Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986. 43 Einu sinni verður altt fyrst - Hefurðu aldrei farið til útlanda? spurði kunningi minn þegar ég var nýbúinn að segja honum að ég hefði aldrei farið til útlanda og fannst mér þetta álíka gáfulég spurning og þegar ég hringi heim til mín og spyr táninginn, sem svar- ar í símann, hvort hann sé heima. Það eru trúlega ekki margir á mínum aldri sem hafa ekki farið út fyrir landsteinana og víkkað sjóndeildarhring sinn og komið heim með nýja reynslu og hrika- lega timburmenn en einu sinni verður allt fyrst eins og guð minn almáttugur sagði þegar hann skap- aði Esjuna og vesturbæinn sem er enn á sínum stað þótt Esjan hafi verið seld til útlanda í brotajárn. Sumir hafa meira að segja fæðst í útlöndum og því ekki þurft að fara þrisvar sinnum niður í bæ til að kaupa farmiða, tvisvar í banka að kaupa gjaldeyri og einu sinni til að láta taka af sér mynd sem líkist helst karlinum í tunglinu og er sett í vegabréfið manns þar sem upplýst er meðal annars að maður sé gráhærður ef maður er það. Þegar þessu er lokið geta menn eins og ég farið að kvíða fyrir dá- samlegu utanlandsferðinni því að þeir sem eru svo lofthræddir að þá fer að svima ef þeir standa á Al- þýðublaðinu hlakka ekki beinlínis tii að fara upp í flugvél. - Þú færð þér bara einn sterkan i frihöfninni, ráðleggur mágkona mín mér en hún hefur farið tíu sinnum til útlanda og fengið sér þrjátíu sterka. Og svo rennur brottfarardagur- inn upp. Mér er sagt að flughöfnin ís- lenska hafi þann kost að fólk þurfi að hafa til að bera ríkulegt hug- myndaflug og gríðarlega útsjónar- semi ef því á að takast að villast upp í vitlausa flugvél. - Þú þarft ekkert að óttast það að taka feil á Keflavíkurrútunni og flugvélinni, segir konan mín á leiðinni eftir langa ganginum og lætur þess getið að auki að ef ég elti sig sé öllu óhætt. Konan mín reyndist hafa rétt fyr- ir sér í þessu efni og skömmu eftir að við höfðum fengið okkur sæti og spennt beltin var tilkynnt í hát- alarakerfi vélarinnar að nú væri verið að undirbúa flugtak og varð ég þá satt að segja öllu spenntari en áðurnefnd belti. En hvort sem það var örum hjart- slætti mínum að þakka eða hæfni flugmannanna tókst vélin á loft og hélt sig þar þangað til hún lenti á Kastrupflugvelli í Kaupmanna- höfn. Útiönd Við vorum sem sagt komin til útlanda á skemmri tíma en það tek- ur að aka norður á Húnavatnssýslu og höfðum borðað ágæta lúðu á leiðinni og fengið tilsögn í því hvernig ætti að hegða sér ef flug- vélin yrði einhverra hluta vegna að lenda á Atlantshafinu sem hún gerði ekki að þessu sinni, sem betur fer, því að hvernig sem ég leitaði fann ég ekki björgunarvestið, sem átti að vera undir sætinu, og þaðan af síður súrefnisgrímuna sem okk- ur var sagt að gæti komið sér vel í ýmsum tilvikum, ekki síst ef okk- ur skorti súrefni. Eftir að hafa sofið bærilega fyrstu nóttina í útlöndum vöknuðum við klukkan tíu að dönskum tíma og drifum okkur niður í bæ til að kaupa öl og sitthvað í matinn á útsöluprís en í Danmörku virðist sá hlutur varla til sem ekki hefur einhvern tímann verið á útsölu. Á meðan konan mín var að versla fengum við strákarnir okkur sæti á apótekarabarnum þar sem var þrjátíu siga hiti í forsælu og vegna þess meðal annars langaði okkur í eitthvað að drekka. - Mig langar í kók, sagði sá sex ára. Táningurinn vildi appelsín. Ég fór inn á barinn og bað elsku- lega konu sem var þar við agreiðslu um en kóla og en appelsín. - Va, sagði konan elskulega og hallaði sér í áttina til mín. - En kóla og en appelsin, endurt- ók ég upp í eyrað á konunni. - Vaaa, sagði hún. - v . BENEDIKT AXELSSON - Fjandinn sjálfur, hugsaði ég, er nú svo illa komið fyrir Dönum að þeir skilja ekki sitt eigið móður- mál? - Jæ skal ha en kóla og en appel- sín, öskraði ég á minni ágætu dönsku eins hátt og lungun leyfðu. Áður en konan gat endurtekið vaaið sitt kom Dani henni til hjálp- ar og tilkynnti á sinni ágætu dönsku að ég ætlað að fá en kola og en appelsin. - Tak ska du ha, sagði ég um leið og ég gekk út i þrjátíu stiga hitann með eina kólaflösku og eina flösku af appelsíni. Um svipað leyti og við höfðum svalað þorstanum kom konan mín með tvo plastpoka fulla af kjöti og kartöflum og kassa af pilsner og végna hitans var hún ekki síður þyrst en aðrir meðlimir fjölskyl- dunnar. Hvort sem það var aukinni dönskukunnáttu minni að þakka eða bættri heym elskulegu kon- unnar á barnum lenti ég ekki i neinum erfiðleikum með að fá keyptan en öl og var það í sjálfu sér guðsþakkarvert því að það kom í ljós stuttu eftir að allir höfðu lok- ið drykkju að okkar beið löng og villugjöm leið heim. Nú er það svo í útlöndum, sér- staklega í Danmörku, að þar eru engin kennileiti, skógarnir eru all- ir eins, húsin eru flest svipuð hverju öðru en hins vegar er vega- kerfið mjög gott og allar merkingar sérlega góðar. Við komumst að raun um það síðastnefnda þegar við höfðum ekið þrisvar í röð í gegnum miðbæ All- eröd samkvæmt áætlun en í fjórðu atrennu lentum við á hraðbraut númer sextán og þegar konan mín hafði flett upp í vegahandbókinni kom i ljós að við vorum á hraðri leið til Kaupmannahafnar, það er að segja í þveröfuga átt við það sem ferð okkar var heitið. Ég sneri því við og bað konuna mína í öllum guðanna bænum að reyna nú að finna réttu leiðina. - Vertu bara rólegur, sagði konan mín og lóðsaði okkur af sinni al- kunnu snilld inn í Hilleröd sentr- úm. Eftir ítrekaðar tilraunir kom- umst við loksins út úr Hilleröd og þótt konan mín sé svo sem ágætur leiðsögumaður ákvað ég að spyrj- ast fyrir á bensínstöðvum um leiðina heim og satt að segja gekk það alveg bærilega. Frá Alleröd sentrúm og í Ekkodalen er um það bil þriggja mínútna akstur. Með dyggri aðstoð konunnar minnar vorum við tvo og hálfan tíma á leiðinni. Kveðja Ben.Ax. Finnurðu átta breytingar? Þessaí tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða breyát, alls á átta stöðum. Það er misjafhlega erfitt að fínna þessar breytingar, en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að aflt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skflaírestur er tíu dagar. Að þeim tíma flðnum drögum við úr réttum lausn- um og veitum þrenn verðlaun: Braun hárliðunartæki, 3 næstu hefti af Úrvali og 8 næstu Vikur. í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfii hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 2“ c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykja- vík. Nafn:...... Heimili:... Póstnúmer:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.