Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Side 6
46 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. Það flæðir ört að og strandfuglarnir flestir horfnir. r ’ Tímikominntilþessaðfaraámiðinog N _ nota væng ina.1 Boris Becker - hin nýja hetja Þjóðverja Það fer ekki á milli mála hver er aðalstjarna þýskra íþrótta nú á síðustu tímum. Það er óumdeilan- . lega gullkálfurinn Boris Becker sem skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar hann sigraði á Wimbledon tennismótinu aðeins 17 ára að aldri. Þar með braut hann blað í sögunni því hann var yngsti sigurvegari frá upphafi á þessu frægasta tennismóti allra tíma. Reyndar nær frægð Wimbledon Iangt út fyrir raðir tennisáhuga- manna. Mótið er einn af stærri íþróttaviðburðum hvers árs og verður sífellt umsvifameira. Það er einnig orðið að einum stærri sjón- varpsviðburðum í Englandi og athyglin sem sigurvegararnir fá er gífurleg. Becker náði að sigra á mótinu aftur í ár og var sigur hans nú ekki síður mikilvægur en í fyrra. Hann þurfti á þessum sigri að halda til að sanna sig því árangur hans frá því í fyrra hefur verið upp og ofan. Og til að kóróna sigurinn vann hann Tékkann Ivan Lendl í úrslitunum. Lendl er af flestum talinn besti tennisleikari í heimi en hefur gengið illa á grasvöllum og hafði reyndar ótrúlega lítið í Becker að segja í úrslitaleiknum. Becker-æði Það sem er hvað athyglisverðast við sigra Beckers er hvemig landar hans hafa brugðist við þeim. Hann hefur verið hafinn upp til skýjanna og dýrkaður'meira en aðrir afreks- menn í Þýskalandi. Aðdáenda- ■ klúbbar spmttu upp út um allt Þýskaland og nafn hans var á allra vörum. Hefur þetta. Beckers-æði gengið svo langt að samtök hafa verið 'stofnuð til að berjast gegn dýrkun á Becker! Þá hafa íþróttamenn eins og Mic- hel Gross, sundkappinn frábæri, kvartað yfir þeirri athygli sem Becker fær. Gross sagði meðal ann- ars að hann þyrfti að setja eitt heimsmet á dag til geta keppt við Becker. Meira að segja þýska knattspyrnulandsliðið hefur fallið í skuggann af Becker og er það þó vanalega miðpunktur athyglinnar í íþróttum í Þýskalandi. Aðrir íþróttamenn em að vonum ekki hressir með að þurfa að sitja í skugganum. Og svo spila auðvitað peningar inn í því enginn fær aug- lýsingatekjur í líkingu við Becker. Og þetta hleður utan á sig. Eftir því sem Becker fær meiri umfjöllun fær hann meiri auglýsingar sem að mörgu leyti ýta honum enn frekar fram í sviðsljósið. Er fyrst og fremst þýskur En af hverju er hann svona vin- sæll? Ástæða þess er auðvitað sú að hann slær í gegn í gífurlega vin- sælli íþrótt. En þó að tennis hafi mikið verið stundaður í Þýskalandi hafa Þjóðverjar aldrei eignast af- reksmann í líkingu við Becker í íþróttinni. Hann nýtur því þess að vera fyrstur í röðinni. Þá er Becker ákaflega þýskur á allan hátt. Hann er auðvitað þýsk- ur í útliti og hátterni og ber hið mjög svo þýska nafn Boris. Þá þyk- ir hann ákaflega heppileg fyrir- mynd fyrir ungt fólk í Þýskalandi. Það er ekki yfir honum þessi þreytulegi vinstri „mótmælablær“ sem hefur verið svo ríkjandi meðal þýskra ungmenna allt frá dögum stúdentauppreisnanna. Becker er nefnilega „uppi“ - ungur maður á framabraut. Becker er í miklu uppáhaldi með- al ráðamanna í Þýskalandi sem fylgjast vel með ferli hans. Eftir sigurinn á Wimbledon að þessu sinni sendi Helmut Kohl kanslari honum heillaóskaskeyti og sparaði ekki lýsingarorðin þegar hann var að lofa frammistöðu hans við fréttamenn. „Frammistaða Beckers er einstök og hann er Þýskalandi til sóma. Hann hefur sýnt hverju einstaklingurinn fær áorkað svo framarlega sem hann er tilbúinn að leggja hart að sér,“ sagði Kohl. Margmilljónamæringurinn Becker Becker þykir hafa sýnt mikið fjármálavit sem er þó ekki hvað síst að þakka fjármálastjóra hans, Rúmenanum Ion Tiriac. Á þessu eina ári síðan hann vann á Wimbledon hefur hann unnið eina Það eru mikil átök þegar Becker leikur tennis. Baráttan og sigurviljinn eru griðarleg og krafturinn er hans aðalsmerki. Einbeitni Beckers er einnig viöbrugðið og hann er í fullkomnu jafnvægi fyrir hvern leik. milljón dollara í verðlaun sem er þó aðeins brot af því sem hann hefur í tekjur af íþróttinni. Þessi milljón er þó met hjá svo ungum íþróttamanni Tilboðum um auglýsingar rignir inn og í raun annar hann engan veginn eftirspurn. Það gerir honum hins vegar kleift að velja úr. Um daginn bauð Puma fyrirtækið, sem framleiðir íþróttavörur Beckers, rúmar 120 milljónir kr. fyrir að auglýsa vörur þess. Það er því ekki nema von að þýskir bankar næst- um sláist um að láta Becker auglýsa fyrir sig. Ekki sá besti Þrátt fyrir að Becker hafi afrekað ýmislegt sem helmingi eldri menn væru stoltir af þá eru skiptar skoð- anir um getu hans á íþróttavellin- um. Stíll hans, sem er kraftalegur og stórkarlalegur (þýskur?), þykir ekki skemmtilegur á að horfa. Hann skortir tækni en kemst þetta langt á ótrúlegum baráttuvilja, snerpu og krafti. Hann er frægur fyrir geysifastar uppgjafir og í úr- slitaleiknum á móti Lendl réðu þær úrslitum. Lendl hafði fyrir leikinn sagt að hann yrði að stöðva upp- gjafirnar og þá gæti hann sigrað. Það tókst honum ekki og tapaði. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sem tennisleikari þá hefur Becker skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Og hann er enn mjög ungur að árum. í raun veit enginn hverju Becker getur áorkað á tennisvell- inum í framtíðinni. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum sínum það sem eftir er. Þetta eina ár hefur fært honum það mikinn auð að það ætti að endast honum út æfina. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.