Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Síða 13
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. 13 Heimshlaupið: Forréttindi okkar er friður - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti til þess að friður mætti fylgja þessum loga. Þessu næst tók Vigdís Finn- bogadóttir við kyndlinum og flutti stutt ávarp. Hún minntist fyrst ein- kunnarorða heimshlaupsins: Veitum þeim tækifæri - börn þarfhast friðar. „Nú höfum við fengið neista af þessum íriðareldi og er það við hæfi þar sem leiðtogafundurinn stendur nú yfir á fslandi," sagði forsetinn. Hún sagðist vona að kyndillinn yrði vegvísir til varanlegs fiáðar og sagðist hún finna til stolts að halda á kyndlinum sem þjóðarleiðtogi friðelskandi þjóðar sem aldrei hefði farið með ófriði á hendur nokkurri þjóð. „Forréttindi okkar er íriðursagði Vigdís Finnbogadóttir um leið og hún afhenti ungri stúlku, Kristínu Péturs- dóttur, kyndilinn. Hún bar hann niður af sviðinu, að Reykjavíkurkyndlinum sem logaði á 200 ára afmæli borgarinn- ar. Steingrímur Hermannsson tók þessu næst við friðarkyndlinum og tendraði með honum eld á Reykjavík- urkyndlinum. Þessu næst söng kór Öldutúnsskóla íslenska þjóðsönginn. Athöfmnni lauk svo með því að Lúðrasveit verkalýðsins lék fjörugt göngulag á meðan mannQöldinn tínd- ist j burtu. Það var áberandi hve margir íþróttamenn, bæði ungir og aldnir, voru meðal þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína niður í Hljóm- skálagarð um hádegisbilið í gær. Athöfhin var öllum, sem að henni stóðu, til mikils sóma. Hlaupið hófst í Keflavík kl. 7 um morguninn þegar júdókappinn Bjarni Friðriksson lagði af stað með kyndilinn en síðan tóku 40 íslenskir íþróttamenn þátt í að hlaupa með hann til Reykjavíkur og sem fyrr segir hljóp Einar Vilhjálms- son með hann síðasta spölinn. Kynnir yið athöfhina var Hermann Gunnars- son. -S.dór. Ekki bara að tala heldur framkvæma - sagði Ludmila Bragina „Við tölum ekki bara um frið, við reynum að framkvæma eitthvað raunhæft til þess að efla heimsfrið- inn,“ sagði hin heimsfræga íþrótta- kona, Ludmila Bragina frá Sovétríkjunum, að loknu friðar- hlaupinu í gær. Ludmila tók þátt í friðarhlaupinu á Spáni á^dögunum og fór þaðan til London og til ís- lands með friðarkyndilinn. Hún hljóp svo í gær síðasta spölinn í broddi fylkingar við hlið Einars Vil- hjálmssonar. Ludmila Bragina varð ólympíu- meistari í 1500 m hlaupi 1972 og setti þá heimsmet í þessari erfiðu íþrótta- grein. Hún átti síðan heimsmetið allt til ársins 1978 en það ár hætti hún keppni. „Ég hef alltaf æft síðan ég hætti keppni, svona til að halda mér við, ég gæti hreinlega ekki hugsað mér að hætta að skokka,“ sagði Ludmila. Hún sagði að það eina sem skyggði á þessa athöfn í Hljómskálagarðin- um væri veðrið, það hefði mátt vera betra. „Þið eigið dásamlega fallegt land, ég vildi sjá það í sínum fegursta sum- arskrúða," sagði Ludmila en bætti því svo við að vissulega væm haust- litirnir hér fallegir, alveg einstakir. Sem fyrr segir kom Ludmila hing- að frá Spáni í gegnum London með kyndilinn. Hún sagðist svo verða með þegar hlaupið verður í Japan og Kína og sagðist njóta þess mjög að fá að vera með í þessu einstaka heimsfriðarhlaupi. -S.dór Ludmila Bragina kemur hlaupandi inní Hljómskálagarðinn á eftir Einari Vilhjálmssyni kyndilbera. Mynd EJ Það var tilkomumikil sjón þegar Einar Vilhjálmsson spjótkastán kom hlaupandi inn í Hljómskálagarðinn með friðarkyndilinn og eitt þúsund íslensk skólaböm hlupu á hæla honum inn í garðinn. A sviði, sem komið hafði verið fyrir í Hljómskálagarðinum, biðu forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Steingiámur Hermannsson forsætis- ráðherra, Sveinn Björnsson, forseti fSÍ, Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar, Dan Gerson, sá er átti hugmyndina að þessu heimshfaupi, og nokkrir fleiri gestir. Einar afhenti Gerson kyndilinn og hann ávarpaði mannfjöldann og sagði að ástæðan fyrir því að hlaupið væri hér á landi væri augljós og það væri dásamlegt að vera kominn hingað til lands þótt veðrið hefði mátt vera betra. Þessu næst afhenti Gerson Stein- grími Hermannssyni kyndilinn og sagði Steingrímur að hann vonaðist Einar Vilhjálmsson kemur hlaupandi með friðarkyndilinn inn í Hljómskála- garðinn. Mynd EJ Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lyftir friðarkyndlinum. Mynd EJ ' K ENWOOD Verð kr. 11.875.- HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD LAUGAVEGl 170, SlMAR 695500 - 695550.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.