Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 3
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
3
Fréttir
Hún var alveg ágæt
- sagði 5 ára stelpa sem talaði lengi við Raisu
„Hún var alveg ágæt. Mér leist bara
vel á þessa konu. Eg veit alveg hver
hún er,“ sagði 5 ára Reykvíkingur,
Hafdís Inga Hinriksdóttir, í samtali
við DV.
Hafdís Inga komst aldeilis í sviðs-
ljósið í gær. Hún var stodd með móður
sinni við innganginn í sundlaugamar
í Laugardal þegar Raisu og fylgdarlið
bar að garði. Raisa beygði sig niður
að telpunni, klappaði henni á kollinn
og talaði til hennar á rússnesku. Sú
litla varð hálfhiðurlút og feimin og
hljóp til mömmu sinnar sem stóð innar
í húsinu. En Raisa lét það ekki á sig
fá og gekk til telpunnar og gaf sig á
ný á tal við hana. Tugir ljósmyndara
og sjónvarpsmanna mynduðu þær
stöllur. Raisa stillti sér upp með Haf-
dísi Ingu og brosti, talaði við hana og
klappaði á koll telpunnar dijúga
stund.
„Hún er í hálfgerðu sjokki," sagði
móðirin á eftir, enda er þetta kannski
fullmikið sviðsljós fyrir fimm ára
stelpu. Þ'etta á þó áreiðanlega eftir að
verða þeirri stuctu eftirminnilegt enda
ekki á hveijum degi sem heimspressan
beinir augunum að fimm ára stelpu
úr Reykjavík. -KÞ
Hafdís Inga var hálffeimin við Raisu en henni leist samt bara vel á hana.
DV-mynd KAE
Tíminn stendur ekki í staö hjá
PANASONIC. Þeir vinna stöðugt að
framförum og fullkomleika sem endur-
speglast í þessu nýja, stórglæsilega og
háþróaða myndbandstæki NV-G7.
VHS-HQ. Fullkomið myndgæðakerfi.
Quarts-stýrðir mótorar.
Hraðanákvæmni 99,999%.
Rafeindastýrðir snertitakkar.
99 rásir.
32 stöðva minni.
Læsanlegur hraðleitari með mynd.
Leitari með mynd áfram.
Leitari með mynd afturábak.
14 daga upptökuminni með
4 prógrömmum.
24 tíma skynditimataka.
Dagiegt 14 daga upptökuminni.
43 liða þráðlaus fjarstýring.
Stafrænn teljari (digital).
Myndskerpustilling.
Kyrrmynd.
Sjálfvirk bakspólun.
Sjálfvirk gangsetning við innsetningu
spólu.
Hæð tækisins aðeins 9,9 cm.
Tækið byggt á steyptri álgrind.
Og margt, margt fleira.
Um áreiðanleika PANASONIC tækjanna
er ekki deilt. PANASONIC hefur lang
minnstu bilanatíðni allra myndbands-
tækja, og eru þar af leiðandi öruggustu
og áreiðanlegustu tækin á markaðnum.
Verð aðeins 39.850,- stgr.
WJAPIS
BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27135
EKKI KASTA KRÓNUNNI OG SPARA EYRINN. PANASONIC - VARANLEG FJÁRFESTING í GÆÐUM.
jurti-sf.