Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. 53 Rilen Cathey. Rilen Cathey í gervi kvenmanns. manninn sem sat fyrir framan þá. Þeir höfðu rannsakað mörg morðmál en aldrei heyrt neitt slíkt fyrr. Stone bætti því nú við að kista Torrez væri í Stockton. „Cathey sagði mér að hann hcfði falið Tony á bak við gervivegg í húsvagninum sínum,“ sagði hann. Húsvagninn finnst Smith ogFreelaríd íóru nú flugleið- is til Stockton þar sem þeir fundu húsvagninn. Þeir hófu þegar leit og þar reyndist allt vera eins og Stone hafði sagt þeim. Þeir fundu kistuna og í henni voru jarðneskar leifar Torrez. Líkið hafði verið afklætt að hluta til og bökunarsóti notaður til þess að kæfa nálykt. Næst var haldið til kirkjugarðsins þar sem Torrez hafði verið jarðaður. Við gröfina var engin þau ummerki Sérstæð sakamál að sjá sem gáfu til kynna að kistan hefði verið grafm upp en uppgröftur leiddi í ljós að gröfin var tóm. Þótti það með ólíkindum að einum manni skyldi hafa tekist að fiarlægja kist- una. Þungt grafarlok Það tók grafarana þrjá stundar- fjórðunga að vinna verkið með skóflum og hökum en kistan hafði verið lögð í steinsteypt hylki og var lokið á því um 400 kílógrömm. Kirkjugarðsstjórinn varð mjög undrandi er hann sá að kista Torrez hafði verið fjarlægð. „Það var ekki að sjá að neitt hefði verið hreyft við gröfinni," sagði hann. „Það hefur þó verið gert en augljóst er að sá sem það gerði hefur farið mjög gætilega að.“ Alls tók það grafarana hálfa aðra klukkustund að opna gröfina og loka henni en þetta virðist Cathey hafa gert einn, á einni nóttu. Réttarhöldin hefjast Réttarhöldin yfir Cathey hófust i ágúst 1982. Verjandi hans, Charles Gessler, lýsti þá yfir því að skjól- stæðingur hans hefði ráðið Anthony Torrez af dögum. Hann hélt því þó fram að Cathey hefði ekki framið morð af ásettu ráði heldur hefði hann ekki þolað að sjá fyrrverandi elsk- huga sinn standa nakinn í svefnher- bergi frænku hans með vinkonu sína við hlið sér þar sem hún hefði verið að skipta um umbúðir á sári hans. Vitni héldu því fram að enginn vafi léki á því að Cathey hefði verið mjög ástfanginn af Torrez. Hefði Cathey viljað gera sig sem kvenleg- astan og meðal annars tekið kven- hormóna í því skyni. Eitt vitnanna var þannig kona sem kvaðst að minnsta kosti fjórum sinnum hafa greitt hár Cathey á kvenlegan hátt áður en hann hefði farið að snæða kvöldverð með Torrez. „Hann sagði mér að hann elskaði Torrez meira en nokkurn annan sem hann hefði nokkru sinni kynnst," sagði hún. „Og hann lærði allt sem konur gera svo sem að prjóna og sauma. Þá fór Torrez með hann eins og konu.“ Stormasamt „hjónaband“ Fram kom við réttarhöldin að sam- band þeirra Torrez og Cathey einkenndist oft af deilum og eitt sinn hafði Torrez tekið upp skammbyssu og ógnað Cathey með henni. Þá hafði vinur þeirra hins vegar verið við- staddur og hafði honum tekist að sparka byssunni úr hendi Torrez. Loks kom það í h!ut kviðdóms að komast að niðurstöðu í málinu. Sak- sóknari lagði að kviðdómendum að finna sakborning sekan um að hafa myrt Torrez af ásettu ráði. Kvið- dómendur voru hálfan annan dag að fjalla um málið en loks tilkynntu þeir þá niðurstöðu sína að þeir fyndu Cathey sekan um morð af fyrstu gráðu. Jafnframt fundu þeir hann sekan um ólöglegan vopnaburð. Cathey var klæddur í bláar galla- buxur og bláa skyrtu er úrskurður kviðdómenda var lesinn upp. Hann beit á vörina en leit aldrei á tólf- menningana sem fjallað höfðu um málið. Löng fangelsisvist 14. september kvað Edward M. Ross dómari upp þann dóm að Cath- ey skyldi sitja í fangelsi ekki skemur en 33 ár og ef til vill allt til æviloka. Það táknar að hegðan fangans ráði miklu um hve löng vistin verður. Dómarinn hafði orð á því að Cat- hey væri það vel efnaður að rétt væri að hann greiddi fimm þúsund dali í málskostnað og til að bæta að nokkru leyti þeim sem við sögu máls- ins hefðu komið það tjón sem þeir hefðu orðið fyrir. Rilen Cathey situr nú 1 fangelsi í Kaliforníu. Hann getur sótt um náð- un er hann hefur setið inni í sautján ;ir. Verkamenn óskast Verkamenn óskast, mikil vinna. Upplýsingar í síma 50877. Loftorka Til sölu Audi Quattro 4x4 tur- bo árg ’83, með beinni innspýtingu, 220 ha mótor, læstu drifiTlæstum millikassa, aflstýri, aflbremsum og full- komnum stereotaekjum. Bíllinn er leðurklæddur með tölvumælaborði með erisku tali. Hann er eins og nýr, ekinn aðeins 29.000 km, erlendis. Uppl. í síma 687-577. Starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður: Bókari með góða bókhaldskunnáttu fyrir eina af aðaldeild- um Sambandsins. Ráðningartími sem fyrst. Skrifstofufólk til starfa við útreikninga og almenn skrifstofustörf. Ráðningartími frá 1. september næstkomandi. Sölumann á sviði matvara, æskileg reynsla í sölu og verslunar- störfum. Ráðningartími sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmanna- stjóra sem gefur nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.