Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 14
54 LAUGARDAGUR 26. JULÍ 1986. Leikstjórinn James Cameron hefui- nú tekið upp þráðinn í nýjustu mynd sinni, Aliens, þar sem Ridley Scott skildi hann eftir í vísindaskáldsögu- mynd sinni, Alien, fyrir sjö árum. Þegar kvikmynd Ridley Scott, Ali- en, var frumsýnd árið 1979 markaði hún ákveðin tímamót í sögu hryll- ingsmynda. Hún var gerð tveimur árum eftir að fyrsta Star Wars mynd- in leit dagsins ljós og bar því greini- lega merki þess almenna áhuga á vísindaskáldsögum og framtíðarsýn- um sem fylgdu í kjölfar þeirra. Mikið var lagt í myndina og tókst leikstjór- anum að skapa sérstætt umhverfi. Og síðast en ekki síst var ógnvættur- inn í myndinni ekki aðeins af hinu • illa heldur var ekki hægt að drepa hann. Alien fjallaði um hóp manna sem heimsækja óþekkta plánetu og finna þar óþekkta geimveru: Þeir taka hana um borð í geimskipið en missa stjórn á henni. Hún ræðst á geim- farana einn af öðrum þangað til aðeins er eftir Ripley og kötturinn hennar. Myndin þénaði litla tvo milljarða bara í Bandaríkjunum svo auðsætt var að framleiðendur mynd- arinnar myndu taka upp þráðinn aftur og búa til framhaldsmynd. Það hefur nú verið gert og ber myndin heitið Aliens og er það James Camer- on sem situr í leikstjórastólnum. Sama sagan Cameron tekur upp þráðinn 57 árum síðar en þá finnst geimfarið með Ripley og kettinum hennar. Er Ripley raunar aðaltengiliður mynd- anna fyrir utan sjálfa ófreskjuna. Ripley hafði komið sér fyrir í frosti og legið í dvala en er endurlífguð af löndum sínum. Á þessu tímabili er búið að byggja plánetuna þar sem Ripley og félagar hennar höfðu fundið merki um annað líf. Enginn vill trúa henni að fólkið þar sé í hættu og megi búast við dauða sínum sé ekki eitthvað gert í málunum. Þegar allt ssimband slitnar við þá sem þar búa ákveður stjórnin þó að senda lið landgönguliða til að kanna ástandið og bjóða Ripley ineð þar sem hún sé öllum hnútum kunn- ug. Eftir hik og hugarangur ákveður Ripley að slá til og þá byrjar ballið. Þegar flokkurinn kemur til plánet- unnar fmnur hann aðeins einn mann á lífi - sem er lítil stúlka - en 157 ófreskjur eru fyrir eða ein fyrir hvern mann sem sagður var hafa flutt þangað. Þessar framandi ófreskjur eru ótrúlega slóttugar og reynist björgunarmönnum erfitt að ráða nið- urlögum þeirra. Fá áhorfendur svo sannarlega að svitna af ótta í sætum A sínum því Cameron hefur útfært bar- dagaatriðin af mikilli kænsku og list. Þeir sem muna eftir ófreskjunni úr íyrri myndinni sjá fyrir sér í hugan- um eitthvert ljótasta kvikindi sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Ekki bætir það úr skák að þessi geim- ófreskja nærist á líffærum manna sem gerir hana enn ógeðfelldari. Hápunkti nær myndin þegar Ripley er orðin ein eftir á lífi og einhvers staðar í nálægð er síðasta ófreskjan. Lokastundin er runnin upp. * Kostir og gallar Það er alltaf erfitt að gera fram- haldsmyndir en í þetta sinn virðist verkið hafa tekist vel. Myndin var frumsýnd í júlímánuði og hefur feng- ið ljómandi góða gagnrýni og er spáð jafnmiklum vinsældum og fyrri myndinni. Þó hefur Aliens nokkra veika punkta. í fyrsta lagi er erfitt 4 að sannfera áhorfendur um að Rip- ley vilji fara aftur til plánetunnar,. Ripley og kötturinn hennar voru þau einu sem björguðust úr fyrri myndinni, Alien. miðað við það sem hún gekk í gegn- um. Fyrir þá sem sáu fyrri myndina virkar þetta ósannfærandi en miðað við stöðuna hefur Cameron tekist að leysa þetta eins vel af hendi og hægt er að ætlast til. í öðru lagi hefur þessi mynd ekki möguleika á að koma áhorfendum eins á óvart því fyrri myndin sýndi sjálfa ófreskjuna þannig að margir vita hvemig hún lítur út og hegðar sér. Takmarkar þetta nokkuð at- hafnasvið leikstjórans. Hins vegar hefur Cameron tekist að halda uppi góðri spennu í myndinni án þess að hún detti niður, sem er nokkuð gott miðað við að sýningartímmn er vel yfir tveir tímar. Myndimar tvær hafa mjög mis- munandi yfirbragð. Ridley Scott er þekktur fyrir fingert, listrænt yfir- bragð mynda sínna eins og t.d. í The Legend og Blade Runner. Var sviðs- mynd hans í Alien ótrúlega listræn og á sama tíma ógnvekjandi og kyn- ferðisleg. James Cameron notar hins vegar mikið í framhaldsmyndinni alls kyns byssur og vélknúin farar- tæki og vopn og má líkja vopnabúri sveitarinnar, sem send var til plánet- unnar, við það sem Stallone bar á sér í Rambo-myndunum. Hefur Ca- meron verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki hannað vopnin í samræmi við hugmyndir manna um framtíð- ina. Góður leikur James Cameron var valinn leik- stjóri með tilliti til ferils hans sem leikstjóra. Síðasta mynd hans var The Terminator með Arnold Schwarzenegger sem hann gerði 1984. Einnig hafði Cameron hönd í bagga með gerð handritsins að Rambo: First Blood Part II sem ekki þarf að kynna. Báðar myndirnar voru hörku spennumyndir sem héldu áhorfendum sem límdum , í sætum sínum. Eins og áður sagði er geimfarinn Atriði úr framhaldsmyndinni, Aliens. Ripley tengiliðurinn milli mynd- anna. í fyrri myndinni tók hún yfir aðalhlutverkið upp úr miðri mynd en í Aliens er hún miðpunkturinn frá upphafi til enda. Ripley er leikin af Sigourney Weaver. Hér fékk hún erfitt en bitastætt hlutverk og skilaði því með prýði. Fyrsta kvikmyndin, sem Weaver lék í, var einmitt Alien en það var fyrir sjö árum. „Ég var svo óvön að Ridley varð að segja mér að ég ætti ekki að horfa á kvikmyndatökuvél- ina,“ var haft eftir Weaver í viðtali nýlega. „Ridley Scott og framleið- endur myndarinnar komu til New York með lista af leikurum sem þeir vildu að reyndu sig við hlutverkið og var ég á þessum lista. Ég hafði aldrei unnið við kvikmyndir áður og ég man að ég var ekki viss um hvort ég vildi leika í vísindaskáldsögu- myndum. Ég átti mér draum að fá gott aukahlutverk í mynd sem væri listræn. Síðan gerðist það að þeir vildu fá mig í hlutverkið í Alien en ég var mjög hikandi eftir að hafa lesið handritið. Þegar ég hitti þá aft- ur gagnrýndi ég handritið og þá hrópaði ráðningarstjórinn upp: „Asninn þinn, gerirðu þér ekki grein fyrir að þetta er stóra tækifærið þitt“.“ Víða komið við Þótt Weaver væri óreynd í kvik- myndaleik kunni hún töluvert fyrir sér í leiklist. Hún sótti bæði Stand- ford háskólann og Yale Drama skólann áður en hún hóf störf í leik- húsum og síðan lá leiðin yfir í kvikmyndir. Alien opnaði Weavér margar leiðir enda sló hún í gegn í þeirri mynd. Hún lék síðan í mynd Peter Yates, Eyewitness, á móti Will- iam Hurt, auk þess að fara með hlutverk í mynd ástralska leikstjór- ans Peter Weird, The Year of Living Dangerously, þar sem hún lék á móti Mel Gibson. Næsta mynd hennar var Deal of the Century, ömurlega mis- lukkuð mynd með Chevy Chase sem fjallaði um svartamarkaðsbrask með hergögn. Weaver fékk smáuppreisn æru þegar hún fékk hlutverk í hinni vinsælu mynd Ghostbusters. „Um- boðsmaðurinn minn í New York benti mér á hlutverkið en leikstjór- inn, Ivan Reitman, var dálítið hikandi og sagði: „Já, ég veit ekki, hún lítur út fyrir að vera svo ofsa- lega alvörugefin." En ég fór í prufu- töku og í atriðinu þar sem illir andar yfirtaka líkama minn missti ég stjórn á mér og byrjaði að rífa og éta púð- ana og hegða mér eins og hundur. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fékk ekki að umbreytast í hund í myndinni." En nú virðist Weaver vera að fá stóra tækifærið aftur. Hún lék ný- lega í tveimur öðrum myndum sem heita Half Moon Street, þar sem hún leikur á móti Michael Caine, og svo One Woman Too Many. Aðspurð hvort von væri á Alien III svaraði hún að litlar líkur væru á því. „En þess ber að gæta að ég bjóst ekki heldur við að þessi mynd yrði gerð. Ef James Cameron hefði ekki orðið yfir sig hrifinn af Alien þá hefði þessi framhaldsmynd aldrei verið gerð. Enginn þorði að snerta á þessu verk- efni. Þegar búið er að gera eins góða mynd og Alien og af manni eins og Ridley Scott þá eru fáir sem vilja taka upp þráðinn. Sem betur fer vildi Cameron gera sina eigin mynd um þetta.“ B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.