Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 2
42 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. Rreid síðan Konur gegn klámi Islendingar eru 10 árum á eftir grönnum sínum á þróunarbrautinni. Eða svo er stundum sagt. Þetta virð- ist þó eiga við þessa dagana þegar klámverslun og svningar eru teknar til við að blómstra á íslandi en hafa gengið sér til húðar á öðrum Norð- urlöndum. í Danmörku hafa klám- búllurnar verið að loka ein af annarri síðustu ár og í Svíþjóð er þessi iðnaður varla sýnilegur lengur. Kvennasamtök í Skandinavíu hafa barist gegn kláminu síðustu árin - og í baráttunni hafa konumar meðal annars notað erótíkina - hafa sýn- ingar á erótískum myndum í þeim Klámbúllurnar eiga í vök að verjast núorðið í nágrannalöndum okkar. Á íslandi er að spretta upp angi af þeim klámiðnaði sem er að lognast út af annars staðar. tilgangi að sýna fólki hvaða munur er á erótík (erótík = myndir eða texti eða annað sem lýtur að ástarlífi) og klámi. I Váxjö í Svíþjóð stendur nú yfir stærsta sýning sem haldin hefur verið á erótískum myndverkum. „Við erum engir siðgæðisverðir eða siða- postular," sagði Margareta Niklas- % 'þ, blixðsölostað „Erengin rægitunga Vikuviðtalið við Magnús Guðmundsson, fréttaritara Ritzau Alzheimer Gestalt Aðgera það gott íútlöndum - ungir íslenskir leikarar í Bandaríkjunum son, ein þeirra sem fyrir sýningunni standa - „en við viljum benda fólki á hve erótík er fallegri og jafnvel meira eggjandi en klám. Við erum alls ekki á móti kynlífi og myndum sem að því lúta.“ Það sýndi sig á þessari sýningu kvennanna í Vaxjö að kynlífið er miðlægt mótív í vinnu margra lista- manna. Sumir sem sýndu í Váxjö sögðust aldrei gera myndverk nema með kynlífið í huga. Og flokkast vinna þeirra þó ekki sem klám. Ólympíuleikar vínsmakkaranna Fyrstu ólympíuleikar vínsmakkar- anna verða haldnir í V-Þýskalandi dagana 13. til 20. september nk. Þar munu lið smakkara frá 20 þjóðlöndum, þar á meðal Norður- löndum, ferðast í viku um þýsk vínræktarhéruð. Úrslitin munu svo standa í Wurz- burg í Bæjaralandi. Þá eiga smakk- aramir að þekkja aftur þær víntegundir sem þeir hafa verið að bragða á alla keppnina. Þeir verða einnig yfirheyrðir í fræðilegri vín- fræði að því er þýska vínstofnunin í Mainz segir. Og fleiri kappleikir í Texas keppa menn í hverju sem er. Þar ætti raunar að finna upp keppni í því hverjir geta fundið upp fáránlegustu keppnina. Nú stendur fyrir dyrum mikil keppni í því hver geti fundið stærsta kakkalakkann í Texas. í fyrra þegar þessi keppni stóð voru það þrjár stúlkur sem unnu með því að finna kakkalakka sem mæld- ist 4,88 mm langur. Hann fannst í kjallara Southwestern Bell símafyr- irtækisins. Stúlkurnar fengu 40 þúsund krónur í verðlaun. Himneskt kóla I Kína hafa menn þurrkað kóka kóla út af matseðlinum þegar opin- berar veislur eru annars vegar. Þess í stað bjóða yfirvöld landsins gestum sínum að drekka Tianfu kóla sem merkir kóla hinnar himnesku hallar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.