Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 17
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. 17 Fréttir Það var hellirigning á föstudagskvöldið á meðan friðarstund íslenskra friðarhreyfinga stóð yfir. Töluverður fjöldi fólks tók þátt í athöfninni og var sérstök hátiðarstemmning á torginu og kyndlar loguðu vitt og breitt i mannþrönginni. -SJ/DV-mynd GVA Rólegt á leigu- námshótelunum Hótelin Jirjú, Hótel Saga, Hótel ■ Loftleiðir og Hótel Esja, voru öll fullnýtt núna um helgina. Þrátt fyrir það sogðu starfsmenn í gestamót- töku hótelanna að það hefði ekki verið mikið að gera hjá þeim um helgina. Á Hótel Sögu eru sovéskir frétta- menn og hluti af sendinefnd Sovét- manna og sagði starfsstúlka þar að þeir væru öðruvfei en allir aðrir gest- ir sem hún myndi effcir á hótelinu. Hún sagði að það færi afekaplega lítið fyrir þeim og helst væri mikið að gera í kringum blaðamannafúnd- ina sem Sovétmenn halda á Sögu. Starfemenn Hvíta hússins og fréttamenn Hvita hássins hafa að- setur á Hótel I/jftleiðum og sagði starfsstúlka í móttökunni þar að helgin heföi verið frekar róleg þó svo að hótelið væri fúllt. Af Hótel Esju var sömu sögu að segja, fullt hótel og rólegir gestir. -SJ Matvælakynningin: Stormandi lukka Matvælakynning sú sem fram fer fyrir erlendu fréttamennina í íþrótta- húsi Hagaskóla hefur svo sannarlega slegið í gegn ef marka má aðsóknina að henni sem og ummæli þeirra frétta- manna sem DV ræddi við þar í gær. Það er fyrst og fremst hangikjötið, rækjumar og síldin sem menn áttu vart orðið yfir og ef til vill hangikjötið fyrst og fremst. Fréttamaður DV stóð nærri kynningarborðinu og hlustaði á hvað fólk sagði eftir að hafa smakkað á hinum fjölbreyttu smáréttum. Hver einasti lofaði hangikjötið og margir sögðust ekki hafa smakkað annað eins lostæti. Tveir fréttamenn frá spánska sjón- varpinu voru þama og aðspurðir um matinn sögðu þeir hann sælgæti. Og íslenska fiskinn sögðu þeir vera <iri- stætt lostæti. „En mikið óskaplega er matu 'nr dýr hér á landi. Hann er áreiðanlegr sá dýrasti í heiminum," sagði Rodriqe;. og hann bætti þvi við að sér þætti verðlag hér hátt. Einnig sagðist hann hafa heyrt um að verðlag hér á landi hefði þotið upp vegna leiðtogafúndar- ins. Honum var þá bent á að hótel í hei- malandi hans hækkuðu um meira en helming þegar hápunktur ferða- mannastraumsins er í júní, júlí og ágúst. „Þetta er rétt, svona er lifið," sagði hann og yppti öxlum að spönskum sið þegar staðreyndir blasa við. -S.dór. Möig hverfi blind Belgísk hjónarúm úr kirsuberjaviði gagnvart Stöð tvö - útsendingin næst á norðanverðu Snæfellsnesi Stöð tvö næst illa eða alls ekki á mörgum svæðum við sunnanverðan Faxaflóa. Mörg hverfi á höfuðborgar- svæðinu lenda í skugga. Sendir Stöðvar tvö er á Vatnsenda. Sendir hann geisla í 180 gráður í átt til borgarinnar. Á Vatnsenda er einnig sendir ríkis- sjónvarpsins. Geisla ríkissjónvarpsins er hins vegar endurvaipað til blindu svæðanna með nokkrum endurvarps- stöðvum. Norðurhluti Kópavogs og Fossvogur fá endurvarp frá stöð á Borgarspítala. Heimahverfi og Teigahverfi í Reykjavík fá endurvarp frá sjónvarps- húsinu við Laugaveg. Seljahverfi í Breiðholti fær endur- varp frá stöð i Digranesskóla. Mosfellssveit nýtur endurvarps frá Víðinesi. Sandgerði og Grindavík þurfa einnig sérstakar endurvarpsstöðvar tii að sjá ríkissjónvarpið. Líklegt er íbúar á áðurgreindum svæðum nái Stöð tvö ekki eða illa enda hefur Stöð tvö engar endurvarps- stöðvar, aðeins sendi á Vatnsendahæð. í sumum tilfellum geta menn bætt úr með tilfæringum á sjónvarpsloft- neti. Um slíkt ættu menn að ráðfæra sig við kunnáttumenn. Með stærri loftnetum mætti hugsanlega ná henni betur. Utan Reykjavíkursvæðisins virðist Stöð tvö nást vel í Keflavík og á Akra- nesi. Borgarnes lendir í skugga. Á norðanverðu Snæfellsnesi, svo sem í Stykkishólmi og á Hellissandi, næst stöðin en óskýrt. -KMU Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild, sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.