð- an. Þannig hverfa í rauninni tugþúsundir manna árlega. í flest- um tilvikum er ekki um glæpi að ræða. Fólkið, sem ekki verður fórn- ardýr glæpamanna, virðist einung- is kjósa að snúa baki við heimili sínu og ættingjum og kjósa annað líf annars staðar. Þó koma glæpamenn við sögu slíkra hvarfa eins og fyrr segir og þótt lögreglunni takist stundum að upplýsa slík mannshvörf þá tekst það vissulega ekki alltaf. í Vermont í Bandaríkjunum er 160 kílómetra löng göngubraut, sem nefnist Langistígur, í hálendi sem nefnist Grænufjöll. Á fimm ára tímabili, frá því í nóvember 1945 og fram til ársloka 1950, hurfu þar sex manns og fannst aðeins eitt lík. Fyrst hvarf 75 ára maður sem hét Middie Rivers. 12. nóvember 1945 fór hann í fjögurra daga veiðiferð við Glastenburyfjall. Hann hafði átt heima þarna skammt frá alla ævi og þekkti svæðið mjög vel. Hann sneri þó aldrei aftur og eng- inn veit hvað varð um hann. í desember 1946 hvarf svo átján ára skólastúlka að nafni Paula Welden. Hún hafði sagt herbergis- félaga sínum að hún yrði ekki lengi í burtu. Brátt fóru að ganga sögu- sagnir um að brjálaður maður bæri ábyrgð á þessum hvörfum. Vorið 1950 hvarf svo Frieda Lan- ger sem hafði þekkt Langastíg frá því í æsku. Lík hennar fannst svo 12. maí 1951 en þá var svo langt um liðið að ekki var hægt að ganga úr skugga um dánarorsök. Næst hvarf svo Martha Jones. Var það 6. nóvember 1950. Enn var hafin umfangsmikil leit en ekkert fannst. Tæpum mánuði síðar lagði Frances Christman í tæplega fimm kílómetra langa gönguferð til þess að heimsækja vinkonu sína. Hún sást aldrei framar. Þetta var síð- asta hvarfið. En hvað varð um allt þetta fólk? Var einhver vitfirringur á ferð á þessum slóðum? Enginn veit það og hugsanlegt er að um röð tilviljana hafi verið að ræða. Hvarf Þjóðverjanna þriggja, sem hurfu frá Múnchen í Vestur-Þýska- landi í september 1962, var þó engin tilviljun. Eldflauga- leyndarmál Dr. Heins Krug átti verksmiðju í Stuttgart þar sem framleiddir voru þýðingarmiklir hlutir í eldflaugar sem Eygptar voru þá að smíða. Paul Görke prófessor og dr. Wolf- gang Pliz störfuðu aftur í eld- flaugaverksmiðju sem var í úthverfi Kaíró. Krug sást síðast á Marienplatz í Múnchen síðast í september. Þá var hann með Araba sem hét Saleh. Tveimur dögum síð- ar fannst bíll Krugs yfirgefinn í útjaðri borgarinnar. Samtímis hurfu Görke og Pilz og hefur aldri spurst til þeirra síðan. Orðrómur hefur lengi gengið um að ísraelska leyniþjónustan hafi rænt mönnun- um til þess að koma í veg fyrir að Egyptum tækist að fullkomna eld- flaugar sínar. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að Þjóðverjarnir séu ekki á lífi, þótt það þyki ólík- legt. Og sama er að segja um Jimmy Hoffa. Verkalýðsleiðtogi Jimmy Hoffa var forseti samtaka vörubílstjóra í Bandaríkjunum frá 1957 og þar til hann var fangelsað- ur 1967 í kjölfar rannsóknar sem fyrirskipuð var er fram komu ásak- anir um að hann hefði misnotað fé samtakanna. 1975 var Hoffa látinn laus eftir að varaforseti samtak- anna, Frank Fitzsimmons, hafði lýst því yfir við starfsmenn í Hvíta húsinu að Hoffa myndi ekki taka við embætti forseta samtakanna á ný fyrr en 1980. Hoffa reiddist hins vegar mjög mikið er hann komst að því hvemig hann hafði fengist látinn laus. Hótaði hann að skýra frá því sem hann vissi um sambönd samtakanna við undirheimana en á því leikur enginn vafi að ýmsir kærðu sig ekki um slíka uppljóstr- un. Bílferö 30. júlí 1975 ákvað Hoffa að snæða hádegisverð í Detroit með tveimur mönnum, Tony „Jack“ Giacalone, sem talinn var glæpa- maður, og Tony „Pro“ Provenzano sem var starfsmaður samtakanna og hafði setið í fangelsi með Hoffa. Þessir tveir menn komu þó ekki í veitingahúsið. Síðdegis hringdi Hoffa heim til sín til þess að athuga hvort nokkur skilaboð hefðu kom- nið frá þeim. Síðar um daginn sást hann svo í bíl með einhverjum mönnum. Var sagt að hann virtist hafa verið að tala við ökumanninn. Síðan hefur hann ekki sést. Lögreglan leitaði hans lengi og spurði marga, en án árangurs. Hvarf í fallhlíf Þyki einhverjum leika á því vafi hvort Hoffa hafi verið óheiðarlegur þarf enginn að efast um að Dan Cooper var það. Hann varð frægur um öll Bandaríkin. Að kvöldi 21. nóvember 1971 var hann um borð í Boeing 727 þotu Northwest Airlines er hún fór frá Seattle. Hann var með fallhlíf og 200.000 dali sem yfirvöld höfðu fengið honum er hann rændi þo- tunni nokkru eftir að hún hafði lagt af stað frá Portland í Oregon- fylki fyrr um daginn. Er þotan var komin nokkuð frá Seattle skipaði Cooper flugstjóran- um að halda í suðurátt og hægja ferðina í um 540 kílómetra hraða á klukkustund og þegar komið var að Lewisánni við vesturhlíðar Cascadefjalla opnaði flugræning- inn afturdyrnar - og stökk. Hann var ekki í neinum sérstökum hlífð- arfötum, þótt úti væri hellirigning, og virtist alveg viss um að allt myndi ganga vel enda var ekki annað að sjá en hann hefði valið staðinn, þar sem hann stökk út, með mikilli nákvæmni. Fallhlífin fannst en Cooper ekki. 1980 fannst svo dálítið af peningun- um sem höfðu verið merktir. Fundust þeir í leirbakka við Kól- umbíaána. Sumir eru þeirrar skoðunar að Cooper hafi týnt líf- inu. Hann stökk út yfir skógi vöxnu og lítt könnuðu svæði. Hafi hann ekki lifað af stökkið kann einhver að hafa fundið hann og flutt til fallhlífina og tekið pening- ana. Þeir sem trúa því að ævintýri af þessu tagi fái góðan endi trúa því hins vegar að hann hafi komið til jarðar heilu og höldnu og lifi nú góðu lífi einhvers staðar undir fölsku nafni. En það er þó ekki víst að við fáum nokkurn tíma að heyra sannlei- kann um hann frekar en svörin við svo mörgum öðrum óleystum saka- málagátum. AÐALFUNDUR Sendibílastöðvar Kópavogs verður haldinn Laugardaginn 12. júlí kl. 15.00 að Hamraborg 11. II. hæð. Stjórnin UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Snæ- fellsnesveg í Helgafellssveit. (Lengd 10,5 km, fylling og burðarlag 150.000 m3) Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. júlí 1986. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. júlí 1986. V egamálastj óri VEGAGERÐIN LANDHELGISGÆZLAN 60ÁRA Varðskip og þyrlur til sýnis á laugardaginn. Varðskip og þyrlur Landhelgisgæzlunnar verða til sýn- is almenningi laugardaginn. 5. júlí klukkan 13-16. Varðskipin ÓÐINN og ÆGIR munu liggja við Ingólfs- garð en þyrlurnar TF-SIF og TF-GRÓ verða við flugskýli Landhelgisgæzlunnar á Reykjavíkurflugvelli, ofan Nauthólsvíkur. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, mun bráðlega heimsækja ýmsa staði úti á landi svo að öðrum lands- mönnum gefist kostur á að skoða hana. Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því fyrsta varð- skipið, sem smíðað var fyrir Íslendinga, kom hingað til lands og eiginleg landhelgisgæsla hófst. Skip og flugvélar Gæzlunnar eru oft í fréttum, nú á dögum hvað helst vegna björgunaraðgerða. Almenningi gefst hins vegar sjaldan tækifæri til þess að skoða þessi dýrmætu tæki og vonast Gæzlan til þess að sem flest- ir sjái sér fært að koma í himsókn á laugardaginn. Varðskipsmenn og flugliðar munu leiðbeina gestum og fræða þá um starfsemi Landhelgisgæzlunnar. (Nánari upplýsingar veita Gunnar Bergsteinsson eða Helgi Hallvarðsson, sími 10230.) Saab 99 GL árg. 1982. 2ja dyra, Ijós- drapp, beinskiptur. 5 gira, ekinn 64 þús. km. Verð kr. 300 þús. Saab 900 GL árg. 1983, S dyra, Ijós- blár, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 40 þús. km. Mjög góður biil. Seljum í dag Saab 900 GLE árg. 1980. 5 dyra, Ijós- blár, beinskiptur, 4ra gíra, vökvastýri og litað gler, ekinn 89 þús. km. Verð kr. 300 þús. Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, silv- er, sjálfskiptur + vökvastýri, sólþak, rafmagnslæsingar á hurðum, ekinn 89 þús. km. Verð kr. 390 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. rÖGCURHR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.