Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
7
Fréttir
Amerísk vinnubrögð:
Láttu
hann
ekki
sleppa
„Ekki láta hann ekki sleppa í
þetta sinn, skelltu þér á hann. Nú
er tækifærið, láttu hann hafa það
óþvegið, sparkaðu í rassinn á for-
setanum.“
Setningar sem þessar mátti
heyra við Höfða í gær þegar verið
var að hleypa útvöldu liði frétta-
manna inn í húsið rétt áður en
viðræður leiðtoganna hófust.
Þama áttu hlut að máli banda-
rískir fréttamenn sem með þessu
vildu hvetja samlanda sína og
starfsfélaga til dáða innandyra.
Linntu þeir ekki látum fyrr en sið-
asti maður var kominn inn.
Vinnubrögð þessi komu innlend-
um fréttamönnum á óvart. Þeir eru
vanir að vera prúðari á innlendum
vettvangi.
-EIR
Konu nauðgað
í Hljómskála-
garðinum
Ráðist var á unga konu á Sóleyj-
argötunni milli kl. 3 og 4 í fyrrinótt.
Dró árásarmaðurinn hana inn í
Hljómskálagarðinn og nauðgaði
henni. Rannsóknarlögreglan hefur
nú mál þetta til rannsóknar og
biður þá sem urðu varir við
mannaferðir um Sóleyjargötuna á
þessum tíma, eða geta einhverjar
upplýsingar veitt um málið, að
hafa samband við lögregluna.
Ekki tókst að fá nánari upplýs-
ingar um þetta mál hjá lögreglunni
í gær vegna þess hve óljóst það var
þá en nauðgunin átti sér stað milli
Skothúsvegar og Bjarkargötu
þannig að árásarmaðurinn hefur
dregið konuna töluverðan spöl.
-FRI
Einn af okkur
á þing
Prófkjörsstofa
ASGEIRS HANNESAR,
Templarasundi 3,
III. hæð.
Símar 28575 - 28644.
Lítum inn.
Allir virtust
skilja rússnesku
Það varð að sjálfsögðu uppi fótur
og fit þegar byrjað var að sýna frá
komu Gorbatsjovs hingað til lands
í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla í
gær. Fréttamenn þustu tugum sam-
an, ef þeir voru þá ekki á annað
hundrað, að sjónvarpinu og fylgdust
með. Þó kastaði fyrst tólfúnum þegar
hann öllum á óvörum talaði við sjón-
varpsmenn. Þessu áttu fréttamenn
greinilega ekki von á. Rifu nú allir
upp skriffæri og skrifuðu það sem
Gorbatsjov sagði og virtust allir
skilja rússnesku.
Um leið og ræðan var búin þustu
menn í ritvélar eða telexa og hirtu
ekkert um ensku þýðinguna. Þetta
voru fréttamenn frá Japan, Banda-
ríkjunum, Italíu, Spáni og ýmsum
fleiri löndum. Menn virðast þurfa
að skilja rússnesku til þess að gera
sig gildandi sem fréttamenn í al-
þjóðapólitík. -S.dór.
BiTvelta við Kópavogslækinn:
Ökumaðurinn
stakk af
Bílvelta varð við Kópavogslæk-
inn um hádegisbilið í gær. Fólks-
bíll með fjórum í, á leið sunnan
af Suðumesjum, rakst á staur við
brúna yfir lækinn, fór út af og valt.
Er lögreglan kom á staðinn hafði
ökumaðiu bifreiðarinnar ásamt
einum farþeganna stungið af af
slysstað og var þein-a leitað í gær
en grunur leikur á að ökumaður
hafi verið ölvaður.
Engin slys urðu á farþegum bif-
reiðarinnar en hún er mikið
skemmd eftir slysið.
-FRI
NU I VIKUNNI KEMUR
UNDRATÆKIÐ
NISSAIM
UNNY
3JA DYRA, 5 DYRA OG 4RA DYRA SEDAN
Nissan Sunny Sedan
Nissan Sunny 3ja dyra Hatchback
GERIÐ EKKI BÍLAKAUPIN I ÁR FYRR
EN ÞIÐ HAFIÐ SÉÐ UNDRATÆKIÐ
IMISSAIM SUNIM
BETRIBÍLL MUW VARLA BJÓÐAST
DÆMI UM VERÐ Á NISSAN-BÍLUM
Nissan Micra DX, kr. 290.000
Nissan Sunny Coupé LX, kr. 430.000
Nissan Sunny Sedan LX, kr. 364.000
Nissan Sunny Hatchback, 3ja dyra, SLX, kr. 394.000
Nissan Sunny Hatchback, 5 dyra, LX ,kr. 343.000
Nissan Sunny Wagon L, kr. 431.000
STORSYNING UM NÆSTU HELGI
laugardag 18. okt. og sunnudag 19. okt. kl. 14-17 báða dagana.
-p_
J_L
INGVAR HELGASON HF
Rauðagerði, sími 33560.