Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Fréttir Fyrsti leiðtogafundurinn: Sól skein á Höfða Fyrsti fundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs i Höfða hófst klukkan 10.30 í gærmorgun í roki og rign- ingu. Honum lauk nákvæmlega tveimur tímum síðar í glampandi sólskini. Himinninn ruddi sig skömmu áður en leiðtogarnir yfir- gáfu Höfða, skýin hopuðu fyrir sólinni og blár himnahringur myn- daðist yfir hvíta húsinu við Sundin. Um árangur þessa fyrsta fundar er ekki vitað. Leiðtogamir mættu bros- andi til leiks og voru jafnbrosandi þegar þeir fóru. Hins vegar er óvíst að þeir hafi brosað þar sem þeir sátu tveir fyrir luktun dyrum og ræddu heimsmálin og framtíð mannkyns. Með trompi Það var samdóma álit allra þeirra fréttamanna, er fengu að fara inn í Höfða að mynda leiðtogana áður en viðræðumar hófust, að Gorbatsjov hefði leikið á als oddi og tekið heims- pressuna með trompi eins og einn orðaði það. Reagan var hins vegar fámáll, allt að því stífur, og virtist ekki í fullkomnu jafnvægi. „Ég var að skoða blöðin i morgun og sá allar myndimar af okkur. Þetta er bara eins og í Genf,“ sagði Gorbatsjov og hló við. „Ef við hefð- um ekki hist í Genf værum við ekki hér nú.“ Reagan sagði ekkert. „Passaðu þig á kertastjakanum, ekki brjóta hann,“ kallaði sovéski leiðtoginn til ljósmyndara sem fór ógætilega um. „Við eigum hann ekki, þetta er eign íslenska ríkisins." Fyrsti misskilningurinn Þetta var fyrsti misskilningurinn sem kom upp á leiðtogafundinum því kertastjakinn er eign Reykjavíkur- borgar. Davíð Oddsson gat ekki leiðrétt aðalritarann þvi borgar- stjórinn hafði yfirgefið Höfða fimm mínútum eftir að leiðtogamir komu í húsið eftir að hafa tekið á móti þeim í andyrinu. Reagan og Gorbatsjov á tröppum Höföa í gærmorgun. Sovéski leiötoginn lék á als oddi en Bandaríkjaforseti virtist stífur. DV-myndir GVA. Það var ekki aðeins Gorbatsjov sem lék á als oddi fyrir hádegi í gær. Veðurguðimir vom einnig i essinu sínu og virtust gefa mönnum einkunnir eftir því sem þeir birtust. Þegar bifreið Reagans ók upp að Höfða var allt að því logn. Þegar Gorbatsjov kom nokkrum mínútum síðar gekk vindhviða yfir viðstadda, það gustaði af leiðtoganum i eigin- legri merkingu. Svo skein sólin þegar fundinum lauk. Sumir drógu ályktanir, töldu þetta táknrænt. Ekkert nema hatturinn Athygli vakti hversu vel varinn Gorbatsjov var í bifreið sinni er hann ók frá Höfða. Minnst fimm lífverðir sátu um hann i aftursæti bílsins þannig að ekki varð neitt greint af leiðtogamnn annað en hatturinn. Reagan sat hins vegar óvarinn i bif- reið sinni með Shultz utanríkisráð- herra við hlið sér. Hann hefur hins vegar tvo lífverði í skottinu eins og fram kom í fréttum DV á laugardag. Þeir héldu kyrrn fyrir á sínum stað á meðan leiðtogamir ræddust við í gær. -EIR Fyrsta leiðtogafundinum lokið, Reagan gengur út í sólina. Davíð Oddsson tók á móti leiðtogunum í Höfða en yfirgaf húsið fimm mínút- um eftir að leiðtogarnir voru komnir inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.