Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 10
10 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Fréttir 733.8MMA Bifreið Gorbatsjovs kemur akandi frá Ægisgarði á leið til fyrsta fundarins í Höfða. DV-mynd BG Beðið eftir Gorbatsjov: Omar er ekki hér Slæðingur af blaðamönnum og áhorfendum var niðri á Ægisgarði í gærmorgun til að fylgjast með för þeirra Gorbatsjovs og Raisu frá so- véska skipinu Georg Ots, hans á fund Reagans og hennar í sérstaka dagskrá dagsins. Veður var frekar milt og menn notuðu tímann til að spjalla um dag- inn og veginn. Tveir skoskir sjón- varpsmenn skeggræddu um möguleika Glasgow Rangers í skosku deildinni. Einn af blaða- mönnum Hvíta húsins ræddi við einn áhorfandann sem kominn var með krakkana sína þrjá, þar af eitt komabam, til að fylgjast með her- legheitunum og einn breskur blaða- maður, dúðaður í úlpu og trefla, furðaði sig á því hve Islendingarnir klæddu sig illa í kuldanum. Skömmu áður en sovésku Ieið- togahjónin stigu frá borði var komin rúta með nokkrum blaðamönnum sem fengu að fara 10 metrum nær skipinu en almúginn. Er Gorbatsjov og fiú stigu út á landganginn vant- aði víst einhvem frá íslenska sjón- varpinu um borð í rútuna og var öskrað í áhorfendahópinn: „Er ein- hver frá sjónvarpinu þama?“ Einn af lögreglumönnunum á svæðinu kallaði á móti: „Nei, Ómar er ekki hér.“ Sá sem mættur var með krakkana sína lýsti atburðum fyrir þá af mik- illi innlifun: „Sko, þama koma þau út, sko, þama fara þau niður stig- ann, sko, þama fara þau inn í bílinn og nú koma þau keyrandi hingað.“ Krakkamir störðu dolfallnir á þenn- an heimsviðburð. Raunar var ekki rétt að segja þau því þarna var Ra- isa ein á ferð á leið í skipulagaða dagskrá dagsins en skömmu síðar lagði Gorbatsjov svo af stað inn í Höfða. Tók sú ökuferð aðeins örfáar mínútur enda stutt að fara. -FRI Miðstöð öiyggismála í lögreglustöðinni: Fjórir menn víð- búnir að stjóma neyðaraðgerðum Þeir voru afslappaðir, Böðvar Bragason og Þorsteinn Geirsson, við að fara yfir stöðu mála þegar DV heimsótti þá á lögreglustöðina. DV-mynd S Það veltur á viðbrögðum fjögurra manna nefndar hvernig brugðist verður við óvæntum uppákomum vegna fundar Reagans og Gor- batsjovs í Reykjavík. Þessir menn eru Böðvar Bragason lögreglustjóri, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Árni Sigurjónsson hjá útlendingaeftirlitinu og Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Kefla- víkurfiugvelli. Þeir Böðvar og Þorsteinn eru á lögreglustöðinni í Reykjavík og það- an verður aðgerðum stjórnað ef eitthvað ber út af. Þeir tveir hafa yfirumsjón með ör- yggisgæslu af hálfu Islendinga vegna leiðtogafundarins. Komi eitthvað óvænt fyrir kemur það í þeirra hlut að stjórna aðgerðum og halda sam- bandinu við Árna Sigurjónsson hjá útlendingaeftirlitinu og Þorgeir Þor- steinsson, Iögreglustjóra á Keflavík- urflugvelli. Böðvar Bragason sagði i samtali við DV að „samstarf allra þeirra sem tengjast öryggisgæslu vegna leið- togafundarins hafi gengið með ágætum. Til þessa virðist því skipu- lagið ætla að ganga upp.“ Þeir eru og í stöðugu sambandi við yfírmenn öryggisgæslu af hálfu Bandaríkjamanna og Sovétmanna. „Við leyfum okkur að sjálfsögðu að leggja okkur stund og stund en við verðum ræstir tafarlaust ef þörf krefur," sagði Böðvar. Almannavarnir tengjast skipulag- inu en í þeirra hlut kemur að bregðast umsvifalaust við ef eitthvað ber út af á ferðum leiðtoganna á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Meðal verkefna yfirnefndarinnar er að fylgjast með grunsamlegum útlendingum sem hugsanlegt er að ætli að leggja leið sína til landsins. „Það er nokkur fjöldi útlendinga sem þarf að fylgjast með,“ sagði Böðvar. „Okkur berast upplýsingar að utan um slfka aðila.“ Vitið þið um einhverja grunsam- lega aðila sem komnir eru til lands- ins? „Nei, en við fylgjumst grannt með ferðum slíkra manna. Við erum í sambandi við Flugleiðir og fáum upplýsingar um hvort einhverjir grunsamlegir menn leita eftir fari til laridsins. En eins og alltaf, þegar þjóðhöfðingjar koma til landsins, þá lítum við í kringum okkur.“ Áttu þá við að þið lítið eftir grun- samlegum íslendingum? „Já, við geruin það.“ - Hverjir eru þeir? „Þvf get ég því miður ekki svarað þér.“ - Nú hefur orðið þekktur hér furðu- fugl nokkur sem kominn er hingað vegna fundarins. Hafið þið fylgst með honum? „Já, við höfum athugað hann. Við lftum svo á að hann sé með öllu hættulaus. Hann er ekkert að fela sig. Það eru hins vegar þeir sem fara leynt sem við höfum ástæðu til að óttast. Enn sem komið er vitum við ekki um að slíkir menn hafi komið til landsins.“. - En hvað með borgarbúa, hvernig hafa þeir tekið röskuninni sem leið- togafundinum hefur fylgt? „Þeir hafa brugðist við af þolin- mæði. Þessu hefur fylgt einhver röskum á daglegu lífi á vissum svæð- um en árekstrar hafa engir orðið þess vegna. Þetta hefur allt gengið vel vegna góðrar samvinnu mörg hundruð manna. Það var helst að vinir okkar á Siriusi vildu ekki sætta sig við lokun hafnarinnar. Þeir urðu þó að sjálfsögðu að gera það eins og aðrir,“ sagði Böðvar Bragason. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.