Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 4
44 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. Eyjan sem beðið er eftir Frjálst.óháð dagblað SMAAUGLYSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐHD Þú hringir.., ViÖ birtum... ÞaÖ ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplfl: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Árið 1946 lauk seinni heimsstyrj- öldinni með því að jarðarbúar sprengdu sig inn í atómöld af slíkum reginkrafti að jafnvel vísindamenn skildu ekki til fullnustu. Til frekari prófana á þessu ægilega vopni valdi bandaríski herinn kóralrifið Bikini, afskekktan eyjaklasa i Kyrrahafinu. Eyjarskeggjar samþykktu að yfir- gefa heimili sín þegar þeir voru fullvissir um að þeir gætu snúið aftur er tilraununum lyki. Nú eru liðin 40 ár og 23 tilraunasprengingar og enn bíða Bikinibúar á lítilli einangraðri eyju í 500 mílna fjarlægð frá heim- kynnum sínum. Ástæða þess að Bikini var valin var sú að hún er einangruð frá hefð- bundnum sjávar- og loftleiðum og vindar við rifið blása í þær áttir að stjórn má hafa á geislavirku úrfelli. En í eitt skipti breyttist vindátt á meðan á tilraun stóð og þess vegna eru Bikinibúar enn strandaglópar þó liðin séu 40 ár. Þetta var þegar Bravo var sprengd. Bravo var fyrsta árangursríka til- raun Bandaríkjamanna með vetnis- sprengju. Afl sprengjunnar jafnaðist á við 15 milljón tonn af sprengiefninu TNT (sprengjan sem varpað var á Hiroshima jafnaðist á við 15 þúsund tonn af TNT). Hin óvænta vindátt dreifði geislavirku úrfelli yfir gríðar- stórt svæði, sennilega u.þ.b. 50.000 fermílur. Innan þessa svæðis voru 250 íbúar á eyjunum Rongelap og Utirik, 28 veðurathugunarmenn á Rongerik og 23 fiskimenn á japanska bátnum Daigo Fukuryu Maru en einn þeirra lést strax vegna geislun- ar. Enn þann dag í dag ógnar Bravo lífi fórnarlamba sinna og harmleik- urinn er bandarískum stjórnvöldum í fersku minni. Að gleðja guð Nú eru 40 ár liðin frá sunnudegin- um þegar Ben Wyatt, sjóliðsforingi í bandaríska flotanum, færði eyjar- skeggjum tíðindin. Hann sagði að eyjuna þeirra ætti að nóta í þágu mannkyns og gaf í skyn að jafnvel guð almáttugur myndi gleðjast ef þeir samþykktu að fara. Bikinibúar voru bæði guðhræddir og góðviljaðir, enda svaraði höfðingi þeirra, Juda, á þann veg að ef banda- ríska ríkisstjórnin og vísindamenn heimsins vildu nota eyjuna þeirra og kóralrifið til tilrauna sem með guðs hjálp myndu verða öllu mannkyni til góðs þá skyldi fólkið með glöðu geði flytjast í burtu. Allir íbúamir, 161 að tölu, voru í skyndi fluttir á aðra eyju. Með sér tóku þeir aðeins strá- þökin af húsum sínum auk sameigin- legrar kirkju og samkomuhúss sem fljótlegt var að taka í sundur og setja saman. Þann 1. júlí 1946, aðeins sex mánuð- um seinna, kom B-29 sprengjuflugvél hersins fljúgandi yfir lónið. Úr maga hennar féll undarlegur hlutur og þaut með miklum hraða í átt að einu af 93 ómönnuðum fljótandi skot- mörkum á lóninu. Klukkan 34 sekúndur yfir níu um morguninn sprakk þessi hlutur í 150 metra hæð yfir vatnsfletinum og í nokkur ógn- arleg augnablik á eftir var alveg eins og sólin hefði komið upp í annað sinn þennan morgun. Þar með hófust kjarnorkutilraunir Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Á næstu 12 árum voru sprengdar meira en 60 tilraunasprengjur, flestar í kóralrifinu Enewetak í Marshall eyjaklasanum. Ein af þeim 23 sem sprengdar voru við Bikini var Bravo, aflmesta sprengja sem Bandaríkja- menn hafa nokkurn tíma sprengt. Sameinað afl allra sprengja í öllum styrjöldum veraldarsögunnar mætti sín lítils i samanburði við afl Bravo. Þegar tilraununum lauk og allir vísindamenn, hermenn og aðstoðar- menn voru farnir, skotmörkin á lóninu sokkin eða á bak og burt og síðasta höggbylgjan hafði riðið yfir kóralrifið var eyjan Bikini enn á sín- um stað með öll kókoshnetu- og pálmatrén sín, lýsandi dæmdi, að því er virtist, um að lífið gengi sinn gang þrátt fyrir allar kjamorkusprengjur. Á Kili, fjarri heimahögum En þessi eyja og 22 aðrar eyjur á kóralrifinu voru ekki samar og eru ekki enn þann dag í dag. í jarðvegin- um eru geislavirk efni sem gera þær óbyggilegar og nú, þegar 40 ár eru liðin, búa Bikinibúar enn á lítilli óhrjálegri eyju, fjarri heimahögum. Eyja þessi heitir Kili, hún hefur ekk- ert sjávarlón og er aðeins um 100 hektarar að stærð. Einu sinni voru Bikinibúar frábær- ir sjómenn sem sigldu litlum kanóum sínum margar mílur til að heimsækja aðrar eyjar í rifinu. Þeir veiddu fisk og söfnuðu skjaldbökueggjum og borðuðu auk þess kókoshnetur og örvarætur. Við þessa miklu breyt- ingu á lífsháttum urðu þeir landfastir og siglingakunnáttan dó með gömlu mönnunum. Bandaríska landbúnað- arráðuneytið sér þeim fyrir matvæl- um sem oft á tíðum eru óæskileg vegna sjúkdóma sem herja á eyjar- skeggja s.s. sykursýki. Þeir eru líka orðnir örvæntingar- ýncj j'o íutn u)tui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.