Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Síða 15
SUNNUDAGUR 12. OKTÖBER 1986. 16 Fréttir Sovéskir kafarar fara i sjóinn um lúgu á skemmtiferðaskipinu Georg Ots sem Gorbatsjov-hjónin búa í. Varðskip og varðbátar gæta hafnar- svæðisins Varðskipin Öðinn og Týr halda uppi gæslu á ytri höfninni meðan leiðto- gamir gista Reykjavík. Landhelgia- gæslan hefur einnig tvo litla varðbáta til gæslu inni í gömlu höfrnnni. Gæslan beinist að sjónum úti fyrir fundarstaðnum Höfða annars vegar og skemmtiferðaskipinu Georg Ots, gististað Gorbatsjov-hjónanna, hins vegar. Kafarar, sem reglulega kafa undir skipið, em ekki á vegum Landhelgis- gæslunnar heldur Sovétmanna. Umferð skipa og báta um höfhina hefur verið takmörkuð um helgina. Tilkynna þarf um brottför og allar hreyfingar um hafnarsvæðið. Öll um- ferð er bönnuð um sundið milli Engeyjar og Laugamess. Ur lofti annast Landhelgisgæslan öryggisgæslu með þyrlunum SIF og GRÓ, þó aðallega minni þyrlunni, GRÓ. Þyrla flýgur alltaf á undan bíla- lest leiðtoganna. Ökuleiðin er könnuð úr lofti skömmu áður en bílalestin fer um. Bandarískir öryggisverðir hafa í sumum tilvikum verið urn borð í Gæsluþyrlu. -KMU \oS X\\ Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3 AUGLYSIR: Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 minútur að fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Móttakan er í austurenda hússins, þar er i bíllinn settur á færiband og leggur síðan af stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-j þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein- indi, sandur og því um líkt, eru skoluð j af honum, um leið fer hann í undir- vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þá þjónustu, því óhrein- indi safnast mikið fyrir undir brettum og sílsum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burst- um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand- þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn eingöngu handþveginn. Næst fer bíllinn i bónvélina og er þar sprautað yfir hann bóni og siðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrt- ing. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar i háþrýstíþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bill, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og öruggari á hreinum bii. Tíma þarf ekki að panta. Þeir sem koma með bilinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). A’ y\.9-\6 <VÖ Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími 14820. Varðbátur Landhelgisgæslunnar við skip Gorbatsjovs. DV-myndir S. /WAD 14%ÁRSVEXTIfí SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.