Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Page 19
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1986. 63 Katharine Hepburn og Frances Dee í Little Woman árið 1933. Kvikmyndir Kvikmyndir Katharine Hepburn er goð- sögn í lifanda lífi en hefur tekist að halda einkalífi utan við vinnuna. Fjórðu óskarsverðlaunin hlaut Hepburn fyrir leik i On Gold- en Pond 1982, hér ásamt Jane Fonde. Hepburn Konan sem kyndir ofninn En hver er Katharine Hepburn í raun og veru? Imynd hennar í kvik- myndunum hefur verið mörgum fyrirmynd. Hún er hin frjálsa, gáf- aða, sterka og heiðarlega kona. Um einkalíf hennar er hins vegar ekki mikið vitað. Utan vinnu hefur hún ævinlega klæðst mjög frjáls- lega og gerði víðar síðbuxur og strigaskó að nokkurs konar vöru- merki sínu. Hepburn er mjög varkár í viðtölum og ummæli henn- ar í viðtali fyrir tæpu ári lýsa vel þeim skörpu skilum sem hún dreg- ur milli atvinnu og einkalífs: „Nýlega hélt ég ræðu um Kathar- ine Hepburn. Eg hef ásamt öðrum skapað framkomu og ímynd fyrir hvíta tjaldið. Og svo er það ég sjálf. Ég er mjög ólík þeirri sem allir þykjast þekkja. Sú er goðsögn sem sköpuð hefur verið íyrir al- menning. Ég er ekki ósvipuð konunni sem kyndir ofninn. Ég held henni gangandi." Hepburn hefúr aldrei gefið leyfi til að tekin yrði saman ævisaga hennar, en ýmsir hafa gert tilraun- ir til að skrifa slíka bók. Sú nýjasta, A Remarkable Woman: A Biograp- hy of Katharine Hepbum, er skrifuð af Anne Edwards. Höfund- urinn er enginn viðvaningur í ritun ævisagna frægra kvenna: Sonya Tolstoy, Vivien Leigh, Judy Gar- land, Margaret Mitchell og Breta- drottning hafa allar verið viðfangsefni hennar. Katharine Hepburn kann þó að hafa verið erfiðasta viðfangsefnið og leikkon- an hefur meðal annars haft þetta um ævisagnaritun að segja: „Ég tel að þessi innrás í einkalíf fólks sé óheiðarleg og röng og ég hef mót- mælt henni harðlega," og „Ég mun aldrei ræða einkamál mín. Þau verða ekki einkamál ef ég geri þau opinber." Uppljóstranir og nafnleynd Þó Hepburn hafi aldrei fengist til að ræða við Anne Edwards finnst mörgum að sú síðamefnda hafi unnið nokkra sigra yfir við- fangsefninu. Edwards hefúr verið óþre^rtandi við heimildarsöfnun og dregur sitt af hveiju fram í dags- ljósið, allt fi*á því Hepburn leit fyrst dagsins ljós í Hartford, Connecti- cut, 8. nóvember 1907. Margir af vinum leikkonunnar þvemeituðu líka að ræða við Ed- wards en þeir sem leystu frá skjóðunni njóta nafnleyndar. Og auðvitað var margt um ævi Hep- burn á allra vitorði: 42 kvikmyndir, sem hún lék í, dómamir, stöku við- töl, umsagnir samstarfsmanna, ummæli í ævisögum Hollywood- stjama sögðu sína sögu. En auðvitað vantar ferskleikann í frá- sögn sem ekki er frá fyrstu hendi. Hvemig veit Anne Edwards að 1927 sagði Hepbum við kærastann sinn: „Ég ætla að verða mesta leik- kona í veröldinni? Talaði Edwards við Robert J. McKnight? Hvernig veit höfundurinn að hjónaband Hepburns og fyrsta og eina eigin- manns hennar, Ludlow Ogden Smith (þau skildu 1934), hafi ein- ungis verið til málamynda? Edwards sýnist lítið um Hepbum unga gefið. Hún lýsir henni í æsku sem ofdekraðri frekjudós en erfitt er að sjá hvað hún hefur fyrir sér í þvi. Katharine þroskast þó fljótt og breytist til batnaðar. Brautin til frægðar og frama var hvorki breið né bein og Hepburn mátti þola að vera rekin frá leikhúsum. En hæfi- leikarnir og útlitið mæltu strax með henni. Hepbum var rauðhærð, með skarpt þóttalegt andlitsfall, hávaxin, grönn eins og fjöl, með sérkennilegt göngulag og sér- kennilega rödd, með há kinnbein, gráblá augu, sem sagt sérlega aðl- aðandi. Ásjálf sitt einkalíf Edwards eyðir talsverðu púðri á samband Hepburn við Spencer Tracy sem var á sínum tima umtal- að í Hollywood. Tracy var kaþólsk- ur og vildi ekki skilja við eiginkonu sína. Samleikur hjóna- leysanna í kvikmyndum allt frá Woman of the Year til síðustu myndar Tracys, Guess Who’s Com- ing to Dinner,lýsir þó sambandi þeirra ef til vill betur en nokkur frásögn. Leikkonan Katharine Hepburn hefúr verið lengi í sviðsljósinu og hæg heimatökin að draga upp skýra mynd af henni. Anne Ed- wards hefur sem sagt tekist að lýsa ofninum ágætlega, en konan, sem kyndir ofninn, hefur enn einu sinni komist undan og á sjálf sitt einka- líf. Heimildir: American Film mars ’86 og Films maí ’82. .gjjj Þegar Katharine Hepburn vann til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í On Golden Pond árið 1982 var það í fjórða sinn sem bandaríska kvikmyndaakademían gaukaði þessari frægu styttu að henni. Áður hafði Hepburn fengið óskar fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Morning Glory, 1933, Guess Who’s Coming to Dinner, 1967, og The Lion in Winter, 1968. Það kom líklega engum á óvart að jafnvirt og mikilhæf leikkona og Katharine Hepburn skyldi hljóta margháttaðar viðurkenningar um ævina en þegar hún varð númer sjö á lista yfir það fólk sem bandarískir unglingar kölluðu hetjur sínar árið 1984 urðu margir hissa. En þegar betur er að gáð hafa óvenjulegir hæfileikar Hepburn og sjálfstæðar skoðanir hennar haft gífurleg áhrif á marga, ekki síst konur, í hartnær hálfa öld. Rooster Cogburn reyndist ekki vel heppnuð mynd, þótt þar mættust stjörnurnar Katharine Hepburn og John Wayne. ——■*-» ..—I ......................... ^ . .... !!■ Gary Grant starir á Katharine Hepburn gegnum rimlana í Bringing up Baby. Spancer Tracy og Hepbum, skærustu stjörnur MGM í áratugi, í Woman of the Year.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.