Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 16
vel klæddar ... komu þær eftir Vesturgötunni í Reykjavík og höfðu svolitlar áhyggjur af bílaumferðinni, enda 1111! ekki vanar annarri eins örtröð og er í miðbænum þessa heitu, björtu sum- ardaga. Þær ætluðu yfir götuna, inn í Hlaðvarpann, kvennahúsið. Þær eiga nefhilega heima þar um þessar mundir, aðalhlutverkin í Hin sterk- ||| ari eftir Ágúst karlinn Strindberg frá Svíþjóð og það er skýringin á alda- mótaklæðnaði þeirra. Leikritið, sem þær eru ættaðar úr, var nefnilega skrifað á ofanverðri síðustu öld, sa- ■* mið sérstaklega fyrir leikkonu sem var eiginkona höfundarins. Hin sterkari tilheyrir þeim hluta leikbókmenntanna sem fæstir eru III kunnugir. Það má nefna leikinn „kammerleikrit" því hann er stuttur, persónur aðeins þijár, og hann er í einum þætti, tekur ekki nema hálf- tíma að renna sér í gegnum stykkið og Margrét Ákadóttir (sú til vinstri á myndinni) hefur orðið allan tím- ann. Salnum í Hlaðvarpanum hefur ; verið breytt í kaffihús. Eini karlmað- urinn í sýningunni, þ.e. þjónninn, gengur um beina og skenkir gestum kaffi - og konumar tvær hittast þama inni á kaffinu (þar sem jafh- III framt er myndlistarsýning) og leikurinn rúllar af stað. Hljómar skemmtilega. Og er trú- lega skemmtilegt. Það var að minnsta kosti ekki annað að heyra á leikkonunum, Margréti og Önnu Sigríði Einarsdóttur. Og leikstjór- III inn, Inga Bjamason, var til í að ! fullyrða stóra hluti um verkið - en H við förum vægt í að hafa þá eftir hér því að leikstjórar em nú einu sinni leikstjórar og lenda gjaman á kafi í viðfangsefhinu og sjá það loks du- ; lítið öðrum augum en sá almenni leikhúsgestur. Strindberg og kvenfólkið Strindberg er gjaman nefhdur höf- undur nútíma leikritunar. Hvernig | sem því er farið þá er hitt víst að afstaða hans til kvenna er sérstakt rannsóknarefni bókmenntafræðinga og samtalsefni þeirra sem beita sér ; í réttindabaráttu kvenna. Hann á því vel heima í Hlaðvarpanum, vett- vangi íslenskrar kvenna-menningar. Leikrit þessa fyrirferðarmikla Svía eru'stöðugt flutt á Norðurlöndum. Hér á landi hefur farið lítið fyrir þessum kraftajötni norrænna bók- mennta. Ekki er gott að segja til um hvers vegna leikhúsin hafa verið : hrædd við að velja verk hans til sýn- inga. Hann hefur stundum þótt A myrkur, karlinn, erfiður að skilja og þar með óhollur fyrir kassann. En sú er auðvitað ekki skýringin - ekki einhlít. Hann skrifaði löng og mikil verk um kóngafólk fyrr á öldum, ■P átakamikil verk sem stundum minna á kóngaleikrit Shakespeares - og skrifaði ógrynni af hvers konar text- um, skáldsögur, ritgerðir og smásög- ur. flf Þegar Strindberg var orðinn aldr- aður skröggur og full yfir að hafa ekki fengið nóbelsverðlaunin (borg- aralega þenkjandi landar hans höfðu hom í síðu hans) tók sænska al- * þýðusambandið sig til og safnaöi meðal félagsmanna sinna. Hver fé- %. lagi greiddi eina krónu sem var látin :! renna til Strindbergs. Samtals urðu þetta yfir 40 þúsund spírur, mun hærri upphæð eri nóbelsverðlaunin vom þá - og gamla skáldið gladdist loksins yfir löndum sínum. Málari og gullgerðarmaður Sænska bókmenntatröllið á sér marga lærisveina út um heiminn. Óhætt mun að fullyrða að þegar hann lifði og skrifaði áttuðu Svíar sig naumast á því hve stórbrotið skáld hann var. Að honum látnum vaknaði hins vegar skilningur þeirra hægt og hægt og síðustu áratugina hafa verið skrifaðar um hann marg- ar og þykkar bækur, ótal ritgerðir, haldnar Strindberg-hátíðir og ráð- stefnur. Skáldskapurinn var ekki eina við- fangsefni meistarans. Hann málaði líka - og myndir hans skjóta stund- um upp kollinum á málverkaupp- boðum. Hann mun ekki þykja merkur listmálari - en liðtækur. Strindberg bjó um langt skeið í Þýskalandi, eimiig í Sviss og í Frakklandi. Á því tímabili sýslaði hann margt utan ritstarfanna. Hann stundaði náttúrurannsóknir og blandaði sér í iðju gullgerðarmanna, sem þá voru nokkuð áberandi. Gull- gerðarmenn einsettu sér að búa til gull úr öðrum málmum og efhum - voru kallaðir alkemistar. Þótt þeim hafi ekki tekist að búa til gull í raun og veru þá voru þeir ekki fáir sem töldu sig hafa búið það til á pappím- um; þeir vissu uppá hár hvaða efnum þeir ættu að blanda saman til að út kæmi gull, en tilraunimar fóru jafii- an út um þúfur. Feluskáld skrifar Sýningin á Hin sterkari er einföld í sniðum. Leikstjórinn, Inga Bjama- son, segir hana upplagða farandsýn- ingu. „Annars er þessi sýning eiginlega upptaktur að amiarri sýningu. Nú situr þekktur höfundur við og skrifar fyrir okkur i Alþýðuleikhúsinu verk sem verður sett á svið með haustinu. Það má líta á þessa sýningu á Hin sterkari sem eins konar forleik að þeirri sýningu." - Hver er að skrifa? „Það er leyndó.“ -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.