Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 12
Húsvagninn.
Lögreglumenn fjarlægja kistu Torrez úr húsvagninum.
Nágrannamir héldu að þeir þekktu
vingjarnlega unga manninn sem bjó
einn í húsvagni skammt fyrir utan
Modesto í Kaliforníu. Þeir komust
þó á aðra skoðun er leynilögreglu-
menn fundu líkkistu með jarðnesk-
um leifum gamals elskhuga
mannsins í húsvagninum.
Hvers konar maður er það sem
geymir iíkkistu rétt við rúmið sitt?
Lögfræðingur hans leit svo á að í
rauninni væri hann kona i karl-
mannslíkama en lögreglan var hins
vegar þeirrar skoðunar að hann
hefði ákveðið að binda enda á ástar-
samband með því að skjóta elsk-
hugann.
Skotinn i svefnherbergi
7. nóvember 1980 var hringt til lög-
reglunnar í Los Angelessýslu og hún
beðin um að koma þegar í stað að
húsi i útborginni Carson. Er leyni-
I«greglumennirnir George Smith og
Jerry Freeland komu þangað fundu
þeir líkið af Anthony Torrez sem var
þrjátíu og sex ára og hafði nýlega
verið látinn laus úr San Quentin-
fangelsi. Hann hafði búið þama í
húsinu með tuttugu og tveggja ára
gamalli vinkonu sinni og eldri
frænku sem átti það.
Þetta var föstudagskvöld og vin-
stúlka Torrez hélt því fram að hún
hefði verið að búa um sár sem Torrez
hefði nýlega fengið er byssukúla
hefði brotið rúðuna á svefnherberg-
inu og lent í kjálka Torrez. Við það
Mitnaði æð í aftari hluta munns hans
og innan fimm mínútna var hann
látinn.
Skotpallar fyrir utan
Er lögreglan fór að svipast um fyr-
ir utan húsið kom í ljós að skotárásin
hafði verið vandlega undirbúin. Ein-
hver hafði tekið stól sem geymdur
var í bílskúmum og komið honum
þannig fyrir að skjóta mátti af hon-
um inn um gluggann. Þá fannst
hlaðinn pallur við aðra hlið hússins.
Smith leynilögreglumaður yfir-
heyrði stúlkuna og spurði hvort hún
vissi um nokkurn sem verið hefði
óvinur Torrez. Hún neitaði því en
frænka hans skýrði svo frá að hún
hefði í aukasíma hlerað símtal frá
manni og hefði það gerst nokkrum
dögum eftir að skotið hefði verið á
Torrez inn um glugga á húsinu en
þá hefði hann hlotið sárið sem vin-
kona hans hefði verið að búa um er
hann hefði verið skotinn til bana.
Frænkan sagði Torrez hafa eignast
„eiginkonu“ er hann var í fangels-
inu. Væri það maður nokkur að nafni
Rilen Cathey. Hann reyndist við at-
hugun vera síbrotamaður sem var
þrjátíu og fjögurra ára er hér var
komið sögu. Cathey hafði gerst „eig-
inkonan" í „hjónabandinu". Taldi
hún Cathey hafa verið manninn í
símanum og hefði hann ógnað
Torrez.
í mars 1980 hafði Cathey verið náð-
aður. Þá hafði hann farið til Torrez
sem var þá einnig laus og um hríð
höfðu þeir búið saman en svo sleit
Torrez sambandinu og kvaðst ætla
að flytja til frænku sinnar í Carson.
Enn ástfanginn af Torrez
Er Torrez var sestur að hjá frænku
sinni tók hann upp sambúð með
stúlkunni sem áður er vikið að en
frænka skýrði svo frá að hún væri
viss um að Cathey hefði enn verið
ástfanginn af „eiginmanninum" fyrr-
verandi. Vísaði hún í því sambandi
til samtalsins sem áður er minnst á
en þá hefði sá sem hringt hefði sagt:
„Fái ég ekki notið þín þá fær það
enginn.“ Torrez hefði hins vegar lýst
því yfir að samband þeirra væri á
enda.
Leitin að Cathey hefst
Lögreglan komst brátt á snoðir um
að Cathey byggi í Modesto. Gerð var
tilraun til þess að handtaka hann þar
en þá reyndist fuglinn floginn. Cath-
ey komst hins vegar að því að hans
var leitað og lét hafa eftir sér í blaði
í Modesto þau ummæli að hann teldi
sig fátt eiga vantalað við lögreglu-
þjóna sem kæmu vopnaðir að leita
hans og svertu þannig mannorð sitt.
Síðan hvarf hann af sjónarsviðinu
og leið nú alllangur tími þar til hann
fannst.
Næstu vikurnar yfirheyrði lögregl-
an hins vegar ýmsa sem kynnst höfðu
Cathey og kom þá í ljós að hann var
mjög kvenlegur. Þótti honum gaman
að prjóna og sauma en hann átti það
einnig til að ganga með hárkollu og
farða sig eins og kvenmaður. Mörg
afbrot hafði hann á samviskunni, þar
á meðal innbrot hjá móður borgar-
stjórans í Tulare í Kaliforníu en þar
hafði hann stolið dagbókum sem
hann hélt að hann gæti notað til
þess að knýja borgarstjórann til þess
að reka burt úr bænum kynhverfan
mann sem hann hafði staðið í ástar-
sambandi við. Sú áætlun hans fór þó
út um þúfur.
Fannst níu mánuðum síðar
19. ágúst 1981 sátu Smith og Free-
land og drukku kaffi á skrifstofu
sinni er þeim bárust boð um það frá
skrifstofu sýslumanns í Blythe í Riv-
ersidesýslu að Cathey og annar
maður hefðu verið handteknir.
Höfðu þeir þá verið á ferð í Cadillac-
bíl með þýfi sem metið var á um tvær
og hálfa milljón króna. Félagi Cat-
hey reyndist vera tuttugu og þriggja
ára og kynhverfur. Hann hafði ný-
lega verið látinn laus úr fangelsi en
það var einmitt í fangelsi sem hann
hafði kynnst Cathey. Var það árið
1977. Maðurinn, Dirk Stone, óttaðist
að verða að afplána það sem eftir var
refsingarinnar er hann hafði verið
náðaður og fá þar að auki nýjan dóm
svo að hann ákvað að reynast sam-
vinnuþýður ef það skyldi geta bætt
framtíðarhorfur hans.
Kistan í húsvagninum
Lögreglan gaf honum til kynna að
upplýsingar, sem leitt gætu til þess
að ljóst yrði með hvaða hætti dauða
Anthony Torrez hefði borið að,
kynnu að geta orðið til þess að fang-
elsisvistin, sem biði, kynni að verða
styttri en annars mætti búast við.
Stone sagði þá að hann vissi að Cath-
ey hefði skotið Torrez. Lögreglan
sagði þær upplýsingar ekki nægja.
Þá sagði Stone að hann vissi meira
en það því Cathey hefði rænt líki
Torrez og komið kistunni fyrir heima
í húsvagni sínum.
Leynilögreglumennirnir horfðu
hver á annan og svo aftur á unga