Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. 45 Erfðagallar og illkynja æxli hrjá það fólk sem varð fyrir geislavirku úrfelli vefnissprengjunnar Bravo. fullir og kvarta sáran við utanað- komandi. En í tali þeirra finnst þó aldrei hatur eða áköf mótmæli því menning þeirra leyfir ekki slíkt. „Þeir lofuðu okkur að við fengjum að snúa til baka og eftir þvi verðum við að bíða,“ segir Sorry Jelang, einn af eldri Bikinibúum. Bein tengsl þessa fólks við um- heiminn eru ekki mikil. Öðru hverju kemur flugvél með nauðsynlegustu vistir svo og birgðaskip Bandaríkja- manna. í júlí á síðasta ári flutti flugvélin nokkra forsvarsmenn eyj- arskeggja til Bikini. Ætlunin var að sýna þeim hvað stjórnin er að gera á eyjunni til hún verði byggileg á ný. Flestir þessara forsvarsmanna voru gamlir menn sem fyrr á árum höfðu unnið á Bikini sem fiskimenn eða bátasmiðir. Brottförin hafði ver- ið þessum mönnum mjög erfið. Heim í nokkra daga Á Bikini er engin flugbraut og því var lent á eynni Eneu sem er í suð- austurhluta rifsins. I bátnum á leið frá Eneu til Bikini var tíminn notað- ur til veiða. Þær gengu vel því í lóninu er fullt af fiski og engin geislavirkni í honum lengur. Gömlu mennirnir gátu ekki leynt tilfinningum sínum þegar þeir stóðu í fjörunni og horfðu klökkvum á gömlu eyjuna sína. Einn þeirra var Lore Kessibuki og hann var meðal þeirra fyrstu sem gengu á land. Beinn í baki horfði hann hvössum augum fram fyrir sig eins og hann hefði fengið vitrun og hvíslaði, „Bikini, Bikini." Hann var loksins kominn heim en þó aðeins í nokkra daga. Cesíum 137 Það er fyrst og fremst eitt geisla- virkt efni sem veldur því að Bik- inibúar geta ekki snúið aftur. Efnið heitir cesium 137 og í jarðveginum eitrar það grunnvatnið og allt sem ræktað er. Þetta er ekki bráðdrep- andi eitur og enginn deyr eða jafnvel veikist þó hann borði kókoshnetur á Bikini. En stöðug neysla á fæðu, ræktaðri á Bikini, gæti haft í för með sér alvarleg heilsufarsvandamál. Það var einmitt þetta sem átti sér stað á tíu ára tímabili sem hófst árið 1968 er Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir að Bikini væri örugg til búsetu. Árið 1971 voru nokkrir Bikinibúar snúnir heim en árið 1978 kom í ljós að í líkömum þeirra var hættulega mikið af cesium og eyjan var því rýmd á ný. Helmingunartími cesium er 30 ár en það þýðir að eftir 30 ár hefur styrkur þess minnkað um helming. Síðan líða önnur 30 ár og aftur minnkar styrkur efnisins um helrn- ing (til viðmiðunar má geta þess að helmingunartími plutonium er 24360 ár). Þannig má reikna út að það gæti tekið allt að 90 ár að cesiumið á Bikini minnkaði nægilega mikið til að mönnum stafaði ekki hætta af. Þó eru til fljótlegri leiðir til að hreinsa eyjuna og bandarískir vís- indamenn vinna að því að finna slíkar leiðir. Ein leið er að koma í veg fyrir að cesium berist út í fæðu- keðjuna og önnur er að minnka geislavirkni með því að fjarlægja hluta jarðvegsins. Hið fyrra má gera með því að dreifa kalíumríkum áburði á Bikini en hið seinna með því að fjarlægja efstu 0,3 metrana af öllum jarðveginum. Ljóst er að fyrri aðferðin er ódýrari og hefur minna rask í för með sér. Kostnaðurinn við að fjarlægja jarð- veginn yrði ekki undir 90 milljónum dollara auk þess sem öll tré á eyj- unni myndu deyja og ýmis nauðsyn- leg lífræn efni úr jarðveginum hverfa. Þar að auki skapaðist nýtt vandamál hvar losa ætti hinn eitraða jarðveg. Af þessum ástæðum hallast vísindamenn frekar að því að nota áburðinn. Hver sem kostnaðurinn verður er hann lítilræði í saman- burði við þá óhemju fjármuni er fóru í tilraunirnar. „Það er ljóst að það er skylda okkar að koma öllu í fyrrá horf,“ segir dr. Henry I. Kohn, pró- fessor við Harvard læknaskólann. Kohn er einmitt formaður nefndar vísindamanna á vegum þingsins sem fjallar um hvernig gera megi Bikini byggilega á ný. Þið eitruðuð eyjuna okkar Gömlu Bikinibúarnir hlustuðu þögulir á skýringar vísindamann- anna. Að lokum sögðust þeir lítið skilja af útskýringum þeirra. Það eina sem við skiljum er að þið eitruð- uð eyjuna okkar og við erum orðnir gamlir og eigum fá ár eftir ólifuð. Við förum aðeins fram á að þið látið okkur hafa peninga svo að við getum lifað sómasamlegu lifi uns Bikini verður byggileg á ný. Bikinihúar eiga sér enga skrifaða sögu. Ekki er vitað nógu vel hvaðan þeir eru upprunnir en ýmislegt bend- ir til að upphaflega háfi þeir komið frá öðru kóralrifi í Marshalleyja- klasanum, Wotje að nafni. Þjóðverjar og Japanir stjórnuðu eyjunum til skiptis fram til 1946 og þeir litu á innfædda Bikinibúa sem sér óæðri. Jafnvel aðrir Míkrónesíu- menn litu niður á þá og þetta leiddi til þess að Bikinibúar misstu álit á sjálfum sér. Þeir einangruðust frá öðrum og það var ekki fyrr en við komu trúboða á fyrri hluta aldarinn- ar að þeir komust í samband við umheiminn og tóku kristna trú. Yfirvöld skilningssljó Fáir skilja vanda þessa fólks betur en þeir sem hafa búið með því og hrærst í samfélagi þess. Einn þeirra heitir Ralph Waltz frá Wisconsin. Hann kom til Bikini á vegum hersins en giftist innfæddri stúlku og settist svo að á eynni Majuro í höfuðborg Marshalleyja. Waltz bjó nokkurn tíma á Bikini og kynntist því af eigin raun hungrinu sem oft hrjáir fólkið í útlegðinni þegar bjigðaflugvél eða birgðaskip tefjast. Ástæður þessara tafa má m.a. rekja til ótryggra veðra og skorts á skipum en þó einnig til kæruleysis réttra aðila í Bandaríkj- unum. Waltz notar nú þessa reynslu sína í þágu Bikinibúa því hann starf- ar sem sérstakur tengiliður þeirra við vfirvöld í Bandaríkjunum. Bikinibúar eiga fleiri að sem hnevkslast hafa á þeirri ómannlegu meðferð sem þeir hafa hlotið á síð- ustu 40 árum. Þeirra á meðal er lögfræðingurinn Jonathan M. Weis- gall sem er óþreytandi að tala máli þeirra fvrir þingnefndum og flytja skaðabótamál fvrir rétti. Dagarnir líða í aðgerðaleysi Tíminn líður hægt á Kili þar sem flestir Bikinibúar hafa átt aðsetur síðan 1948. Bandaríska stjórnin sér þeim fvrir mat og því hafa ungu mennirnir enga löngun til að veiða fisk í kringum evjuna eða rækta eitt- hvað sér til matar. Flestir þessara ungu manna þekkja heldur ekkert til gömlu veiði- og ræktunaraðferð- anna og hafa engan áhuga á kynna sér þær. Dagarnir líða í aðgerðalevsi og bið eftir flugvél eða skipi. Tfminn er drepinn með dagdraumum og von- um um að brátt rætist úr öllu og betra líf taki við. Sannleikurinn er sá að fæstir þeirra sem búa á Kili hafa nokkurn tíma litið Bikini aug- um og hafa því litlar sem engar taúgar til hennar. Óskadvalarstaður unga fólksins er Moui, höfuðborg Hawaii. en Hawaiibúar vilja ekkert með það hafa. Hugmvndir Banda- ríkjamanna um að gera Marshallevj- ar að sjálfstjórnarríki eiga litlu fvlgi að fagna meðal Bikinibúa; þeir eru orðnir háðir bandarískri aðstoð og telja sig ekki geta verið án hennar. Þetta fólk hefur verið svipt menn- ingu sinni og heimkynnum, atvinnu- háttum og forsögu. Ekkert er eftir nema vonin sem mörgum finnst nú haldlítil eftir 40 ára bið. Fólkið er vonsvikið og hræðist tilhugsunina um framtíðina sem er óviss og ótraust. En lífið gengur sinn gang, jafnvel á Kili, og þrátt fyrir ömurlega tilveru tekur hver maður örlögum sínum ineð ró. Á sunnudögum safn- ast allir saman í kirkjunni, syngja og tilbiðja guð meðan sjórinn lemur óvarða strönd litlu eyjunnar. En öldugjálfrið er annað og meira en endalaus söngur sjávarins, í því má heyra átakanlegt sorgarljóð hor- finnar menningar sem aldrei snýr aftur. Kennarar - kennarar! Kennara vantar að grunnskóla Stokkseyrar. Æskilegar kennslugreinar íslenska, danska, lifíræði, samfélagsgrein- ar, handmennt, tónmennt og leikfimi. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6300 og hjá formanni skólanefndar i síma 99-3266. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða í eftirfarandi störf: Fulltrúi í tölvudeild Qármálastofnunar Starfið felur í sér umsjón, ráðgjöf og skipulagningu á notk- un hinna ýmsu stofnana varnarliðsins á Apple 2e, Zenith 100/150 og IBM pc tölvum. Krafist er yfirgripsmikillar þekkingar á smátölvum (microcomputers), hugbúnaði og tækjum. Starfsreynsla eða menntun æskileg, ásamt skipulags- og stjórnunar- hæfileikum, mjög góð enskukunnátta skilyrði. Skrifstofustjóri í stjórnsýsludeild Starfið felur í sér fjármálastjórnun og daglegan rekstur stjórnsýsludeildar stofnunar verklegra framkvæmda. Krafist er þekkingar á tölvuvinnslu ásamt reynslu við gerð fjárhagsáætlana. Umsækjendur hafi góða stjórnunarhæfí- leika, eigi gott með að vinna með öðrum, séu opnir fyrir nýjungum og geti unnið undir álagi. Menntun á sviði við- skipta eða samsvarandi reynsla æskileg. Mjög góð ensku- kunnátta skilyrði. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, ráðningardeild, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 5. ágúst 1986. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 621240 Audi 100 CD, 5 cyl., árg 1982, ekinn 40.000 km, sjálfsk., m/vökvastýri, steingrár. Verð kr. 490.000. MMC Galant 2000 GLS árg. 1985, ekinn 56.000 km, blár. Verö kr. 520.000. MMC Galant GLX dísil árg. 1985, Subaru station árg. 1982, ekinn ekinn 14.000 km, grásans. Verð 71.000 km, rauðsans. Verð kr. kr. 590.000. 290.000. Toyota Tercel árg. 1986, ekinn Range Rover árg. 1984, ekinn 6.000 km, hvitur. Verð 530.000. 46.000 km, blár. Verð 1.300.000. G0TT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA RUMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud -föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.