Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. 55 Popp Easterhouse, Andy Perry í forgrunni. That petrol emotion. Daintees og Stephenson með hatt. Woodentops á uppleið. „The Doors“, „Velvet Undergro- und & Nico“, „The Clash", „Marquee moon með television, „The Spec- ials“, „Unknown pleasures“ með Joy Division, „The Smiths" og nú síðast „Psychocandy" með Jesus & Mary chain. Fyrstu breiðskífur þessara tímamótahljómsveita, ódauðleg meistaraverk rokksögunnar, gædd þeim persónulega frumleika sem ekki hefur enn mengast af ómennsk- um vélabrögðum kaupsýslumanna er öllu ráða í þessum súpermarkaði nútímans, poppiðnaðinum. Það sem af er þessu ári hafa nokkrar stórat- hyglisverðar hljómsveitir gefið út sínar fyrstu breiðskífur og fjórar þeirra eru til umfjöllunar hér. Hvort einhverjar þeirra öðlast ódauðlegan sess við hlið fyrmefndra verka er óvist en þær eru alténd vitnisburður þess að GÓÐ rokktónlist á enn sína fulltrúa og að þeir feta alls ekki sama einstigið. Eastertiouse That petrol emotion - Manic pop thrill That petröl emotion er kvintett, stofnaður fyrir tveimur árum. Allir utan einn koma frá Derry á Norður- írlandi og bræðurnir Sean og Dean O’Neill gerðu garðinn frægan í Und- ertones, bestu popphljómsveit sem írland hefur alið. That petrol Emot- ion sendu frá sér tvær smáskífur í fyrra, Keen og V2, en í maí síðast- liðnum kom á markað breiðskífan Manic pop thrill og hefur hún fengið stórgóðar viðtökur. Platan er tólf laga, flest þeirra rífandi rokklög, stutt og auðgripin, krydduð beittum gitartónum Sean O’Neill. Til mót- vægis eru svo þrjár gullfallegar ballöður, þ.á m. titillag nýjustu smá- skífunnar, Natural kind of joy, sem hefði sómt sér vel sem Paul McCart- ney ballaða á Hvíta albúminu. Textar That petrol emotion eru ekki opnar pólitískar ádeildur eins og hjá Easterhouse, þeir fjalla frekar um þær tilfinningar sem spretta fram við að hafa ástandið fyrir augunum dag frá degi: spenna, glundroði, hræðsla, reiði. Undantekningar eru þó Circ- usville sem fjallar um skrípaleikinn í tenglsum við Unionistaflokkinn á N-írlandi og Tightlipped en þar er spjótum beint að fjölmiðlum í Eng- landi og þegjandi samkomulagi þeirra og ráðamanna um að fela sannleikann í málefnum N-írlands fyrir bresku þjóðinni: „Við erum á verði gagnvart því að messa yfir fólki og þröngva skoðunum okkar upp á aðra. Það sem við gerum er að segja: Þetta eru okkar skoðanir, farið nú og skoðið ástandið með eigin augum og mótið ykkar álit upp frá því... Besta tónlistin, hvort sem það er rokk, reggae eða soul, vefengir það sem er, hristir upp í þér og fær þig til að líta þig og lífsmáta þinn gagn- rýnum augum.“ - Contenders Fyrr í vor rakti ég lauslega stutta sögu Manchestersveitarinnar East- erhouse á þessum vettvangi en þá hafði hún nýverið sent frá sér frá- bæra smáskífu: Whistling in the dark, eitt almagnaðasta rokklag þessa árs. í kjölfarið fylgdi: Inspira- tion, önnur smáskífa sem olli óform- legu banni hjá BBC vegna textanna er allir fjalla um ástandið á N-ír- landi og kúgun bresku stjórnarinnar á innfæddum. Þann 16. júní kom svo breiðskífan Contenders á markað, hrífandi en jafnframt ögrandi skífa. Tónlist Easterhouse er á ýmsan hátt samruni þeirrar óbeisluðu orku sem finna má í tónlist U2 og dulmagnaðr- ar dýptar er gerði tónlist Joy Divi- sion svo heillandi. Opinskáir, pólitískir textar skilja Easterhouse þó afgerandi frá þessum sveitum. Lögin átta á Contenders hafa orðið til á tveggja ára tímabili og það er Ivor Perry gítarleikari sem semur alla tónlist. Hugmyndafræðingur Easterhouse er hins vegar söngvar- inn Andy Perry og textar hans eru álitsgerðir verkamanns sem fengið hefur sig fullsaddan af hræsni, orða- flaumi og aðgerðaleysi breska Verkamannaflokksins og hneigist að nokkurs konar byltingarkommún- isma. „írlandsvandamálið" er honum einnig ofarlega í huga enda var það í brennidepli á heimili hans þar sem foreldrar hans voru fulltrúar hinna stríðandi afla, faðirinn mótmælandi frá Belfast en móðirin kaþólikki frá írska lýðveldinu. Textarnir eru flest- ir hverjir naprar lýsingar á frelsis- sviptingu og ánauð lítilmagnans en To live like this bendir mönnum þó á að gefast ekki upp þvi i voninni felist óvæntur styrkur: Don’t you ever start thinking you’re wasting your time/Or you might as well just roll over and die... If I was to think I was wasting my time/I think it would drive me out of my mind/If I should live to see the day/ When all of this will be wiped away/ Dead and gone and seen no more/ Tb>'n it’s worth it. Martin Stephenson & Daintees • Boat to Bolivia Boat to Bolivia er að mínu viti þess verðug að bera sæmdarheitið popp- plata þessa árs og reyndar hvaða árs sem er því hvaða sveit önnur en Daintees sækir áhrif til jafnólíkra listamanna og Nat King Cole, Leon- ard Cohen og Tom Waits án þess að hljóma fáránlega? - Daintees var stofnuð árið 1981 í Sunderland og segir fyrst af högum þremenning- anna þegar þeir tróðust inn í plötu- verslun Keith Armstrong og hófu hljóðfæraslátt. Búðin tæmdist á augabragði en Armstrong heyrði eitthvað í tónlistinni sem honum leist á og bauð samning við Kitchen- ware records sem hann veitir for- stöðu. Fimm árum síðar getur hann státað af því að hafa komið gæða- poppsveitinni Prefab Sprout á framfæri og nú Martin Stephenson & Daintees. ~ Boat to Bolivia, inniheld- ur 11 lög og eru þau öll verk Martin Stephenson. Tónlistin er geysilega fjölbreytt og bregður fyrir áhrifum úr jassi, country & westem, blues, ragtime og þjóðlagatónlist svo eitt- hvað sé nefnt. Stephenson er söngv- ari góður og hefur raunar ótrúlega þroskaða söngrödd miðað við aldur. Sérstaða hans felst þó einkum í text- unum en umfjöllunarefni þeirra eru harla óvenjuleg. Crocodile Cryer var samið eftir andlát ömmu Stephenson * og fjallar um loddara sem gráta krókódílatárum við jarðarförina en _ hafa tekið gleði sína á ný þegar að erfidrykkju 'kemur. Coleen er óður Stephenson til systur sinnar sem er í sárum eftir uppflosnað lesbískt ást- arsamband. Að lokum má nefna Caroline en þar er sungið um sam- nefnda frænku sem missti fóstur á unga aldri. Öll eru lögin tileinkuð viðkomandi aðilum og maður getur ekki annað en dáðst að þeirri vamm- lausu einlægni sem einkennir tónlist Stephenson. Boat to Bolivia er fágæt perla og skin hennar endist snöggt- um lengur en neonljós diskótekanna. Woodentops - Woodentops vöktu athygli vorið 1985 með sinni annarri smáskífu: Move me, og seinna sama ár tylltu Well well well og It will come sér á topp óháða smáskífulistans. Rough trade, Gúlliverinn í putalandi óháða markaðarins, gefur út tónlist Woodentops og á þeim bænum fara menn ekki í felur með það að markmiðið er að gera hljómsveitina jafnstóra The Smiths. Talandi um Smiths þá hefur Woodentops iðulega verið líkt við þá ágætu sveit en að mínu viti er sá samanburður ónákvæm- ur í meira lapi Tónbst Woodentops er hröð, fersk, létt, einföld. Lífsglatt popp, enda er bjartsýni lykilorð hljómsveitarinnar: „Bjartsýni er mjög mikilvægur eiginleiki og hún felur alls ekki í sér að maður sé rómantískur fram úr hófi og loki augunum fyrir raunveruleikanum. Bjartsýni er ákveðinn skilningur á því sem er að gerast í þjóðfélagi nútímans en um leið afneitun þess að maður leggi árar í bát.“ Rolo, söngvari og laga- smiður Woodentops, bætir við: „Hinu er ekki að neita að sum þessara glaðlegu laga sem é(T til að rífa sjálfan mig - Giant upp á erfiðum stundum. Raunar tel ég að maður geti aðeins samið gleðisöngva ef maður hefur kynnst hinni hliðinni á tilverunni.“ - Hvað breiðskífunni Giant viðkemur ætla ég að leyfa mér að vitna í kollega af Melody maker sem segir i umsögn um plötuna: „Svona á popptónlist að vera nema hvað við mynd- um líklega deyja úr ánægju ef svo væri. Þeir kalla eitt laganna Love affair, ég held maður geti einmitt staðið í ástarsambandi við þessa plötu.“ Skúli Helgnson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.